Umdeilt fjölmiðlafrumvarp samþykkt og stjórnin missir meirihlutann Atli Ísleifsson skrifar 12. ágúst 2021 08:03 Mótmælt var fyrir utan þinghúsið í Varsjá og víðar á þriðjudagskvöld. EPA Neðri deild pólska þingsins samþykkti í gær umdeilt fjölmiðlafrumvarp sem stjórnarandstæðingar segja miða að því að múlbinda sjónvarpsstöð sem hefur verið gagnrýnin á störf stjórnar landsins. Ríkisstjórn Póllands segir nýju lögin nauðsynleg til að koma í veg fyrir að erlendir aðilar, sem hafi illt eitt í huga, komist yfir fjölmiðla landsins. Gagnrýnendur pólsku stjórnarinnar segja lögin hins vegar tilraun til að þrýsta á bandaríska Discovery að selja TVN, stærstu sjónvarpsstöð landsins. BBC segir frá því að nýju fjölmiðlalögin gætu haft neikvæð áhrif á milliríkjasamskipti Póllands og Bandaríkjanna og auka enn frekar á áhyggjur Evrópusambandsins af fjölmiðlafrelsi í landinu. Þúsundir mótmæltu Þúsundir manna flykktust út á götur Póllands á þriðjudaginn til að mótmæla fyrirhuguðum lögum, meðal annars fyrir utan þinghúsið í Varsjá, en einnig í borgunum Krakow, Wroclaw, Poznan, Lublin og Szczecin. Leiðtogar pólsku stjórnarinnar hafa talað fyrir því að nýjum reglunum sé ætlað að koma í veg fyrir að aðilar utan evrópska efnahagssvæðisins eignist ráðandi hlut i pólskum fjölmiðlafyrirtækjum. Sé þetta ætlað að koma í veg fyrir að rússneskir og kínverskir aðilar eignist ráðandi hlut í fjölmiðlafyrirtækjum. Missir meirihlutann Nýju fjölmiðlalögin hafa einnig haft mikil áhrif á stjórnarsamstarfið í landinu, sér í lagi eftir að forsætisráðherra landsins rak aðstoðarforsætisráðherrann á þriðjudag. Jaroslaw Gowin, formaður Samkomulags, eins af smærri stjórnarflokkunum, var látinn fara sem aðstoðarforsætisráðherra eftir að hafa talað gegn frumvarpinu. Flokkur Gowin sagði í kjölfarið skilið við ríkisstjórn landsins sem hefur leitt til þess að ríkisstjórn Mateusz Morawiecki er nú minnihlutastjórn. Frumvarpið kemur nú til kasta efri deildar þingsins, sem gæti vel gert breytingar á frumvarpinu, en stjórnarandstæðingar eru í meirihluta í efri deildinni. Neðri deild þingsins hefur þó vald til að hafna breytingartillögum efri deildarinnar í Póllandi. Pólland Fjölmiðlar Evrópusambandið Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Ríkisstjórn Póllands segir nýju lögin nauðsynleg til að koma í veg fyrir að erlendir aðilar, sem hafi illt eitt í huga, komist yfir fjölmiðla landsins. Gagnrýnendur pólsku stjórnarinnar segja lögin hins vegar tilraun til að þrýsta á bandaríska Discovery að selja TVN, stærstu sjónvarpsstöð landsins. BBC segir frá því að nýju fjölmiðlalögin gætu haft neikvæð áhrif á milliríkjasamskipti Póllands og Bandaríkjanna og auka enn frekar á áhyggjur Evrópusambandsins af fjölmiðlafrelsi í landinu. Þúsundir mótmæltu Þúsundir manna flykktust út á götur Póllands á þriðjudaginn til að mótmæla fyrirhuguðum lögum, meðal annars fyrir utan þinghúsið í Varsjá, en einnig í borgunum Krakow, Wroclaw, Poznan, Lublin og Szczecin. Leiðtogar pólsku stjórnarinnar hafa talað fyrir því að nýjum reglunum sé ætlað að koma í veg fyrir að aðilar utan evrópska efnahagssvæðisins eignist ráðandi hlut i pólskum fjölmiðlafyrirtækjum. Sé þetta ætlað að koma í veg fyrir að rússneskir og kínverskir aðilar eignist ráðandi hlut í fjölmiðlafyrirtækjum. Missir meirihlutann Nýju fjölmiðlalögin hafa einnig haft mikil áhrif á stjórnarsamstarfið í landinu, sér í lagi eftir að forsætisráðherra landsins rak aðstoðarforsætisráðherrann á þriðjudag. Jaroslaw Gowin, formaður Samkomulags, eins af smærri stjórnarflokkunum, var látinn fara sem aðstoðarforsætisráðherra eftir að hafa talað gegn frumvarpinu. Flokkur Gowin sagði í kjölfarið skilið við ríkisstjórn landsins sem hefur leitt til þess að ríkisstjórn Mateusz Morawiecki er nú minnihlutastjórn. Frumvarpið kemur nú til kasta efri deildar þingsins, sem gæti vel gert breytingar á frumvarpinu, en stjórnarandstæðingar eru í meirihluta í efri deildinni. Neðri deild þingsins hefur þó vald til að hafna breytingartillögum efri deildarinnar í Póllandi.
Pólland Fjölmiðlar Evrópusambandið Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira