„Á gamals aldri þótti honum rétt að hefjast handa við barneignir og hefur nú eignast sjö hvolpa í tveimur gotum, skrifar Bjarni í færslu á Facebook. Með færslunni birti hann mynd af Bó ásamt hvolpinum Sushi.
„Við vorum svo heppin að fá eitt afkvæmið í fjölskylduna, þegar Sushi litla flutti heim til Margrétar dóttur okkar á dögunum. Eins og sjá má er talsverður svipur með þeim feðginum.“