Antetokounmpo áhorfandi þegar Milwaukee tók forystuna Sindri Sverrisson skrifar 2. júlí 2021 07:31 Khris Middleton kemur boltanum í körfuna. AP/Aaron Gash Milwaukee Bucks eru einum sigri frá því að komast í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta, gegn Phoenix Suns, eftir að hafa unnið Atlanta Hawks í nótt, 123-112. Milwaukee lék án Giannis Antetokounmpo eftir að Grikkinn magnaði, sem tvívegis hefur verið valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar, meiddist í hné í fjórða leik einvígisins. Giannis Antetokounmpo fylgdist með leiknum í nótt en gat ekki tekið þátt.AP/Curtis Compton Félagar hans kepptust við að fylla í skarðið og sáu til þess að Milwaukee er nú 3-2 yfir í einvíginu. Næsti leikur er í Atlanta á laugardaginn þar sem heimamenn verða að vinna til að knýja fram oddaleik. Atlanta var sömuleiðis án sinnar stærstu stjörnu í nótt, annan leikinn í röð, því Trae Young er enn að jafna sig í fætinum eftir að hafa óvart stigið á dómara í leik þrjú. Í fjarveru Antetokounmpo skoruðu fjórir leikmenn Milwaukee að minnsta kosti 22 stig hver í leiknum. Brook Lopez skoraði flest eða 33 stig, fleiri en hann hefur gert í leik í úrslitakeppni. Khris Middleton skoraði 26, Jrue Holiday 25 og Bobby Portis 22. Middleton var líka með 13 fráköst og átta stoðsendingar, og Holiday með 13 stoðsendingar og sex fráköst. Middleton, Holiday help the @Bucks take a 3-2 lead in the #NBAECF presented by AT&T! #NBAPlayoffs @Khris22m: 26 PTS, 13 REB, 8 AST@Jrue_Holiday11: 25 PTS, 13 ASTGame 6: Sat, 8:30pm/et, TNT pic.twitter.com/TgxZp5QWCf— NBA (@NBA) July 2, 2021 „Við vissum hvaða stöðu við værum í, án eins besta leikmanns í heiminum,“ sagði Porter. „Aðrir urð því að stækka sitt hlutverk. Það gerðu menn og skiluðu sínu fullkomlega.“ Milwaukee komst í 30-10 í nótt og lenti aldrei undir í leiknum, eftir að hafa aldrei komist yfir í leik fjögur í einvíginu. Nate McMillan, þjálfari Atlanta, kvaðst eiga von á því að það yrði ákveðið á morgun hvort að Young væri klár í slaginn. Mike Budenholzer, þjálfari Milwaukee, gaf ekkert uppi um hvort Antetokounmpo gæti spilað á morgun. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Sjá meira
Milwaukee lék án Giannis Antetokounmpo eftir að Grikkinn magnaði, sem tvívegis hefur verið valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar, meiddist í hné í fjórða leik einvígisins. Giannis Antetokounmpo fylgdist með leiknum í nótt en gat ekki tekið þátt.AP/Curtis Compton Félagar hans kepptust við að fylla í skarðið og sáu til þess að Milwaukee er nú 3-2 yfir í einvíginu. Næsti leikur er í Atlanta á laugardaginn þar sem heimamenn verða að vinna til að knýja fram oddaleik. Atlanta var sömuleiðis án sinnar stærstu stjörnu í nótt, annan leikinn í röð, því Trae Young er enn að jafna sig í fætinum eftir að hafa óvart stigið á dómara í leik þrjú. Í fjarveru Antetokounmpo skoruðu fjórir leikmenn Milwaukee að minnsta kosti 22 stig hver í leiknum. Brook Lopez skoraði flest eða 33 stig, fleiri en hann hefur gert í leik í úrslitakeppni. Khris Middleton skoraði 26, Jrue Holiday 25 og Bobby Portis 22. Middleton var líka með 13 fráköst og átta stoðsendingar, og Holiday með 13 stoðsendingar og sex fráköst. Middleton, Holiday help the @Bucks take a 3-2 lead in the #NBAECF presented by AT&T! #NBAPlayoffs @Khris22m: 26 PTS, 13 REB, 8 AST@Jrue_Holiday11: 25 PTS, 13 ASTGame 6: Sat, 8:30pm/et, TNT pic.twitter.com/TgxZp5QWCf— NBA (@NBA) July 2, 2021 „Við vissum hvaða stöðu við værum í, án eins besta leikmanns í heiminum,“ sagði Porter. „Aðrir urð því að stækka sitt hlutverk. Það gerðu menn og skiluðu sínu fullkomlega.“ Milwaukee komst í 30-10 í nótt og lenti aldrei undir í leiknum, eftir að hafa aldrei komist yfir í leik fjögur í einvíginu. Nate McMillan, þjálfari Atlanta, kvaðst eiga von á því að það yrði ákveðið á morgun hvort að Young væri klár í slaginn. Mike Budenholzer, þjálfari Milwaukee, gaf ekkert uppi um hvort Antetokounmpo gæti spilað á morgun. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Sjá meira