Við ræðum einnig við sóttvarnalækni sem skoðar nú hvort rýmka megi sóttvarnareglur. Hann horfir þar til notkunar sjálfssprófa en skólahald hófst í dag þar sem allt kapp er lagt á að lágmarka fjölda í sóttkví. Við fáum einnig að heyra af því hvernig bólusetning barna í Laugardalshöll gekk í dag og kynnum okkur sjálfsprófin sem heilbrigðisráðherra hefur heimilað.
Þá segjum við frá rannsókn lögreglu á árás hóps unglinga á íbúa í Kórahverfinu um miðjan mánuðinn. Myndbönd hafa gengið um samfélagsmiðla af árásinni en unglingarnir létu höggin dynja á andliti íbúans.
Þetta og margt fleira í fréttum okkar í kvöld.