Vilja ekki að „farsinn“ í Belgíu endurtaki sig Valur Páll Eiríksson skrifar 30. ágúst 2021 23:02 Ökuþórarnir keyra annan tveggja hringja á bakvið öryggisbílinn í Belgíu í gær. Dan Mullan/Getty Images Formúla 1 hyggst gera breytingar á verklagi sínu til að koma í veg fyrir að keppni lík þeirri í Belgíu í gær verði háð á ný. Verklagið hefur sætt mikilli gagnrýni. Mikil rigning kom í veg fyrir að keppni gæti hafist í gær. Ekkert lát virtist vera á þeirri rigningu og var að lokum tekin ákvörðun um að hefja keppnina þremur klukkustundum á eftir áætlun. Bílarnir keyrðu þar aðeins tvo hringi á bakvið öryggisbíl áður en keppni var hætt. Þetta var gert vegna reglna Formúlu 1 sem segir til um að keyra þurfi lágmark tvo hringi til að niðurstaða kappaksturs sé gild. Í raun átti enginn kappakstur sér stað þar sem bannað er að taka fram út öðrum bílum á meðan öryggisbíll er á brautinni og fengu áhorfendur á Spa-brautinni í Belgíu því fátt fyrir aðgangseyri sinn eftir að hafa staðið í rigningunni í fjölmarga klukkutíma er þeir biðu eftir að keppni hæfist á ný. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton á Mercedes lýsti atburðum gærdagsins sem „farsa“, þar sem hann sagði ökuþórana aðeins hafa verið senda út á braut til að hægt væri að fá fram úrslit í keppninni. Fjölmargir aðrir ökuþórar hafa gagnrýnt starfshætti yfirmanna Formúlunnar í gær og sagði lið Alfa Romeo í yfirlýsingu að keppni hefði ekki átt að fara fram. Stjórnendur hjá Formúlu 1 og FIA munu nú taka málið til skoðunar og endurmeta reglur og starfshætti við slíkar aðstæður. Þá er til skoðunar hvernig sé hægt að koma til móts við alla þá sem borguðu sig inn á brautina til þess eins að standa í rigningu á meðan ekkert gerðist á brautinni á fjórða hálfan tíma. Spennan eykst á toppnum Ökuþórar fengu helming stiga sem undir venjulegum kringumstæðum myndu fást fyrir hvert sæti í keppninni, keyra þarf meira en 80% hringja keppninnar til að full stig gefist, en tveir hringir dugðu til þess að niðurstaða fengist. Max Verstappen úr liði Redbull, sem var á ráspól, fagnaði sigri í keppninni og hlaut því 12,5 stig í stað 25 sem venjulegja fást fyrir sigur. George Russell á Williams var annar og Lewis Hamilton þriðji. Verstappen minnkaði þannig forskot Hamiltons í jafnri keppni þeirra um heimsmeistaratitil ökuþóra. Hamilton leiðir keppnina með 202,5 stig en Verstappen er annar með 199,5 stig. Þriðji er Lando Norris á McLaren með 113 stig og fjórði er liðsfélagi Hamiltons hjá Mercedes, Finninn Valtteri Bottas með 108 stig. Akstursíþróttir Formúla Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Sjá meira
Mikil rigning kom í veg fyrir að keppni gæti hafist í gær. Ekkert lát virtist vera á þeirri rigningu og var að lokum tekin ákvörðun um að hefja keppnina þremur klukkustundum á eftir áætlun. Bílarnir keyrðu þar aðeins tvo hringi á bakvið öryggisbíl áður en keppni var hætt. Þetta var gert vegna reglna Formúlu 1 sem segir til um að keyra þurfi lágmark tvo hringi til að niðurstaða kappaksturs sé gild. Í raun átti enginn kappakstur sér stað þar sem bannað er að taka fram út öðrum bílum á meðan öryggisbíll er á brautinni og fengu áhorfendur á Spa-brautinni í Belgíu því fátt fyrir aðgangseyri sinn eftir að hafa staðið í rigningunni í fjölmarga klukkutíma er þeir biðu eftir að keppni hæfist á ný. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton á Mercedes lýsti atburðum gærdagsins sem „farsa“, þar sem hann sagði ökuþórana aðeins hafa verið senda út á braut til að hægt væri að fá fram úrslit í keppninni. Fjölmargir aðrir ökuþórar hafa gagnrýnt starfshætti yfirmanna Formúlunnar í gær og sagði lið Alfa Romeo í yfirlýsingu að keppni hefði ekki átt að fara fram. Stjórnendur hjá Formúlu 1 og FIA munu nú taka málið til skoðunar og endurmeta reglur og starfshætti við slíkar aðstæður. Þá er til skoðunar hvernig sé hægt að koma til móts við alla þá sem borguðu sig inn á brautina til þess eins að standa í rigningu á meðan ekkert gerðist á brautinni á fjórða hálfan tíma. Spennan eykst á toppnum Ökuþórar fengu helming stiga sem undir venjulegum kringumstæðum myndu fást fyrir hvert sæti í keppninni, keyra þarf meira en 80% hringja keppninnar til að full stig gefist, en tveir hringir dugðu til þess að niðurstaða fengist. Max Verstappen úr liði Redbull, sem var á ráspól, fagnaði sigri í keppninni og hlaut því 12,5 stig í stað 25 sem venjulegja fást fyrir sigur. George Russell á Williams var annar og Lewis Hamilton þriðji. Verstappen minnkaði þannig forskot Hamiltons í jafnri keppni þeirra um heimsmeistaratitil ökuþóra. Hamilton leiðir keppnina með 202,5 stig en Verstappen er annar með 199,5 stig. Þriðji er Lando Norris á McLaren með 113 stig og fjórði er liðsfélagi Hamiltons hjá Mercedes, Finninn Valtteri Bottas með 108 stig.
Akstursíþróttir Formúla Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Sjá meira