Lewandowski náði metinu á ögurstundu | Bremen niður eftir 40 ár í efstu deild Valur Páll Eiríksson skrifar 22. maí 2021 15:30 Lewandowski hélt spennunni fram á lokastund. Getty Images/Alexander Hassenstein Robert Lewandowski bætti 49 ára gamalt markamet Gerds Müllers í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta er lið hans Bayern München vann 5-2 sigur á Augsburg í lokaumferð deildarinnar í dag. Werder Bremen féll niður í næst efstu deild. Bayern München hafði þegar tryggt sér titilinn fyrir leik dagsins og þá voru lágu Meistaradeildarsætin einnig fyrir. RB Leipzig var öruggt með annað sætið og Borussia Dortmund og Wolfsburg jöfn í 3.-4. sæti, fjórum stigum frá Frankfurt, og því örugg með sæti í Meistaradeild að ári. Úrslit Bayern München skiptu þá litlu máli vegna stöðunnar en flestra augu voru á Robert Lewandowski sem gat með marki slegið markamet Gerds Müller sem skoraði 40 mörk tímabilið 1971-72. Bæjarar mættu Alfreði Finnbogasyni og félögum í Augsburg í dag. Það fór vel af stað hjá þeim þar sem Bayern leiddi 4-0 í hálfleik, en ekkert markanna kom þó frá Lewandowski. Serge Gnabry, Joshua Kimmich og Kingsley Coman skoruðu auk þess sem Jeffrey Gouweleeuw, leikmaður Augsburgar, skoraði sjálfsmark. Tvö mörk frá André Hahn og Florian Niederlechner löguðu stöðuna fyrir gestina um miðjan seinni hálfleik. Allt stefndi í að Lewandowski næði ekki að bæta metið og 4-2 yrðu lokatölur. Það var komið fram í uppbótartíma þegar hann náði markinu og á dramatískan hátt bætti hann 49 ára gamalt markamet Müllers. 41 mark skoraði sá pólski í 29 deildarleikjum á leiktíðinni. Dortmund í þriðja og Union Berlin í nýja Evrópukeppni Dortmund vann góðan 3-1 sigur á Bayer Leverkusen, þar sem Erling Braut Haaland skoraði tvö marka Dortmund en Marco Reus eitt. Dortmund hafnaði í þriðja sæti með 64 stig en Wolfsburg, sem tapaði 3-2 gegn Mainz í því fjórða með þremur stigum minna. Bayer Leverkusen, var líkt og Frankfurt, öruggt með Evrópudeildarsæti en jöfn barátta var um sjöunda sætið sem veitir keppnisrétt í nýrri sambandsdeild Evrópu. Union Berlin stóð best að vígi með 47 stig, Borussia Mönchengladbach var með 46 og Stuttgart 45 stig. Berlínarliðið vann sterkan 2-1 sigur á RB Leipzig og skipti því litlu fyrir Gladbach að vinna sinn leik gegn Werder Bremen 4-2. Það skipti þó heldur betur miklu máli fyrir Brimarbúa sem voru í fallbaráttu. Belgískur varnarmaður bjargaði Köln, um stund í það minnsta Þrjú lið kepptust þar um að halda sæti sínu. Bielefeld var í öruggu sæti með 32 stig, Werder Bremen var með 31 stig í umspilssæti um fall, og Köln var í 17. sæti, fallsæti, 30 stig. Bielefeld vann Stuttgart 2-0 á útivelli og tryggði þannig sæti sitt. Keppnin var því milli Kölnar og Brimarbúa. Ljóst var að jafntefli myndi fella Köln sama hvað en þeir öttu kappi við fallið botnlið Schalke. Markalaust var þar allt frá á 86. mínútu þegar belgíski varnarmaðurinn Sebastian Bornauw skoraði sigurmark Köln og tryggði hann liðinu ekki aðeins 1-0 sigur, heldur von um að halda sæti sínu. Werder Bremen er vegna taps síns því fallið, með 31 stig í 17. sæti, en Köln sem lauk keppni með 33 stig í 16. sæti fer í umspil við liðið sem lendir í þriðja sæti í B-deildinni um hvort þeirra leikur í efstu deild að ári. Lokaumferð B-deildarinnar fer fram á morgun. Bremen hefur jaðrað við fall síðustu ár en mun nú fara í næst efstu deild í fyrsta sinn síðan tímabilið 1980-81. Þýski boltinn Þýskaland Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Fleiri fréttir Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
Bayern München hafði þegar tryggt sér titilinn fyrir leik dagsins og þá voru lágu Meistaradeildarsætin einnig fyrir. RB Leipzig var öruggt með annað sætið og Borussia Dortmund og Wolfsburg jöfn í 3.-4. sæti, fjórum stigum frá Frankfurt, og því örugg með sæti í Meistaradeild að ári. Úrslit Bayern München skiptu þá litlu máli vegna stöðunnar en flestra augu voru á Robert Lewandowski sem gat með marki slegið markamet Gerds Müller sem skoraði 40 mörk tímabilið 1971-72. Bæjarar mættu Alfreði Finnbogasyni og félögum í Augsburg í dag. Það fór vel af stað hjá þeim þar sem Bayern leiddi 4-0 í hálfleik, en ekkert markanna kom þó frá Lewandowski. Serge Gnabry, Joshua Kimmich og Kingsley Coman skoruðu auk þess sem Jeffrey Gouweleeuw, leikmaður Augsburgar, skoraði sjálfsmark. Tvö mörk frá André Hahn og Florian Niederlechner löguðu stöðuna fyrir gestina um miðjan seinni hálfleik. Allt stefndi í að Lewandowski næði ekki að bæta metið og 4-2 yrðu lokatölur. Það var komið fram í uppbótartíma þegar hann náði markinu og á dramatískan hátt bætti hann 49 ára gamalt markamet Müllers. 41 mark skoraði sá pólski í 29 deildarleikjum á leiktíðinni. Dortmund í þriðja og Union Berlin í nýja Evrópukeppni Dortmund vann góðan 3-1 sigur á Bayer Leverkusen, þar sem Erling Braut Haaland skoraði tvö marka Dortmund en Marco Reus eitt. Dortmund hafnaði í þriðja sæti með 64 stig en Wolfsburg, sem tapaði 3-2 gegn Mainz í því fjórða með þremur stigum minna. Bayer Leverkusen, var líkt og Frankfurt, öruggt með Evrópudeildarsæti en jöfn barátta var um sjöunda sætið sem veitir keppnisrétt í nýrri sambandsdeild Evrópu. Union Berlin stóð best að vígi með 47 stig, Borussia Mönchengladbach var með 46 og Stuttgart 45 stig. Berlínarliðið vann sterkan 2-1 sigur á RB Leipzig og skipti því litlu fyrir Gladbach að vinna sinn leik gegn Werder Bremen 4-2. Það skipti þó heldur betur miklu máli fyrir Brimarbúa sem voru í fallbaráttu. Belgískur varnarmaður bjargaði Köln, um stund í það minnsta Þrjú lið kepptust þar um að halda sæti sínu. Bielefeld var í öruggu sæti með 32 stig, Werder Bremen var með 31 stig í umspilssæti um fall, og Köln var í 17. sæti, fallsæti, 30 stig. Bielefeld vann Stuttgart 2-0 á útivelli og tryggði þannig sæti sitt. Keppnin var því milli Kölnar og Brimarbúa. Ljóst var að jafntefli myndi fella Köln sama hvað en þeir öttu kappi við fallið botnlið Schalke. Markalaust var þar allt frá á 86. mínútu þegar belgíski varnarmaðurinn Sebastian Bornauw skoraði sigurmark Köln og tryggði hann liðinu ekki aðeins 1-0 sigur, heldur von um að halda sæti sínu. Werder Bremen er vegna taps síns því fallið, með 31 stig í 17. sæti, en Köln sem lauk keppni með 33 stig í 16. sæti fer í umspil við liðið sem lendir í þriðja sæti í B-deildinni um hvort þeirra leikur í efstu deild að ári. Lokaumferð B-deildarinnar fer fram á morgun. Bremen hefur jaðrað við fall síðustu ár en mun nú fara í næst efstu deild í fyrsta sinn síðan tímabilið 1980-81.
Þýski boltinn Þýskaland Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Fleiri fréttir Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast