Lögum um búfjárhald er tímabært að breyta Tryggvi Felixson skrifar 24. maí 2021 16:00 Frá þjóðveldisöld og fram til 6. áratugar síðustu aldar voru í gildi lagaákvæði sem bönnuðu lausagöngu búfjár. Þá voru sett lög sem gjörbreyttu stöðu þeirra sem vilja friða land sitt fyrir beit. Frá þeim tíma hafa þeir sem hyggjast gróðursetja skóg, rækta korn eða matjurtir eða stunda endurheimt gróðurs, þurft að verja land sitt fyrir ágangi búfjár. Fyrir ári síðan kallaði aðalfundur Landverndar eftir breytingu á lögum um búfjárhald svo hægt verði að sinna endurheimt gróðurs og jarðvegs með skilvirkum hætti. Í kjölfarið ákvað stjórn samtakanna að fela kunnáttufólki að taka saman skýrslu um hvaða breytingar þyrfti að gera til að koma þessum málum í það horf sem áður gilti hér á landi, og er ríkjandi hjá þeim þjóðum sem við almennt berum okkur saman við. Skýrslan hefur verið kynnt Bændasamtökum Íslands og verið birt á heimasíðu Landverndar. Opinn kynningarfundur verður haldinn þriðjudaginn 25. maí kl. 12.00. Öfugsnúin ábyrgð Í lögum um búfjárhald er m.a. kveðið á um það hvernig bregðast skuli við ef búfé kemst inn á friðað svæði (þ.e. eignarland). Þar kemur fram að umráðamaður hins friðaða lands skuli ábyrgjast handsömun búfjár, koma því í örugga vörslu, kanna hver eigandinn er og tilkynna honum þegar í stað hvar búféð er niðurkomið. Ef eigandi sækir búféð ekki innan tveggja sólarhringa frá tilkynningu er umráðamanni hins friðaða lands heimilt að afhenda búféð viðkomandi sveitarstjórn. Þá er sérstaklega tekið fram að umráðamaður lands beri ábyrgð á því að búfé hafi nægilegt vatn og fóður á meðan það er í vörslu hans. Þetta hljómar einkennilega, en svona er þetta nú engu að síður. Er ekki tímabært að færa löggjöfina nær almennri réttarvitund? Söguleg vitleysa Því hefur verið haldið fram að þetta furðulega vinnulag skv. lögum um búfjárhald byggi á hefð frá því að landið byggðist. Það er alrangt. Frá þjóðveldisöld var lausaganga búfjár ýmsum takmörkunum háð og ljóst að fram undir okkar tíma var það meginregla að eigendur búfjár bæru ábyrgð á vörslu þess og mögulegu tjóni vegna ágangs þess í annarra land. Núverandi skipan mála var fyrst fest í lög á síðari hluta síðustu aldar. Voru það söguleg mistök sem tímabært er að leiðrétta. Fram til þess tíma voru í gildi ákvæði fornra lagaákvæða Grágásar og Jónsbókar um skyldu búfjáreigenda til að tryggja að búfénaður þeirra gengi ekki í annarra manna land, án samþykkist viðkomandi landeiganda. Í flestum þeim löndum sem Ísland ber sig saman við gilda reglur um vörsluskyldu búfjár. Vissulega er sveitarfélögum heimilt að setja reglur um bann við lausagöngu búfjár. Þeim ákvæðum hefur ekki verið mikið beitt þannig að meginreglaná landinu er lausaganga. Ísland úr tötrum með betri beitarstýringu Við landnám var Ísland vaxið gróðri sem hafði þróast frá ísöld án áhrifa beitar (nema frá fuglum). Eftir 1150 ára búsetu má lýsa Íslandi sem landi í tötrum hvað gróðurþekju og jarðveg varðar. Sumstaðar er þó ástandið gott, en víða er landið verulega laskað vegna ofbeitar. Um 24% lands er skilgreint sem rýrt mólendi, 13% sem hálf gróið land og 29% sem lítt gróið land. Þá eru margir afréttir á gosbeltinu dæmdir óhæfir til beitar. Í fréttum af fyrstu niðurstöðum Grólindar, samstarfsverkefnis Landgræðslunnar, bænda og fleiri aðila, hefur nýlega komið fram að sauðfé er beitt á um 25 þúsund ferkílómetra lands sem er í slæmu ásigkomulagi, gróður lítill sem enginn og jarðvegsrof mikið. Víða er hugtakið rányrkja notað um slíka meðferð á náttúruauðlindum. Hjá því verður ekki litið beit hefur átt ríkan þátt í gróður- og jarðvegseyðingu hér á landi. Fækkun búfjár, betri beitarstjórnun og mótvægisaðgerðir, til dæmis Landgræðslunnar og bænda, hafa þó talsvert dregið úr þeim neikvæðu áhrifum undanfarna áratugi. Mikið starf hefur verið unnið og fjármunum veitt til að bæta stöðuna. En meira þarf til; sauðfjárbeit á vissum svæðum kemur í veg fyrir að land í hnignun endurheimtist. Einkum á það við á gosbeltinu. Það hindrar friðun og endurheimt landgæða að ekki skuli gilda reglur um vörsluskyldu búfjár. Það er því tímabært snúa blaðinu við – að skylda búfjáreigendur að halda sínu búfé á landi sem þeir hafa umráðarétt yfir. Í dag hvílir sú kvöð á þeim vilja friða og rækta sitt land í friði fyrir búfjárbeit að girða land sitt af fyrir búfé. Að gera búfjáreigendur ábyrga fyrir sínum gripum mun stuðla að sjálfbærri nýtingu landsins gæða. Í því kunna einnig að felast tækifæri til að bæta búskaparhætti og afkomu. Búfjáreigendur beri ábyrgð Með einfaldri breytingu á lögum á ábyrgð má bæta forsendur til uppgræðslu eða skógræktar umtalsvert. Í lögum þarf að tilgreina að landsvæði sem ekki eru afmörkuð vörslulínu verði almennt talin án beitar (til friðaðra svæða). Umgangur og beit búfjár yrði þá einungis heimil á landi sem hefur verið afmarkað sérstaklega með vörslulínu sem hindrar aðgang þess í svæði utan beitar (friðuð) og á þeim afréttum sem vel þola sjálfbæra beit. Framgreind lagabreyting er einföld og mun hafa víðtæk jákvæð áhrif á möguleika til að endurheimta landgæði. Breytingin mun einnig hafa áhrif á hag búfjáreigenda og því er nauðsynlegt að veita rúman aðlögunartíma og grípa til aðgerða sem auðvelda aðlögunina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Felixson Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Frá þjóðveldisöld og fram til 6. áratugar síðustu aldar voru í gildi lagaákvæði sem bönnuðu lausagöngu búfjár. Þá voru sett lög sem gjörbreyttu stöðu þeirra sem vilja friða land sitt fyrir beit. Frá þeim tíma hafa þeir sem hyggjast gróðursetja skóg, rækta korn eða matjurtir eða stunda endurheimt gróðurs, þurft að verja land sitt fyrir ágangi búfjár. Fyrir ári síðan kallaði aðalfundur Landverndar eftir breytingu á lögum um búfjárhald svo hægt verði að sinna endurheimt gróðurs og jarðvegs með skilvirkum hætti. Í kjölfarið ákvað stjórn samtakanna að fela kunnáttufólki að taka saman skýrslu um hvaða breytingar þyrfti að gera til að koma þessum málum í það horf sem áður gilti hér á landi, og er ríkjandi hjá þeim þjóðum sem við almennt berum okkur saman við. Skýrslan hefur verið kynnt Bændasamtökum Íslands og verið birt á heimasíðu Landverndar. Opinn kynningarfundur verður haldinn þriðjudaginn 25. maí kl. 12.00. Öfugsnúin ábyrgð Í lögum um búfjárhald er m.a. kveðið á um það hvernig bregðast skuli við ef búfé kemst inn á friðað svæði (þ.e. eignarland). Þar kemur fram að umráðamaður hins friðaða lands skuli ábyrgjast handsömun búfjár, koma því í örugga vörslu, kanna hver eigandinn er og tilkynna honum þegar í stað hvar búféð er niðurkomið. Ef eigandi sækir búféð ekki innan tveggja sólarhringa frá tilkynningu er umráðamanni hins friðaða lands heimilt að afhenda búféð viðkomandi sveitarstjórn. Þá er sérstaklega tekið fram að umráðamaður lands beri ábyrgð á því að búfé hafi nægilegt vatn og fóður á meðan það er í vörslu hans. Þetta hljómar einkennilega, en svona er þetta nú engu að síður. Er ekki tímabært að færa löggjöfina nær almennri réttarvitund? Söguleg vitleysa Því hefur verið haldið fram að þetta furðulega vinnulag skv. lögum um búfjárhald byggi á hefð frá því að landið byggðist. Það er alrangt. Frá þjóðveldisöld var lausaganga búfjár ýmsum takmörkunum háð og ljóst að fram undir okkar tíma var það meginregla að eigendur búfjár bæru ábyrgð á vörslu þess og mögulegu tjóni vegna ágangs þess í annarra land. Núverandi skipan mála var fyrst fest í lög á síðari hluta síðustu aldar. Voru það söguleg mistök sem tímabært er að leiðrétta. Fram til þess tíma voru í gildi ákvæði fornra lagaákvæða Grágásar og Jónsbókar um skyldu búfjáreigenda til að tryggja að búfénaður þeirra gengi ekki í annarra manna land, án samþykkist viðkomandi landeiganda. Í flestum þeim löndum sem Ísland ber sig saman við gilda reglur um vörsluskyldu búfjár. Vissulega er sveitarfélögum heimilt að setja reglur um bann við lausagöngu búfjár. Þeim ákvæðum hefur ekki verið mikið beitt þannig að meginreglaná landinu er lausaganga. Ísland úr tötrum með betri beitarstýringu Við landnám var Ísland vaxið gróðri sem hafði þróast frá ísöld án áhrifa beitar (nema frá fuglum). Eftir 1150 ára búsetu má lýsa Íslandi sem landi í tötrum hvað gróðurþekju og jarðveg varðar. Sumstaðar er þó ástandið gott, en víða er landið verulega laskað vegna ofbeitar. Um 24% lands er skilgreint sem rýrt mólendi, 13% sem hálf gróið land og 29% sem lítt gróið land. Þá eru margir afréttir á gosbeltinu dæmdir óhæfir til beitar. Í fréttum af fyrstu niðurstöðum Grólindar, samstarfsverkefnis Landgræðslunnar, bænda og fleiri aðila, hefur nýlega komið fram að sauðfé er beitt á um 25 þúsund ferkílómetra lands sem er í slæmu ásigkomulagi, gróður lítill sem enginn og jarðvegsrof mikið. Víða er hugtakið rányrkja notað um slíka meðferð á náttúruauðlindum. Hjá því verður ekki litið beit hefur átt ríkan þátt í gróður- og jarðvegseyðingu hér á landi. Fækkun búfjár, betri beitarstjórnun og mótvægisaðgerðir, til dæmis Landgræðslunnar og bænda, hafa þó talsvert dregið úr þeim neikvæðu áhrifum undanfarna áratugi. Mikið starf hefur verið unnið og fjármunum veitt til að bæta stöðuna. En meira þarf til; sauðfjárbeit á vissum svæðum kemur í veg fyrir að land í hnignun endurheimtist. Einkum á það við á gosbeltinu. Það hindrar friðun og endurheimt landgæða að ekki skuli gilda reglur um vörsluskyldu búfjár. Það er því tímabært snúa blaðinu við – að skylda búfjáreigendur að halda sínu búfé á landi sem þeir hafa umráðarétt yfir. Í dag hvílir sú kvöð á þeim vilja friða og rækta sitt land í friði fyrir búfjárbeit að girða land sitt af fyrir búfé. Að gera búfjáreigendur ábyrga fyrir sínum gripum mun stuðla að sjálfbærri nýtingu landsins gæða. Í því kunna einnig að felast tækifæri til að bæta búskaparhætti og afkomu. Búfjáreigendur beri ábyrgð Með einfaldri breytingu á lögum á ábyrgð má bæta forsendur til uppgræðslu eða skógræktar umtalsvert. Í lögum þarf að tilgreina að landsvæði sem ekki eru afmörkuð vörslulínu verði almennt talin án beitar (til friðaðra svæða). Umgangur og beit búfjár yrði þá einungis heimil á landi sem hefur verið afmarkað sérstaklega með vörslulínu sem hindrar aðgang þess í svæði utan beitar (friðuð) og á þeim afréttum sem vel þola sjálfbæra beit. Framgreind lagabreyting er einföld og mun hafa víðtæk jákvæð áhrif á möguleika til að endurheimta landgæði. Breytingin mun einnig hafa áhrif á hag búfjáreigenda og því er nauðsynlegt að veita rúman aðlögunartíma og grípa til aðgerða sem auðvelda aðlögunina.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun