Hópur afgansks flóttafólks fastur við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. ágúst 2021 22:57 Afganski hópurinn við landamæri Hvíta-Rússlands og Póllands. Irina Polina\Getty Mannréttindadómstóll Evrópu hefur beðið pólsk og lettnesk stjórnvöld um að hjálpa flóttafólki, sem er fast á landamærunum, við að komast í öruggt skjól. Flestir flóttamannanna eru frá Afganistan og Írak. Miklar deilur hafa staðið yfir milli Evrópusambandsríkja og Hvíta-Rússlands undanfarna mánuði eftir að Evrópusambandið setti viðskiptaþvinganir á Hvíta-Rússland í kjölfar handtöku blaðamannsins Roman Prótasevíts í vor. Pólsku flóttamannasamtökin Ocalenie Foundation segjast hafa miklar áhyggjur af stöðunni á landamærum Hvíta-Rússlands. Samtökin hafi verið í sambandi við flóttafólkið, sem er hópur 32 flóttamanna, á landamærum Hvíta-Rússlands að Póllandi. 25 þeirra séu heilsuveil og 12 alvarlega veik. Hópurinn hafi ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni og hafi ekki fengið að borða síðan á þriðjudag. „Hin 52 ára gamla Frú Gul mun fljótlega deyja fyrir framan börnin sín fimm. Það verður að bjarga henni NÚNA,“ skrifuðu samtökin á Twitter í dag. Samkvæmt samtökunum er konan flóttamaður frá Afganistan og með henni í för eru tveir synir hennar og þrjár dætur, yngsta barnið fimmtán ára gamalt. Engar frekari upplýsingar sé að fá um fjölskylduna en fleiri flóttamenn í hópnum séu frá Afganistan. Afganski hópurinn hefur verið fastur á landamærunum í tólf daga en hann er sagður hafa flúið frá Afganistan vegna valdtöku Talibana í liðinni viku. Pólsk yfirvöld segjast ekki geta hleypt hópnum inn í landið og hvítrússneskir landamæraverðir vakta hópinn allan sólarhringinn svo hann snúi ekki aftur til Hvíta-Rússlands. Fréttastofa BNS greindi frá því í dag að auk þessa 32 manna hóps við landamærin að Póllandi sé hópur 41 flóttamanns frá Írak við landamærin að Lettlandi. Yfirvöld í Póllandi, Lettlandi og Litháen hafa greint frá því undanfarið að gífurleg fjölgun hafi verið í fjölda flóttamanna frá Írak og Afganistan sem hafi reynt að komast yfir landamærin frá Hvíta-Rússlandi undanfarið. Utanríkisráðuneyti Hvíta-Rússlands sakaði í dag pólsk yfirvöld um að hafa staðið að aukningu flóttamanna frá Afganistan vegna samstarfs Póllands og Bandaríkjanna í málum Afganistan undanfarið. Evrópusambandið hefur hins vegar sakað Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, um að hafa staðið að flóttamannastraumnum vegna deilna við Evrópusambandið. Talsmaður yfirvalda í Lettlandi sagði í dag að lettnesk stjórnvöld muni fylgja óskum Mannréttindadómstólsins og tryggja flóttafólkinu mat, vatn og aðgengi að læknisþjónustu. Pólsk yfirvöld hafa enn ekki tjáð sig um málið. Evrópusambandið Pólland Lettland Litháen Hvíta-Rússland Flóttamenn Afganistan Írak Mannréttindi Tengdar fréttir Fjöldahandtökur, ofbeldi og landflótti Í dag er liðið ár síðan umdeildar forsetakosningar í Hvíta-Rússlandi fóru fram. Síðan þá hefur mikil stjórnmálaóreiða ríkt í landinu með fjöldahandtökunum, landflótta og hremmingum. 9. ágúst 2021 10:00 Ísland á að sýna gott fordæmi sem öflugur málsvari barna og kvenna UNICEF og UN Women á Íslandi vilja undirstrika að aðstoð við Afgani er langtímaverkefni 25. ágúst 2021 10:01 Talíbanar verða dæmdir af gjörðum sínum Joe Biden, forseti Bandaríkjann,a segir að því fyrr sem bandarískar hersveitir verði farnar frá Afganistan því betra. Allt miðaðist við að standa við samkomulag Bandaríkjastjórnar og Talibana um að brottflutningi verði lokið hinn 31. ágúst. 25. ágúst 2021 06:30 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fleiri fréttir Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Sjá meira
Miklar deilur hafa staðið yfir milli Evrópusambandsríkja og Hvíta-Rússlands undanfarna mánuði eftir að Evrópusambandið setti viðskiptaþvinganir á Hvíta-Rússland í kjölfar handtöku blaðamannsins Roman Prótasevíts í vor. Pólsku flóttamannasamtökin Ocalenie Foundation segjast hafa miklar áhyggjur af stöðunni á landamærum Hvíta-Rússlands. Samtökin hafi verið í sambandi við flóttafólkið, sem er hópur 32 flóttamanna, á landamærum Hvíta-Rússlands að Póllandi. 25 þeirra séu heilsuveil og 12 alvarlega veik. Hópurinn hafi ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni og hafi ekki fengið að borða síðan á þriðjudag. „Hin 52 ára gamla Frú Gul mun fljótlega deyja fyrir framan börnin sín fimm. Það verður að bjarga henni NÚNA,“ skrifuðu samtökin á Twitter í dag. Samkvæmt samtökunum er konan flóttamaður frá Afganistan og með henni í för eru tveir synir hennar og þrjár dætur, yngsta barnið fimmtán ára gamalt. Engar frekari upplýsingar sé að fá um fjölskylduna en fleiri flóttamenn í hópnum séu frá Afganistan. Afganski hópurinn hefur verið fastur á landamærunum í tólf daga en hann er sagður hafa flúið frá Afganistan vegna valdtöku Talibana í liðinni viku. Pólsk yfirvöld segjast ekki geta hleypt hópnum inn í landið og hvítrússneskir landamæraverðir vakta hópinn allan sólarhringinn svo hann snúi ekki aftur til Hvíta-Rússlands. Fréttastofa BNS greindi frá því í dag að auk þessa 32 manna hóps við landamærin að Póllandi sé hópur 41 flóttamanns frá Írak við landamærin að Lettlandi. Yfirvöld í Póllandi, Lettlandi og Litháen hafa greint frá því undanfarið að gífurleg fjölgun hafi verið í fjölda flóttamanna frá Írak og Afganistan sem hafi reynt að komast yfir landamærin frá Hvíta-Rússlandi undanfarið. Utanríkisráðuneyti Hvíta-Rússlands sakaði í dag pólsk yfirvöld um að hafa staðið að aukningu flóttamanna frá Afganistan vegna samstarfs Póllands og Bandaríkjanna í málum Afganistan undanfarið. Evrópusambandið hefur hins vegar sakað Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, um að hafa staðið að flóttamannastraumnum vegna deilna við Evrópusambandið. Talsmaður yfirvalda í Lettlandi sagði í dag að lettnesk stjórnvöld muni fylgja óskum Mannréttindadómstólsins og tryggja flóttafólkinu mat, vatn og aðgengi að læknisþjónustu. Pólsk yfirvöld hafa enn ekki tjáð sig um málið.
Evrópusambandið Pólland Lettland Litháen Hvíta-Rússland Flóttamenn Afganistan Írak Mannréttindi Tengdar fréttir Fjöldahandtökur, ofbeldi og landflótti Í dag er liðið ár síðan umdeildar forsetakosningar í Hvíta-Rússlandi fóru fram. Síðan þá hefur mikil stjórnmálaóreiða ríkt í landinu með fjöldahandtökunum, landflótta og hremmingum. 9. ágúst 2021 10:00 Ísland á að sýna gott fordæmi sem öflugur málsvari barna og kvenna UNICEF og UN Women á Íslandi vilja undirstrika að aðstoð við Afgani er langtímaverkefni 25. ágúst 2021 10:01 Talíbanar verða dæmdir af gjörðum sínum Joe Biden, forseti Bandaríkjann,a segir að því fyrr sem bandarískar hersveitir verði farnar frá Afganistan því betra. Allt miðaðist við að standa við samkomulag Bandaríkjastjórnar og Talibana um að brottflutningi verði lokið hinn 31. ágúst. 25. ágúst 2021 06:30 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fleiri fréttir Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Sjá meira
Fjöldahandtökur, ofbeldi og landflótti Í dag er liðið ár síðan umdeildar forsetakosningar í Hvíta-Rússlandi fóru fram. Síðan þá hefur mikil stjórnmálaóreiða ríkt í landinu með fjöldahandtökunum, landflótta og hremmingum. 9. ágúst 2021 10:00
Ísland á að sýna gott fordæmi sem öflugur málsvari barna og kvenna UNICEF og UN Women á Íslandi vilja undirstrika að aðstoð við Afgani er langtímaverkefni 25. ágúst 2021 10:01
Talíbanar verða dæmdir af gjörðum sínum Joe Biden, forseti Bandaríkjann,a segir að því fyrr sem bandarískar hersveitir verði farnar frá Afganistan því betra. Allt miðaðist við að standa við samkomulag Bandaríkjastjórnar og Talibana um að brottflutningi verði lokið hinn 31. ágúst. 25. ágúst 2021 06:30