Uppstrílaðir skrattakollar gefa sig á vald glundroðanum Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 30. júlí 2021 16:36 Skrattar láta öllum illum látum í nýju myndbandi. aðsent Ólátaþrjótarnir í Skröttum komu út úr síðustu bylgju Covid af alefli með stappfullum tónleikum á nýopnuðu Húrra fyrir tveimur vikum síðan. Fylgdu því svo eftir með reifi á Flateyri liðna helgi, síðasta kvöldið áður en að takmarkanir skullu aftur á. Bæði tvennt var haldið í samfloti við teknótarfinn Bjarka en platan Hellraiser IV sem vænta má frá Skröttunum þann 20. ágúst er gefin út af plötuútgáfunni sem hann stofnaði, bbbbbb recors. Í dag kemur út smáskífa af plötunni ásamt meðfylgjandi myndbandi. Lagið ber titilinn Ógisslegt og er samkvæmt Karli Ställborn, öðrum stofnenda Skratta, eitt pönkaðasta lagið á plötunni. Myndbandinu er leikstýrt af Frosta Jóni Runólfssyni og Sölva Magnússyni, en sá síðarnefndi heldur þéttingsfast um míkrófóninn innan raða Skrattanna. Klippa: Skrattar - Ógisslegt „Hugmyndin á bak við myndbandið og andrúmsloftið í því á rætur að rekja til stemningarinnar á 50s James Brown tónleikum; við sjáum band, söngvara, klassísk hljóðfæri á sviði, á trommunni stendur „The Skrattar“ og myndbandið gefur okkur þá tilfinningu að við séum að fylgjast með heilum tónleikum,“ segir Karl um myndbandið. „Í byrjun birtast vatnsgreiddir Skrattar í fullum skrúða, uppstrílaðir og jakkafataklæddir í stífpússuðum skóm,“ heldur hann áfram. „Fyrr en varir eru strákarnir farnir að rífa sig úr spjörunum og láta öllum illum látum, orðnir kófsveittir og hömlulausir, glundroði ræður ríkjum á sviðinu þar sem confetti springur, hundurinn Chopper spígsporar um og loks stendur allt í ljósum logum.“ Myndbandið er tekið upp af áðurnefndum Frosta og Valdimari Jóhannessyni og um klippingu sá Frosti. Frosti Jón hefur marga fjöruna sopið í myndbandagerð, en hann vann m.a. Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir besta myndbandið í fyrra fyrir lagið Sumarið sem aldrei kom með Jónsa. Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Bæði tvennt var haldið í samfloti við teknótarfinn Bjarka en platan Hellraiser IV sem vænta má frá Skröttunum þann 20. ágúst er gefin út af plötuútgáfunni sem hann stofnaði, bbbbbb recors. Í dag kemur út smáskífa af plötunni ásamt meðfylgjandi myndbandi. Lagið ber titilinn Ógisslegt og er samkvæmt Karli Ställborn, öðrum stofnenda Skratta, eitt pönkaðasta lagið á plötunni. Myndbandinu er leikstýrt af Frosta Jóni Runólfssyni og Sölva Magnússyni, en sá síðarnefndi heldur þéttingsfast um míkrófóninn innan raða Skrattanna. Klippa: Skrattar - Ógisslegt „Hugmyndin á bak við myndbandið og andrúmsloftið í því á rætur að rekja til stemningarinnar á 50s James Brown tónleikum; við sjáum band, söngvara, klassísk hljóðfæri á sviði, á trommunni stendur „The Skrattar“ og myndbandið gefur okkur þá tilfinningu að við séum að fylgjast með heilum tónleikum,“ segir Karl um myndbandið. „Í byrjun birtast vatnsgreiddir Skrattar í fullum skrúða, uppstrílaðir og jakkafataklæddir í stífpússuðum skóm,“ heldur hann áfram. „Fyrr en varir eru strákarnir farnir að rífa sig úr spjörunum og láta öllum illum látum, orðnir kófsveittir og hömlulausir, glundroði ræður ríkjum á sviðinu þar sem confetti springur, hundurinn Chopper spígsporar um og loks stendur allt í ljósum logum.“ Myndbandið er tekið upp af áðurnefndum Frosta og Valdimari Jóhannessyni og um klippingu sá Frosti. Frosti Jón hefur marga fjöruna sopið í myndbandagerð, en hann vann m.a. Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir besta myndbandið í fyrra fyrir lagið Sumarið sem aldrei kom með Jónsa.
Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira