Sek um duldar auglýsingar en skilgreinir sig ekki sem áhrifavald Snorri Másson skrifar 15. júní 2021 14:15 Kristín Pétursdóttir leikkona hefur verið áminnt af Neytendastofu fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum. Borgarleikhúsið/Mæður Kristín Pétursdóttir leikkona hefur gerst sek um auglýsa á Instagram-síðu sinni án þess að fram komi með skýrum hætti að um auglýsingar sé að ræða. Fjallað er um auglýsingar Kristínar í nýrri ákvörðun Neytendastofu. Stofnunin hefur kannað umfjöllun og auglýsingar Kristínar aftur í tímann og niðurstaðan er sú að Kristín hafi með villandi viðskiptaháttum brotið gegn lögum um markaðssetningu. Neytendastofu bárust ábendingar vegna umfjöllunar Kristínar um margvíslegar vörur og þjónustu. Í sumum tilvikum gengst Kristín við því að hafa kynnt vörurnar eftir að hafa fengið þær frítt, en ekki tilgreint það sérstaklega. Fyrirtækin sem Kristín auglýsti fyrir með villandi hætti að mati stofunnar eru Gallerí 17/NTC, Húrra Reykjavík, Nola, Yuzu Burger, Blómahönnun, Reykjavík Meat og verslunin Petit. Kristín er með 21.000 fylgjendur á Instagram. Kristín segir í svari sínu til stofunnar að hún skilgreini sig ekki sem áhrifavald, heldur sé hún fyrst og fremst leikkona. Hafi fyrirtæki samband við hana og versli hún þegar við það, komi það þó fyrir að hún taki samstarfinu. View this post on Instagram A post shared by Kristín Pétursdóttir (@kristinpeturs) Kristín tekur að eigin sögn ávallt fram að um samstarf sé að ræða, en auðvitað verði stundum mannleg mistök í flýti. Hún ætlar að bæta sig, segir hún. Loks sé Ísland lítið land og hún eigi fjölskyldu og vini sem eigi fyrirtæki sem gefi afslátt og þá hafi hún jafnvel merkt fyrirtæki af frændsemi. Flest málanna sem bárust til Neytendastofu reyndust dæmi um þetta. Ókeypis máltíðir en engin merking Á meðal auglýsinga Kristínar var samstarf við Gallerí 17. Þar merkti hún í upphafi herferðarinnar að um samstarf væri að ræða en lét duga að hafa það aðeins í byrjun. Það þótti Neytendastofu ekki fullnægjandi. Þá þáði Kristín máltíðir frá Yuzu og Reykjavík Meat gefins, en henni láðist að taka fram þegar hún birti myndir af þeim á samfélagsmiðlum að um gjöf hefði verið að ræða. Kristín lofar bót og betrun. Aldrei hafi verið ætlunin að villa neinum sýn með duldum auglýsingum og því sé lofað að betur verið staðið að merkingum í framtíðinni ef um gjafir eða afslætti sé að ræða. Neytendastofa tiltekur sérstaklega í lok ákvörðunar sinnar að Kristínu sé bannað að birta auglýsingar með þessum hætti og að verði ekki farið að því banni, verði leikkonan sektuð. Neytendastofa hefur sektarheimildir upp á tíu milljónir en þeim er yfirleitt ekki beitt við fyrsta brot. Fjöldi annarra áhrifavalda hefur lent í Neytendastofu með svipuðum hætti, eins og Emmsjé Gauti, Sólrún Diego, Fanney Ingvarsdóttir, Svana Lovísa á Trendnet og Tinna Alavis. Í ákvörðun Neytendastofu kemur fram að merking við auglýsingu þurfi að koma fram strax í byrjun færslunnar svo neytandinn átti sig á því áður en hann les eða horfir á hana að hún sé auglýsing. Merkingin þarf að vera vel staðsett, hafa nægjanlega stórt letur og vera í skýrum lit. Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Hugsanlegt að börn áhrifavalda njóti ekki friðhelgi einkalífs Unnur Sif Hjartardóttir skoðaði hvort áhrifavaldar séu að brjóta lög með því að nota börnin sín í markaðsefni. 2. febrúar 2020 07:00 Segir Neytendastofu reyna að nota hann til að hræða aðra áhrifavalda Emmsjé Gauti, sem heitir Gauti Þeyr Másson, segist ekki reyna að neita því að hann sé á samningi hjá Heklu. Hann segist telja lögin varðandi auglýsingar á samfélagsmiðlum vera götótt, enda sé um nýtt fyrirbæri að ræða, og gerir út á "rannsóknarvinnu“ Neytendastofu. 8. apríl 2019 18:27 Sólrún Diego og Tinna Alavis brutu lög með duldum auglýsingum Sólrúnu Lilju Diego Elmarsdóttur og Tinnu Alavisdóttur hefur verið gert að hætta birtingu duldra auglýsinga á samfélagsmiðlum. 26. nóvember 2019 13:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira
Fjallað er um auglýsingar Kristínar í nýrri ákvörðun Neytendastofu. Stofnunin hefur kannað umfjöllun og auglýsingar Kristínar aftur í tímann og niðurstaðan er sú að Kristín hafi með villandi viðskiptaháttum brotið gegn lögum um markaðssetningu. Neytendastofu bárust ábendingar vegna umfjöllunar Kristínar um margvíslegar vörur og þjónustu. Í sumum tilvikum gengst Kristín við því að hafa kynnt vörurnar eftir að hafa fengið þær frítt, en ekki tilgreint það sérstaklega. Fyrirtækin sem Kristín auglýsti fyrir með villandi hætti að mati stofunnar eru Gallerí 17/NTC, Húrra Reykjavík, Nola, Yuzu Burger, Blómahönnun, Reykjavík Meat og verslunin Petit. Kristín er með 21.000 fylgjendur á Instagram. Kristín segir í svari sínu til stofunnar að hún skilgreini sig ekki sem áhrifavald, heldur sé hún fyrst og fremst leikkona. Hafi fyrirtæki samband við hana og versli hún þegar við það, komi það þó fyrir að hún taki samstarfinu. View this post on Instagram A post shared by Kristín Pétursdóttir (@kristinpeturs) Kristín tekur að eigin sögn ávallt fram að um samstarf sé að ræða, en auðvitað verði stundum mannleg mistök í flýti. Hún ætlar að bæta sig, segir hún. Loks sé Ísland lítið land og hún eigi fjölskyldu og vini sem eigi fyrirtæki sem gefi afslátt og þá hafi hún jafnvel merkt fyrirtæki af frændsemi. Flest málanna sem bárust til Neytendastofu reyndust dæmi um þetta. Ókeypis máltíðir en engin merking Á meðal auglýsinga Kristínar var samstarf við Gallerí 17. Þar merkti hún í upphafi herferðarinnar að um samstarf væri að ræða en lét duga að hafa það aðeins í byrjun. Það þótti Neytendastofu ekki fullnægjandi. Þá þáði Kristín máltíðir frá Yuzu og Reykjavík Meat gefins, en henni láðist að taka fram þegar hún birti myndir af þeim á samfélagsmiðlum að um gjöf hefði verið að ræða. Kristín lofar bót og betrun. Aldrei hafi verið ætlunin að villa neinum sýn með duldum auglýsingum og því sé lofað að betur verið staðið að merkingum í framtíðinni ef um gjafir eða afslætti sé að ræða. Neytendastofa tiltekur sérstaklega í lok ákvörðunar sinnar að Kristínu sé bannað að birta auglýsingar með þessum hætti og að verði ekki farið að því banni, verði leikkonan sektuð. Neytendastofa hefur sektarheimildir upp á tíu milljónir en þeim er yfirleitt ekki beitt við fyrsta brot. Fjöldi annarra áhrifavalda hefur lent í Neytendastofu með svipuðum hætti, eins og Emmsjé Gauti, Sólrún Diego, Fanney Ingvarsdóttir, Svana Lovísa á Trendnet og Tinna Alavis. Í ákvörðun Neytendastofu kemur fram að merking við auglýsingu þurfi að koma fram strax í byrjun færslunnar svo neytandinn átti sig á því áður en hann les eða horfir á hana að hún sé auglýsing. Merkingin þarf að vera vel staðsett, hafa nægjanlega stórt letur og vera í skýrum lit.
Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Hugsanlegt að börn áhrifavalda njóti ekki friðhelgi einkalífs Unnur Sif Hjartardóttir skoðaði hvort áhrifavaldar séu að brjóta lög með því að nota börnin sín í markaðsefni. 2. febrúar 2020 07:00 Segir Neytendastofu reyna að nota hann til að hræða aðra áhrifavalda Emmsjé Gauti, sem heitir Gauti Þeyr Másson, segist ekki reyna að neita því að hann sé á samningi hjá Heklu. Hann segist telja lögin varðandi auglýsingar á samfélagsmiðlum vera götótt, enda sé um nýtt fyrirbæri að ræða, og gerir út á "rannsóknarvinnu“ Neytendastofu. 8. apríl 2019 18:27 Sólrún Diego og Tinna Alavis brutu lög með duldum auglýsingum Sólrúnu Lilju Diego Elmarsdóttur og Tinnu Alavisdóttur hefur verið gert að hætta birtingu duldra auglýsinga á samfélagsmiðlum. 26. nóvember 2019 13:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira
Hugsanlegt að börn áhrifavalda njóti ekki friðhelgi einkalífs Unnur Sif Hjartardóttir skoðaði hvort áhrifavaldar séu að brjóta lög með því að nota börnin sín í markaðsefni. 2. febrúar 2020 07:00
Segir Neytendastofu reyna að nota hann til að hræða aðra áhrifavalda Emmsjé Gauti, sem heitir Gauti Þeyr Másson, segist ekki reyna að neita því að hann sé á samningi hjá Heklu. Hann segist telja lögin varðandi auglýsingar á samfélagsmiðlum vera götótt, enda sé um nýtt fyrirbæri að ræða, og gerir út á "rannsóknarvinnu“ Neytendastofu. 8. apríl 2019 18:27
Sólrún Diego og Tinna Alavis brutu lög með duldum auglýsingum Sólrúnu Lilju Diego Elmarsdóttur og Tinnu Alavisdóttur hefur verið gert að hætta birtingu duldra auglýsinga á samfélagsmiðlum. 26. nóvember 2019 13:00