Gat ekki beðið um verri dag til að lenda í sóttkví Eiður Þór Árnason skrifar 19. ágúst 2021 08:01 Aðstöðuleysið stóð Ólafi fyrir þrifum. Samsett Það er sjaldan hentugur tími til að þola frelsisskerðingu en sumir dagar geta reynst óheppilegri en aðrir. Þessu kynntist Ólafur Ásgeirsson, leikhúsmaður og spunaleikari, vel á dögunum þegar hann var sendur í sóttkví nokkrum klukkustundum eftir að hann fleygði baðkarinu sínu. Frásögn hans hefst fyrir um tveimur vikum þegar hann kenndi leiklistartíma í Opna listaháskólanum. Tveimur dögum síðar réðst hann í langþráðar framkvæmdir. „Ég er að gera upp íbúðina mína og vinur minn hjálpar mér að taka út ónýtt og gamalt baðkar sem ég ætlaði að skipta út. Við hendum því út á sunnudagseftirmiðdegi og ég er rosalega ánægður með að hafa loksins komið því út,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Í stað þess að fara í sund bauð hann félaga sínum svo út að borða sem þakklætisvott fyrir aðstoðina. Þeir sátu að snæðingi þegar Ólafur fékk símtal frá rakningateyminu um klukkan tíu um kvöldið og var tilkynnt að þátttakandi á námskeiðinu hafi greinst með Covid-19. Ákvað að þrauka „Ég fór í sóttkví fyrir ári síðan og finnst það svo sem ekki erfitt en þegar ég kem heim þá fatta ég náttúrulega að ég get ekki þvegið mér með eðlilegum hætti.“ Þá hafi hann í ljósi aðstæðna forðast það að stunda líkamsrækt og svitna óþarflega. „Ég fór í gegnum alls konar aðferðir til að reyna að þvo mér með litlum handklæðum en nennti því svo einhvern veginn ekki. Ég ákvað að þrauka og mér leið bara eins og algjörum kúk,“ segir Ólafur og skellir upp úr. Endaði hjá foreldrum sínum Ólafur tók sér ýmislegt fyrir hendur í sóttkvínni og segist aldrei hafa óttast það að vera smitaður. „Ég setti saman kommóðu sem ég keypti á netinu og kom sófa sem ég keypti inn um mjög lítið op með því að taka hann í sundur, ég er mjög stoltur af því. Svo var ég svolítið að horfa á sjónvarpið, spila tölvuleiki og reyna að skrifa. Þetta er ótrúlega langur tími sem maður hefur,“ bætir hann við. Ólafur losnaði svo úr sóttkví klukkan ellefu síðasta föstudag og fór rakleiðis í sturtu hjá foreldrum sínum. Mikilvægt að temja sér æðruleysi Aðspurður um hvort hann hafi á einhverjum tímapunkti fundið fyrir gremju eða pirringi þegar hann var sendur í sóttkví segir Ólafur svo ekki vera. Mikilvægt sé að reyna að temja sér ákveðið æðruleysi í núverandi ástandi. „Það koma alveg tímabil þar sem maður getur ekki meira og mér hefur alveg liðið þannig. Það er sérstaklega mikil þreyta gagnvart þessu í minni starfsstétt og að geta ekki boðið fólki í leikhús. Það gengur ekkert upp að sýna stórar sýningar því þær standa ekki undir sér fjárhagslega.“ „Maður getur ekkert stjórnað þessu og þetta er bara svona. Ég var að gera leiksýningu fyrir ári síðan, við frestuðum örugglega frumsýningu fimm sinnum út af síbreyttum samkomutakmörkunum og sýndum loks um hálfu ári síðar.“ Ólafur vonast til að geta frumsýnt Tu jest za drogo í Borgarleikhúsinu eftir áramót. vísir/vilhelm Næst á dagskrá hjá Ólafi er að reyna að klára áðurnefnd leiklistarnámskeið og hefja æfingar á nýju leikriti sínu í nóvember. Verkið, sem ber heitið Tu jest za drogo, verður flutt í Borgarleikhúsinu af Leikfélaginu Pólis, leikfélagi íslensks og pólsks sviðslistafólks. Titillinn þýðist sem Úff hvað allt er dýrt hérna en verkið verður flutt á pólsku. Til stendur að frumsýna leikritið í janúar á næsta ári ef farsóttin leyfir. „Svo ég vona bara það besta og að það gangi upp.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikhús Mest lesið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Ómótstæðileg jarðarberjaostakaka að hætti Evu Laufeyjar Matur Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Býður í sósupartý í Smekkleysu á sunnudag Fréttatía vikunnar: Hlustendaverðlaunin, sjötugsafmæli og gjaldþrot Sjá meira
Frásögn hans hefst fyrir um tveimur vikum þegar hann kenndi leiklistartíma í Opna listaháskólanum. Tveimur dögum síðar réðst hann í langþráðar framkvæmdir. „Ég er að gera upp íbúðina mína og vinur minn hjálpar mér að taka út ónýtt og gamalt baðkar sem ég ætlaði að skipta út. Við hendum því út á sunnudagseftirmiðdegi og ég er rosalega ánægður með að hafa loksins komið því út,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Í stað þess að fara í sund bauð hann félaga sínum svo út að borða sem þakklætisvott fyrir aðstoðina. Þeir sátu að snæðingi þegar Ólafur fékk símtal frá rakningateyminu um klukkan tíu um kvöldið og var tilkynnt að þátttakandi á námskeiðinu hafi greinst með Covid-19. Ákvað að þrauka „Ég fór í sóttkví fyrir ári síðan og finnst það svo sem ekki erfitt en þegar ég kem heim þá fatta ég náttúrulega að ég get ekki þvegið mér með eðlilegum hætti.“ Þá hafi hann í ljósi aðstæðna forðast það að stunda líkamsrækt og svitna óþarflega. „Ég fór í gegnum alls konar aðferðir til að reyna að þvo mér með litlum handklæðum en nennti því svo einhvern veginn ekki. Ég ákvað að þrauka og mér leið bara eins og algjörum kúk,“ segir Ólafur og skellir upp úr. Endaði hjá foreldrum sínum Ólafur tók sér ýmislegt fyrir hendur í sóttkvínni og segist aldrei hafa óttast það að vera smitaður. „Ég setti saman kommóðu sem ég keypti á netinu og kom sófa sem ég keypti inn um mjög lítið op með því að taka hann í sundur, ég er mjög stoltur af því. Svo var ég svolítið að horfa á sjónvarpið, spila tölvuleiki og reyna að skrifa. Þetta er ótrúlega langur tími sem maður hefur,“ bætir hann við. Ólafur losnaði svo úr sóttkví klukkan ellefu síðasta föstudag og fór rakleiðis í sturtu hjá foreldrum sínum. Mikilvægt að temja sér æðruleysi Aðspurður um hvort hann hafi á einhverjum tímapunkti fundið fyrir gremju eða pirringi þegar hann var sendur í sóttkví segir Ólafur svo ekki vera. Mikilvægt sé að reyna að temja sér ákveðið æðruleysi í núverandi ástandi. „Það koma alveg tímabil þar sem maður getur ekki meira og mér hefur alveg liðið þannig. Það er sérstaklega mikil þreyta gagnvart þessu í minni starfsstétt og að geta ekki boðið fólki í leikhús. Það gengur ekkert upp að sýna stórar sýningar því þær standa ekki undir sér fjárhagslega.“ „Maður getur ekkert stjórnað þessu og þetta er bara svona. Ég var að gera leiksýningu fyrir ári síðan, við frestuðum örugglega frumsýningu fimm sinnum út af síbreyttum samkomutakmörkunum og sýndum loks um hálfu ári síðar.“ Ólafur vonast til að geta frumsýnt Tu jest za drogo í Borgarleikhúsinu eftir áramót. vísir/vilhelm Næst á dagskrá hjá Ólafi er að reyna að klára áðurnefnd leiklistarnámskeið og hefja æfingar á nýju leikriti sínu í nóvember. Verkið, sem ber heitið Tu jest za drogo, verður flutt í Borgarleikhúsinu af Leikfélaginu Pólis, leikfélagi íslensks og pólsks sviðslistafólks. Titillinn þýðist sem Úff hvað allt er dýrt hérna en verkið verður flutt á pólsku. Til stendur að frumsýna leikritið í janúar á næsta ári ef farsóttin leyfir. „Svo ég vona bara það besta og að það gangi upp.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikhús Mest lesið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Ómótstæðileg jarðarberjaostakaka að hætti Evu Laufeyjar Matur Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Býður í sósupartý í Smekkleysu á sunnudag Fréttatía vikunnar: Hlustendaverðlaunin, sjötugsafmæli og gjaldþrot Sjá meira