Hálfur álfur í Hellisgerði á sjómannadaginn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. júní 2021 12:01 Álfar taka yfir Hellisgerði á sunnudag. Landsmenn bíða margir spenntir eftir hátíðahöldum sumarsins eftir langan og óvenjulegan vetur. Það eru þó ekki eingöngu mennskir Íslendingar sem hlakka til að sletta úr klaufunum, sjálfir álfarnir í Hellisgerði í Hafnarfirði virðast hafa fengið nóg af slökun og bjóða því til mikillar gleði í garðinum á sunnudaginn. „Vinirnir Þorri og Þura elska veislur enda finnst þeim fátt skemmtilegra en að syngja og skemmta á sviði,“ segir barnabókahöfundurinn Bergrún Íris sem þekkir álfana orðið vel. „Þau eru fyrstu álfarnir sem ég kynnist persónulega og þau hafa alls ekki valdið vonbrigðum, enda með eindæmum kát og hress. Ég var svo heppin að fá að teikna myndir í bókina Þorri og Þura - tjaldferðalagið, en bókinni fylgir tónlist, myndir til að lita og meira að segja spil fyrir sumarfríið! Þessir álfar kunna greinilega að hugsa út fyrir kassann þegar kemur að barnabókum,“ segir Bergrún og hlær. „Þorri er að vísu hálfur álfur, eins og segir í samnefndum slagara þeirra vina.“ Álfar á vappi Nóg verður um spennandi viðburði í Hafnarfirði þennan dag, enda fagna bæjarbúar Sjómannadeginum gjarnan með þó nokkurri viðhöfn. „Jú, það verður auðvitað dagskrá á höfninni, opið í Íshúsi Hafnarfjarðar þar sem hægt er að skoða vinnustofur listamanna og fleira skemmtilegt í boði. Bærinn minn klikkar ekki þegar kemur að menningartengdum viðburðum,“ segir Bergrún Íris, stolt af heimabænum. Sjálf var hún valin bæjarlistamaður ársins 2020 og kann hvergi betur við sig. Bergrún Íris barnabókahöfundur teiknaði Þorra og Þuru fyrir bókina Tjaldferðalagið. „Hvar annars staðar en í Hafnarfirði finnurðu einn og hálfan álf á vappi? Þau Þorri og Þura eru komin í mikinn veislugír, byrjuð að hita upp raddböndin og stilla strengina. Mér skilst að afi hans Þorra muni líka láta sjá sig í tilefni dagsins, en hann er einmitt sjómað … sjóálfur.“ segir Bergrún og leiðréttir sig hlæjandi. Viðburðurinn hefst klukkan 14 með skemmtiatriði í boði Þorra og Þuru. „Svo verður blöðrulistamaður á svæðinu með litrík blöðrudýr fyrir börnin. Ég ætla að tjalda og koma mér fyrir með litina mína. Þá get ég sent glaða krakka heim með persónulegar teikningar í hverri bók. Kannski teikna ég álfaútgáfu af öllum veislugestunum, ef krakkarnir vilja vita hvernig þau líta út sem hálfur álfur.“ segir Bergrún glöð að lokum. Börn og uppeldi Hafnarfjörður Sjómannadagurinn Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
„Vinirnir Þorri og Þura elska veislur enda finnst þeim fátt skemmtilegra en að syngja og skemmta á sviði,“ segir barnabókahöfundurinn Bergrún Íris sem þekkir álfana orðið vel. „Þau eru fyrstu álfarnir sem ég kynnist persónulega og þau hafa alls ekki valdið vonbrigðum, enda með eindæmum kát og hress. Ég var svo heppin að fá að teikna myndir í bókina Þorri og Þura - tjaldferðalagið, en bókinni fylgir tónlist, myndir til að lita og meira að segja spil fyrir sumarfríið! Þessir álfar kunna greinilega að hugsa út fyrir kassann þegar kemur að barnabókum,“ segir Bergrún og hlær. „Þorri er að vísu hálfur álfur, eins og segir í samnefndum slagara þeirra vina.“ Álfar á vappi Nóg verður um spennandi viðburði í Hafnarfirði þennan dag, enda fagna bæjarbúar Sjómannadeginum gjarnan með þó nokkurri viðhöfn. „Jú, það verður auðvitað dagskrá á höfninni, opið í Íshúsi Hafnarfjarðar þar sem hægt er að skoða vinnustofur listamanna og fleira skemmtilegt í boði. Bærinn minn klikkar ekki þegar kemur að menningartengdum viðburðum,“ segir Bergrún Íris, stolt af heimabænum. Sjálf var hún valin bæjarlistamaður ársins 2020 og kann hvergi betur við sig. Bergrún Íris barnabókahöfundur teiknaði Þorra og Þuru fyrir bókina Tjaldferðalagið. „Hvar annars staðar en í Hafnarfirði finnurðu einn og hálfan álf á vappi? Þau Þorri og Þura eru komin í mikinn veislugír, byrjuð að hita upp raddböndin og stilla strengina. Mér skilst að afi hans Þorra muni líka láta sjá sig í tilefni dagsins, en hann er einmitt sjómað … sjóálfur.“ segir Bergrún og leiðréttir sig hlæjandi. Viðburðurinn hefst klukkan 14 með skemmtiatriði í boði Þorra og Þuru. „Svo verður blöðrulistamaður á svæðinu með litrík blöðrudýr fyrir börnin. Ég ætla að tjalda og koma mér fyrir með litina mína. Þá get ég sent glaða krakka heim með persónulegar teikningar í hverri bók. Kannski teikna ég álfaútgáfu af öllum veislugestunum, ef krakkarnir vilja vita hvernig þau líta út sem hálfur álfur.“ segir Bergrún glöð að lokum.
Börn og uppeldi Hafnarfjörður Sjómannadagurinn Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira