Eyjamenn skemmta sér í hvítum tjöldum úti í garði Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 31. júlí 2021 15:00 Hvítu tjöldin voru sett upp í ár og hér stendur Svava Kristín fyrir framan eitt þeirra. Tjöldin eru aftur á móti ekki í Herjólfsdal heldur úti í garði hjá Eyjamönnum. Heimatilbúin Þjóðhátíð fer nú fram í Vestmannaeyjum. Heimamenn halda í hefðirnar og gestir eru boðnir velkomnir enda næg tjaldstæði laus. „Við reynum að gera það besta úr stöðunni. Við höfum gaman í litlum hópum í nær öllum görðum eyjunnar,“ segir Svava Kristín Gretarsdóttir, íþróttafréttamaður fréttastofu og Eyjamær en hún er að sjálfsögðu stödd í sínum heimabæ yfir verslunarmannahelgina og fréttastofa heyrði í henni hljóðið í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Mjög margir settu upp hvítu tjöldin í görðunum sínum. Við höldum Þjóðhátíð þrátt fyrir að vera ekki í Herjólfsdal. Það var setningarkaffi í gær og Þjóðhátíðin formlega sett. Það mátti heyra í flugeldum og svo eru auðvitað lundaveislur, kjötsúpa og annað. Við höldum í allar hefðir.“ Meiri hræðsla í fyrra Annað árið í röð er Þjóðhátíð ekki haldin í Herjólfsdal vegna samkomutakmarkanna. Svava Kristín segir þó meiri stemningu ríkja nú en í fyrra. „Í fyrra var meiri hræðsla. Við vissum ekki alveg hvað við værum að glíma við og bjuggumst bara við að fá okkar Þjóðhátíð á næsta ári. En núna erum við að missa Þjóðhátíð aftur og reynum bara að gera það besta úr þessu. En við fylgjum öllum reglum að sjálfsögðu. Það tekur enginn garður tvö hundruð manns þannig að þetta eru 50-60 manna hópar að skemmta sér saman.“ Svava viðurkennir þó að auðvitað ríki sorg hjá Eyjamönnum enda vilji þeir helst halda Þjóðhátíð í dalnum þar sem allir geta verið saman. Ljúfir endurfundir eru þó huggun harmi gegn. Eyjamenn hafa verið að koma „heim“ síðustu daga auk fjölmargra gesta. „Og það er bara geggjað. Við fögnum því að fá sem flesta og ég vona að það komi enn fleiri í dag og njóti þess að vera í Eyjum. Það er svo mikið líf og geggjað veður og stemning alls staðar!“ Samkomubann á Íslandi Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Sjá meira
„Við reynum að gera það besta úr stöðunni. Við höfum gaman í litlum hópum í nær öllum görðum eyjunnar,“ segir Svava Kristín Gretarsdóttir, íþróttafréttamaður fréttastofu og Eyjamær en hún er að sjálfsögðu stödd í sínum heimabæ yfir verslunarmannahelgina og fréttastofa heyrði í henni hljóðið í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Mjög margir settu upp hvítu tjöldin í görðunum sínum. Við höldum Þjóðhátíð þrátt fyrir að vera ekki í Herjólfsdal. Það var setningarkaffi í gær og Þjóðhátíðin formlega sett. Það mátti heyra í flugeldum og svo eru auðvitað lundaveislur, kjötsúpa og annað. Við höldum í allar hefðir.“ Meiri hræðsla í fyrra Annað árið í röð er Þjóðhátíð ekki haldin í Herjólfsdal vegna samkomutakmarkanna. Svava Kristín segir þó meiri stemningu ríkja nú en í fyrra. „Í fyrra var meiri hræðsla. Við vissum ekki alveg hvað við værum að glíma við og bjuggumst bara við að fá okkar Þjóðhátíð á næsta ári. En núna erum við að missa Þjóðhátíð aftur og reynum bara að gera það besta úr þessu. En við fylgjum öllum reglum að sjálfsögðu. Það tekur enginn garður tvö hundruð manns þannig að þetta eru 50-60 manna hópar að skemmta sér saman.“ Svava viðurkennir þó að auðvitað ríki sorg hjá Eyjamönnum enda vilji þeir helst halda Þjóðhátíð í dalnum þar sem allir geta verið saman. Ljúfir endurfundir eru þó huggun harmi gegn. Eyjamenn hafa verið að koma „heim“ síðustu daga auk fjölmargra gesta. „Og það er bara geggjað. Við fögnum því að fá sem flesta og ég vona að það komi enn fleiri í dag og njóti þess að vera í Eyjum. Það er svo mikið líf og geggjað veður og stemning alls staðar!“
Samkomubann á Íslandi Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Sjá meira