Greenville brann til kaldra kola í stærsta eldi ársins Samúel Karl Ólason skrifar 6. ágúst 2021 09:54 Stór hluti Greenville brann þegar Dixie-eldurinn svokallaði fór þar yfir. AP/Noah Berger Hinn sífellt stærri Dixie-eldur í Kaliforníu brenndi í vikunni smábæinn Greenville til grunna. Eldurinn hefur brunnið í rúmar þrjár vikur og varð rúmlega 360 þúsund ekrur að stærð í gærkvöldi. Vanir slökkviliðsmenn segjast aldrei hafa séð eld haga sér eins og Dixie-eldurinn. Dixie eldurinn er einn um hundrað stórra gróðurelda sem loga á fjórtán ríkjum Bandaríkjanna, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Flestir þeirra eru í vesturhluta Bandaríkjanna þar sem langvarandi þurrkur hefur leikið íbúa og umhverfið grátt. Þurrkar, hitabylgjur og veðurfarsbreytingar af mannavöldum hafa gert gróðurelda erfiðari viðeignar í Bandaríkjunum og víðar. Vísindamenn segja að vesturhluti Bandaríkjanna hafi orðið hlýrri og þurrari á síðsutu áratugum og það geri öfgar í veðurfari algengari og gróðurelda stærri og umfangsmeiri. Hingað til hefur eldurinn brennt um það bil 1.464 þúsund ferkílómetra og er hann talinn ógna meira en tíu þúsund heimilum í Kaliforníu. Dixie-eldurinn er sá stærsti sem brunnið hefur í Kaliforníu á þessu ári. Talið er líklegt að eldurinn hafi kviknað þegar tré féll á rafmagnslínur. Á miðvikudaginn náði útbreiðsla eldsins miklum hraða og nálgaðist hann Greenville hratt. Eldurinn fór yfir bæinn en um þúsund íbúar hans höfðu flestir yfirgefið bæinn með góðum fyrirvara. Slökkviliðsmenn og aðrir gátu svo farið aftur inn í bæinn í gær og sáu að stór hluti hans hafði brunnið til kaldra kola. Ekki hefur verið farið nákvæmlega yfir það en talið er að vel en fógeti sýslunnar telur að vel yfir hundrað heimili hafi brunnið. Miðbær Greenville varð sérstaklega illa úti en þar voru meðal annars rúmlega aldargömul tréhús. Eva Gorman segist hafa tapað öllu þegar bærinn brann. Hún og fjölskylda hennar hafi misst heimili þeirra og fyrirtæki. Hún flúði bæinn fyrir rúmri viku en þá tók hún nokkrar myndir af veggjum heimilis síns, skartgripi og mikilvæg skjöl. Hún segist þrátt fyrir það hafa þurft að skilja ómetanlega muni fjölskyldunnar eftir og þeir hafi orðið eldinum að bráð. Hér má sjá myndefni frá Greenville sem héraðsmiðill birti í gærkvöldi, auki myndbands frá AP og fleirum. Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Tengdar fréttir Náðu naumlega að bjarga fornum Ólympíuleikvangi frá gróðureldum Miklir gróðureldar hafa brunnið í Tyrklandi og Grikklandi undanfarna daga og hafa þúsundir þurft að yfirgefa heimili sín. Minnst átta hafa farist í eldunum í Tyrklandi síðan eldarnir hófust í síðustu viku og þúsundir hektara hafa orðið eldunum að bráð. 5. ágúst 2021 10:44 Átta hafa farist í gróðureldum í Tyrklandi Átta hafa farist í gróðureldum sem hafa brunnið undanfarna fimm daga í suðurhluta Tyrklands. Tíu eru á sjúkrahúsi vegna eldanna. 2. ágúst 2021 09:54 Gróðureldar í Tyrklandi eru þeir heitustu í sögunni Gríðarlegir gróðureldar geisa í Tyrklandi um þessar mundir. Gögn úr gervitunglum benda til þess að hiti eldanna sé fjórum sinnum hærri en hefur nokkurn tímann mælst í landinu. 31. júlí 2021 20:31 Gróðureldar brenna í Suður-Evrópu Miklir gróðureldar brenna nú víða í Suður-Evrópu og hafa hvassir vindar og mikill hiti ekki hjálpað til í baráttunni gegn eldtungunum. Á sama tíma heyja ríki í norðurhluta Evrópu enn baráttu við úrhellisrigningar og flóð. 26. júlí 2021 14:12 Miklir skógareldar í Síberíu Umfangsmiklir skógareldar loga nú víðsvegar í Rússlandi en flestir þeirra eru í Síberíu. Mikil hitabylgja gengur nú yfir svæðið og er það sagt hafa leitt til umfangsmeiri skógarelda en gengur og gerist. 20. júlí 2021 12:05 Gróðureldar magnast í Kaliforníu sökum hitabylgju Gróðureldar hafa stórmagnast í nokkrum af Vesturríkjum Bandaríkjanna sökum hitabylgju sem þar gengur nú yfir. Hitamet hafa verið slegin og búist er við áframhaldandi veðursveiflum. 11. júlí 2021 11:58 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Vanir slökkviliðsmenn segjast aldrei hafa séð eld haga sér eins og Dixie-eldurinn. Dixie eldurinn er einn um hundrað stórra gróðurelda sem loga á fjórtán ríkjum Bandaríkjanna, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Flestir þeirra eru í vesturhluta Bandaríkjanna þar sem langvarandi þurrkur hefur leikið íbúa og umhverfið grátt. Þurrkar, hitabylgjur og veðurfarsbreytingar af mannavöldum hafa gert gróðurelda erfiðari viðeignar í Bandaríkjunum og víðar. Vísindamenn segja að vesturhluti Bandaríkjanna hafi orðið hlýrri og þurrari á síðsutu áratugum og það geri öfgar í veðurfari algengari og gróðurelda stærri og umfangsmeiri. Hingað til hefur eldurinn brennt um það bil 1.464 þúsund ferkílómetra og er hann talinn ógna meira en tíu þúsund heimilum í Kaliforníu. Dixie-eldurinn er sá stærsti sem brunnið hefur í Kaliforníu á þessu ári. Talið er líklegt að eldurinn hafi kviknað þegar tré féll á rafmagnslínur. Á miðvikudaginn náði útbreiðsla eldsins miklum hraða og nálgaðist hann Greenville hratt. Eldurinn fór yfir bæinn en um þúsund íbúar hans höfðu flestir yfirgefið bæinn með góðum fyrirvara. Slökkviliðsmenn og aðrir gátu svo farið aftur inn í bæinn í gær og sáu að stór hluti hans hafði brunnið til kaldra kola. Ekki hefur verið farið nákvæmlega yfir það en talið er að vel en fógeti sýslunnar telur að vel yfir hundrað heimili hafi brunnið. Miðbær Greenville varð sérstaklega illa úti en þar voru meðal annars rúmlega aldargömul tréhús. Eva Gorman segist hafa tapað öllu þegar bærinn brann. Hún og fjölskylda hennar hafi misst heimili þeirra og fyrirtæki. Hún flúði bæinn fyrir rúmri viku en þá tók hún nokkrar myndir af veggjum heimilis síns, skartgripi og mikilvæg skjöl. Hún segist þrátt fyrir það hafa þurft að skilja ómetanlega muni fjölskyldunnar eftir og þeir hafi orðið eldinum að bráð. Hér má sjá myndefni frá Greenville sem héraðsmiðill birti í gærkvöldi, auki myndbands frá AP og fleirum.
Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Tengdar fréttir Náðu naumlega að bjarga fornum Ólympíuleikvangi frá gróðureldum Miklir gróðureldar hafa brunnið í Tyrklandi og Grikklandi undanfarna daga og hafa þúsundir þurft að yfirgefa heimili sín. Minnst átta hafa farist í eldunum í Tyrklandi síðan eldarnir hófust í síðustu viku og þúsundir hektara hafa orðið eldunum að bráð. 5. ágúst 2021 10:44 Átta hafa farist í gróðureldum í Tyrklandi Átta hafa farist í gróðureldum sem hafa brunnið undanfarna fimm daga í suðurhluta Tyrklands. Tíu eru á sjúkrahúsi vegna eldanna. 2. ágúst 2021 09:54 Gróðureldar í Tyrklandi eru þeir heitustu í sögunni Gríðarlegir gróðureldar geisa í Tyrklandi um þessar mundir. Gögn úr gervitunglum benda til þess að hiti eldanna sé fjórum sinnum hærri en hefur nokkurn tímann mælst í landinu. 31. júlí 2021 20:31 Gróðureldar brenna í Suður-Evrópu Miklir gróðureldar brenna nú víða í Suður-Evrópu og hafa hvassir vindar og mikill hiti ekki hjálpað til í baráttunni gegn eldtungunum. Á sama tíma heyja ríki í norðurhluta Evrópu enn baráttu við úrhellisrigningar og flóð. 26. júlí 2021 14:12 Miklir skógareldar í Síberíu Umfangsmiklir skógareldar loga nú víðsvegar í Rússlandi en flestir þeirra eru í Síberíu. Mikil hitabylgja gengur nú yfir svæðið og er það sagt hafa leitt til umfangsmeiri skógarelda en gengur og gerist. 20. júlí 2021 12:05 Gróðureldar magnast í Kaliforníu sökum hitabylgju Gróðureldar hafa stórmagnast í nokkrum af Vesturríkjum Bandaríkjanna sökum hitabylgju sem þar gengur nú yfir. Hitamet hafa verið slegin og búist er við áframhaldandi veðursveiflum. 11. júlí 2021 11:58 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Náðu naumlega að bjarga fornum Ólympíuleikvangi frá gróðureldum Miklir gróðureldar hafa brunnið í Tyrklandi og Grikklandi undanfarna daga og hafa þúsundir þurft að yfirgefa heimili sín. Minnst átta hafa farist í eldunum í Tyrklandi síðan eldarnir hófust í síðustu viku og þúsundir hektara hafa orðið eldunum að bráð. 5. ágúst 2021 10:44
Átta hafa farist í gróðureldum í Tyrklandi Átta hafa farist í gróðureldum sem hafa brunnið undanfarna fimm daga í suðurhluta Tyrklands. Tíu eru á sjúkrahúsi vegna eldanna. 2. ágúst 2021 09:54
Gróðureldar í Tyrklandi eru þeir heitustu í sögunni Gríðarlegir gróðureldar geisa í Tyrklandi um þessar mundir. Gögn úr gervitunglum benda til þess að hiti eldanna sé fjórum sinnum hærri en hefur nokkurn tímann mælst í landinu. 31. júlí 2021 20:31
Gróðureldar brenna í Suður-Evrópu Miklir gróðureldar brenna nú víða í Suður-Evrópu og hafa hvassir vindar og mikill hiti ekki hjálpað til í baráttunni gegn eldtungunum. Á sama tíma heyja ríki í norðurhluta Evrópu enn baráttu við úrhellisrigningar og flóð. 26. júlí 2021 14:12
Miklir skógareldar í Síberíu Umfangsmiklir skógareldar loga nú víðsvegar í Rússlandi en flestir þeirra eru í Síberíu. Mikil hitabylgja gengur nú yfir svæðið og er það sagt hafa leitt til umfangsmeiri skógarelda en gengur og gerist. 20. júlí 2021 12:05
Gróðureldar magnast í Kaliforníu sökum hitabylgju Gróðureldar hafa stórmagnast í nokkrum af Vesturríkjum Bandaríkjanna sökum hitabylgju sem þar gengur nú yfir. Hitamet hafa verið slegin og búist er við áframhaldandi veðursveiflum. 11. júlí 2021 11:58