Embætti ríkissaksóknara í Þýskalandi greindi frá ákærunni í morgun. „Embætti ríkissaksóknara ákærir Winterkorn fyrir að hafa borið ljúgvitni fyrir rannsóknarnefnd þingsins um útblástur dísilbíla 19. janúar 2017,“ sagði í yfirlýsingunni.
Winterkorn hélt því fram að hann hafi fyrst í september 2015 fengið upplýsingar um ólöglegan búnað í dísilbílum Volkswagen, en ljóst þykir að hann hafi þegar verið upplýstur í maí sama ár.
Útblásturshneykslið sneri að því að ákveðnar tegundir dísilbíla fyrirtækisins voru útbúnar sérstökum svindlhugbúnaði sem gerði það að verkum að útblástur mældist minni í mælingarprófum en hann var í raun og veru.
Greint var frá því á sunnudaginn að Winterkorn og Volkswagen hafi náð samkomulagi sín á milli sem felur í sér að Winterkorn greiði Volkswagen 10 milljóna evra, um 1,5 milljarða íslenskra króna vegna málsins.