Stofnandi Theranos segist hafa verið beittur andlegu ofbeldi Kjartan Kjartansson skrifar 31. ágúst 2021 08:46 Elizabeth Holmes í alríkisdómshúsi í Kaliforníu árið 2019. Hún er sökuð um að blekkja fjárfesta, lækna og sjúklinga með loforðum sem engin innistæða var fyrir. Vísir/Getty Elizabeth Holmes, stofnandi blóðrannsóknafyrirtækisins Theranos, heldur því fram að forseti fyrirtækisins og þáverandi kærasti hennar hafi beitt hana andlegu ofbeldi. Þau eru bæði ákærð fyrir stórfelld svik og blekkingar. Theranos og Holmes voru hafin upp til skýja þegar hún boðaði byltingu í blóðprufum og rannsóknum. Holmes hélt því fram að tækni sem fyrirtækið þróaði gerði mögulegt að gera hundruð mismunandi rannsókna með aðeins einum blóðdropa. Varð hún að stjörnu í Sílikondal í Bandaríkjunum og var henni jafnvel líkt við Steve Jobs, stofnanda tæknirisans Apple. Tæknin stóð þó aldrei undir digurbarkalegum yfirlýsingum Holmes sem hætti í Stanford-háskóla til að stofna sprotafyrirtækið þegar hún var nítján ára gömul. Theranos dó drottni sínum þegar hún og Ramesh „Sunny“ Balwani, forseti fyrirtækisins, voru bæði ákærð fyrir að blekkja fjárfesta, lækna og sjúklinga með fölskum loforðum. Holmes og Balwani voru par á sínum tíma. Nú segir Reuters-fréttastofan að í greinargerð sem lögmenn Holmes lögðu fram í máli hennar haldi hún því fram að Balwani hafi beitt sig andlegu ofbeldi á tímabilinu sem svikin fóru fram. Það skipti máli varðandi spurningar um hvort að Holmes hafi vitað af því að upplýsingar um fjárhag Theranos sem fjárfestar og aðrir fengu í hendur væru rangar. Holmes er sögð ætla að saka Balwani um að hafa stjórnað sér með ofbeldinu. Balwani hafnaði ásökununum í greinargerð sem lögmenn hans lögðu fyrir. Réttar verður yfir Holmes og Balwani hvort í sínu lagi. Lögmenn Holmes hafa sagt að þeir ætli að kalla til sérfræðing í sálfræðilegum afleiðingum ofbeldis og áfalla sem vitni þegar réttarhöldin yfir henni hefjast. Bandaríkin Erlend sakamál Elizabeth Holmes og Theranos Tengdar fréttir Hluti af ákærum á hendur stofnanda Theranos felldur niður Stjórnendur nýsköpunarfyrirtækisins umdeilda sæta enn ákæra fyrir svik í tengslum við blóðprufubúnað. 12. febrúar 2020 14:00 Lögmenn stofnanda Theranos vilja losna við hann Holmes var stjórstjarna í nýsköpunarbransanum á sínum tíma en stjarna hennar féll í skugga ásakana um meiriháttar svik og pretti hjá Theranos. 7. október 2019 09:14 Sú sem var sögð næsti Steve Jobs greiðir sekt vegna blekkinga Frumkvöðlar sem ætla sér að breyta iðnaði verða að segja fjárfestum sannleikann, segir sú sem fór fyrir málinu gegn þessum frumkvöðli. 14. mars 2018 23:57 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Theranos og Holmes voru hafin upp til skýja þegar hún boðaði byltingu í blóðprufum og rannsóknum. Holmes hélt því fram að tækni sem fyrirtækið þróaði gerði mögulegt að gera hundruð mismunandi rannsókna með aðeins einum blóðdropa. Varð hún að stjörnu í Sílikondal í Bandaríkjunum og var henni jafnvel líkt við Steve Jobs, stofnanda tæknirisans Apple. Tæknin stóð þó aldrei undir digurbarkalegum yfirlýsingum Holmes sem hætti í Stanford-háskóla til að stofna sprotafyrirtækið þegar hún var nítján ára gömul. Theranos dó drottni sínum þegar hún og Ramesh „Sunny“ Balwani, forseti fyrirtækisins, voru bæði ákærð fyrir að blekkja fjárfesta, lækna og sjúklinga með fölskum loforðum. Holmes og Balwani voru par á sínum tíma. Nú segir Reuters-fréttastofan að í greinargerð sem lögmenn Holmes lögðu fram í máli hennar haldi hún því fram að Balwani hafi beitt sig andlegu ofbeldi á tímabilinu sem svikin fóru fram. Það skipti máli varðandi spurningar um hvort að Holmes hafi vitað af því að upplýsingar um fjárhag Theranos sem fjárfestar og aðrir fengu í hendur væru rangar. Holmes er sögð ætla að saka Balwani um að hafa stjórnað sér með ofbeldinu. Balwani hafnaði ásökununum í greinargerð sem lögmenn hans lögðu fyrir. Réttar verður yfir Holmes og Balwani hvort í sínu lagi. Lögmenn Holmes hafa sagt að þeir ætli að kalla til sérfræðing í sálfræðilegum afleiðingum ofbeldis og áfalla sem vitni þegar réttarhöldin yfir henni hefjast.
Bandaríkin Erlend sakamál Elizabeth Holmes og Theranos Tengdar fréttir Hluti af ákærum á hendur stofnanda Theranos felldur niður Stjórnendur nýsköpunarfyrirtækisins umdeilda sæta enn ákæra fyrir svik í tengslum við blóðprufubúnað. 12. febrúar 2020 14:00 Lögmenn stofnanda Theranos vilja losna við hann Holmes var stjórstjarna í nýsköpunarbransanum á sínum tíma en stjarna hennar féll í skugga ásakana um meiriháttar svik og pretti hjá Theranos. 7. október 2019 09:14 Sú sem var sögð næsti Steve Jobs greiðir sekt vegna blekkinga Frumkvöðlar sem ætla sér að breyta iðnaði verða að segja fjárfestum sannleikann, segir sú sem fór fyrir málinu gegn þessum frumkvöðli. 14. mars 2018 23:57 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Hluti af ákærum á hendur stofnanda Theranos felldur niður Stjórnendur nýsköpunarfyrirtækisins umdeilda sæta enn ákæra fyrir svik í tengslum við blóðprufubúnað. 12. febrúar 2020 14:00
Lögmenn stofnanda Theranos vilja losna við hann Holmes var stjórstjarna í nýsköpunarbransanum á sínum tíma en stjarna hennar féll í skugga ásakana um meiriháttar svik og pretti hjá Theranos. 7. október 2019 09:14
Sú sem var sögð næsti Steve Jobs greiðir sekt vegna blekkinga Frumkvöðlar sem ætla sér að breyta iðnaði verða að segja fjárfestum sannleikann, segir sú sem fór fyrir málinu gegn þessum frumkvöðli. 14. mars 2018 23:57