Þrumuveðri sem hófst á föstudag fylgdi ekki mikil rigning en öflugir vindar og eldingar náðu að kveikja elda hér og þar í Sierra Nevada, þar sem slökkiliðsmenn hafa barist við hina svo kölluðu Dixie elda í mánuð.
Mikið hitnaði í veðri á svæðinu í gær og fór hitinn upp í 38 gráður.
Vindur er víða mikill og eldingum slær enn niður víðs vegar um norðurhluta Californíu.
Dixie eldarnir eru þeir stærstu af um hundrað eldum sem loga í gróðri víðs vegar í vesturhluta Bandaríkjanna, þar sem ríkt hafa miklir þurrkar og hitasvækja svo vikum og mánuðum skiptir.