„Þetta hafði skelfilegar afleiðingar“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. maí 2021 14:30 Alma Björk Ástþórsdóttir berst fyrir meiri stuðning fyrir börn með greiningar. Mission framleiðsla Móðir drengs með ADHD og skyldar raskanir segir að skóli án aðgreiningar sé ekki að virka sem kerfi og sé í raun vanræksla af hálfu ríkis og sveitarfélaga. Börn með greiningar þurfi meiri stuðning innan skólakerfisins á Íslandi. „Ég á þrjú börn og yngsta barnið mitt fæðist mjög veikt, verður fyrir súrefnisskorti í fæðingu og það er jafnvel haldið að það sé að valda því að hann glímir við ákveðna erfiðleika í dag,“ segir Alma Björk Ástþórsdóttir í nýjasta þættinum af Spjallið með Góðvild hér á Vísi. Alma segir að hún hafi upplifað skilningsleysi og úrræðaleysi í samfélaginu og skólakerfinu. „Ég get nánast sagt að við gengum á vegg.“ Að hennar mati er skóli án aðgreiningar ekki að virka fyrir börnin eins og þetta er sett upp í dag. Eftir að fylgjast með umræðunni um þetta á Alþingi, ákvað Alma Björg að stíga fram og segja frá þeirra reynslu. Alma er laganemi og hefur birt aðsendar greinar á Vísi um þennan málaflokk. Skelfilegar afleiðingar Hún stofnaði svo Facebook hópinn Sagan okkar í samvinnu við Árdísi Rut H. Einarsdóttur verkefnastjóra fræðslumála hjá ADHD-samtökunum. Sonur Ölmu er með ADHD, óyrta námserfiðleika og hljóðkerfisröskun. „Svo er hann náttúrulega búinn að þróa með sér kvíða í öllu þessu.“ Drengurinn er einnig með mótþróaþrjóskuröskun og mjög hvatvís. Í leikskóla voru ákveðnar viðvörunarbjöllur farnar að hringja og ljóst að hann þyrfti greiningu en þá var biðin tvö ár. „Sem við vorum ekki tilbúin til þess að bíða eftir því hann var líka byrjaður að sýna ofbeldi. Hann var að slá þannig að við ákváðum að kosta sjálf greiningu svo við fengjum hana strax.“ Alma Björg segir að þau hafi fengið greiningar fljótt og í kjölfarið mikinn stuðning í leikskólanum. Þetta fannst henni breytast eftir að drengurinn færðist yfir á grunnskólastig þrátt fyrir fund með leikskólanum og skólanum til þess að fara yfir greiningarnar og þörfina á stuðningi og einstaklingssnámskrá. „Þegar hann kemur í skólann þá er enginn stuðningur tilbúinn. Hann byrjar bara þarna eins og öll hin, í stórum skóla í fjörutíu manna bekk og þetta hafði skelfilegar afleiðingar.“ Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Spjallið með Góðvild - Alma Björk Ástþórsdóttir Troðið í einhvern kassa Hún segist oft hugsa til þess hvernig allt væri í dag ef skólagangan hefði byrjað öðruvísi. „Þegar þau byrja svona illa þá eru þau stimpluð og þessi stimpill hann bara fer ekki, útskýrir Alma Björg. Drengurinn fær í dag stuðning allan skóladaginn og þarf aldrei að vera einn. Alma telur að það þurfi að gera breytingar fyrir skólabörn með greiningar. Nefnir hún sem dæmi að stúlka með aspergers greiningu var dæmd til að greiða skaðabætur vegna atviks í skólanum þar sem kennari slasast. Foreldrar hennar þurftu svo að greiða bæturnar. „Þarna er henni troðið í skóla án aðgreiningar, hún á að fara í þennan kassa, skólinn á að mæta henni en það tekst ekki og það brýst svona út og þá er henni kennt um. Hvernig geta yfirvöld sett öll börn í skóla án aðgreiningar og svo bara frýjað sig allri ábyrgð þegar það fer illa.“ Vanræksla á þessum börnum Í pistlum sínum talar Alma um vanrækslu af hálfu ríkisins og sveitarfélaga. „Það leiðir til þess að ákveðnir starfsmenn innan skóla sína vanrækslu af því að þeir hafa ekki úrræði eða þekkingu eða neitt.“ Hún segir mikilvægt að gera breytingar sem allra fyrst. „Þeir loka flestum sérskólum og öll þessi börn fara inn í hverfisskólana. Einstaka skólar eru með sérdeildir og einstaka skólar eru nógu stórir til að geta ráðið sérfræðinga.“ Alma stefnir á málaferli til þess að berjast fyrir réttindum þessara barna. „Fólk er bara búið að fá nóg þannig að ég er ansi vongóð um að það fari mál af stað.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Spjallið með Góðvild Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Af hverju mega yfirvöld vanrækja barnið mitt? Í siðmenntuðu samfélagi er vanræksla barna ekki liðin. Samkvæmt lögum ber að tilkynna grun um slíkt til barnaverndar. Hvernig stendur þá á því að yfirvöld megi vanrækja barnið mitt? 1. maí 2021 15:00 Þú ofvirki….hysjaðu bara upp um þig brækurnar! Þetta var svona nánast það sem mátti lesa út úr pistli sem Friðrik Agni skrifaði um ADHD og greiningar. 24. apríl 2021 12:31 Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Kvöddu með stæl Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Feluleikur hjá GameTíví Leikjavísir Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Fleiri fréttir Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Sjá meira
„Ég á þrjú börn og yngsta barnið mitt fæðist mjög veikt, verður fyrir súrefnisskorti í fæðingu og það er jafnvel haldið að það sé að valda því að hann glímir við ákveðna erfiðleika í dag,“ segir Alma Björk Ástþórsdóttir í nýjasta þættinum af Spjallið með Góðvild hér á Vísi. Alma segir að hún hafi upplifað skilningsleysi og úrræðaleysi í samfélaginu og skólakerfinu. „Ég get nánast sagt að við gengum á vegg.“ Að hennar mati er skóli án aðgreiningar ekki að virka fyrir börnin eins og þetta er sett upp í dag. Eftir að fylgjast með umræðunni um þetta á Alþingi, ákvað Alma Björg að stíga fram og segja frá þeirra reynslu. Alma er laganemi og hefur birt aðsendar greinar á Vísi um þennan málaflokk. Skelfilegar afleiðingar Hún stofnaði svo Facebook hópinn Sagan okkar í samvinnu við Árdísi Rut H. Einarsdóttur verkefnastjóra fræðslumála hjá ADHD-samtökunum. Sonur Ölmu er með ADHD, óyrta námserfiðleika og hljóðkerfisröskun. „Svo er hann náttúrulega búinn að þróa með sér kvíða í öllu þessu.“ Drengurinn er einnig með mótþróaþrjóskuröskun og mjög hvatvís. Í leikskóla voru ákveðnar viðvörunarbjöllur farnar að hringja og ljóst að hann þyrfti greiningu en þá var biðin tvö ár. „Sem við vorum ekki tilbúin til þess að bíða eftir því hann var líka byrjaður að sýna ofbeldi. Hann var að slá þannig að við ákváðum að kosta sjálf greiningu svo við fengjum hana strax.“ Alma Björg segir að þau hafi fengið greiningar fljótt og í kjölfarið mikinn stuðning í leikskólanum. Þetta fannst henni breytast eftir að drengurinn færðist yfir á grunnskólastig þrátt fyrir fund með leikskólanum og skólanum til þess að fara yfir greiningarnar og þörfina á stuðningi og einstaklingssnámskrá. „Þegar hann kemur í skólann þá er enginn stuðningur tilbúinn. Hann byrjar bara þarna eins og öll hin, í stórum skóla í fjörutíu manna bekk og þetta hafði skelfilegar afleiðingar.“ Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Spjallið með Góðvild - Alma Björk Ástþórsdóttir Troðið í einhvern kassa Hún segist oft hugsa til þess hvernig allt væri í dag ef skólagangan hefði byrjað öðruvísi. „Þegar þau byrja svona illa þá eru þau stimpluð og þessi stimpill hann bara fer ekki, útskýrir Alma Björg. Drengurinn fær í dag stuðning allan skóladaginn og þarf aldrei að vera einn. Alma telur að það þurfi að gera breytingar fyrir skólabörn með greiningar. Nefnir hún sem dæmi að stúlka með aspergers greiningu var dæmd til að greiða skaðabætur vegna atviks í skólanum þar sem kennari slasast. Foreldrar hennar þurftu svo að greiða bæturnar. „Þarna er henni troðið í skóla án aðgreiningar, hún á að fara í þennan kassa, skólinn á að mæta henni en það tekst ekki og það brýst svona út og þá er henni kennt um. Hvernig geta yfirvöld sett öll börn í skóla án aðgreiningar og svo bara frýjað sig allri ábyrgð þegar það fer illa.“ Vanræksla á þessum börnum Í pistlum sínum talar Alma um vanrækslu af hálfu ríkisins og sveitarfélaga. „Það leiðir til þess að ákveðnir starfsmenn innan skóla sína vanrækslu af því að þeir hafa ekki úrræði eða þekkingu eða neitt.“ Hún segir mikilvægt að gera breytingar sem allra fyrst. „Þeir loka flestum sérskólum og öll þessi börn fara inn í hverfisskólana. Einstaka skólar eru með sérdeildir og einstaka skólar eru nógu stórir til að geta ráðið sérfræðinga.“ Alma stefnir á málaferli til þess að berjast fyrir réttindum þessara barna. „Fólk er bara búið að fá nóg þannig að ég er ansi vongóð um að það fari mál af stað.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Spjallið með Góðvild Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Af hverju mega yfirvöld vanrækja barnið mitt? Í siðmenntuðu samfélagi er vanræksla barna ekki liðin. Samkvæmt lögum ber að tilkynna grun um slíkt til barnaverndar. Hvernig stendur þá á því að yfirvöld megi vanrækja barnið mitt? 1. maí 2021 15:00 Þú ofvirki….hysjaðu bara upp um þig brækurnar! Þetta var svona nánast það sem mátti lesa út úr pistli sem Friðrik Agni skrifaði um ADHD og greiningar. 24. apríl 2021 12:31 Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Kvöddu með stæl Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Feluleikur hjá GameTíví Leikjavísir Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Fleiri fréttir Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Sjá meira
Af hverju mega yfirvöld vanrækja barnið mitt? Í siðmenntuðu samfélagi er vanræksla barna ekki liðin. Samkvæmt lögum ber að tilkynna grun um slíkt til barnaverndar. Hvernig stendur þá á því að yfirvöld megi vanrækja barnið mitt? 1. maí 2021 15:00
Þú ofvirki….hysjaðu bara upp um þig brækurnar! Þetta var svona nánast það sem mátti lesa út úr pistli sem Friðrik Agni skrifaði um ADHD og greiningar. 24. apríl 2021 12:31
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið