Græn orka er lausnin Teitur Björn Einarsson skrifar 4. september 2021 08:00 Í leiðtogaumræðum á RÚV þann 31. ágúst sl. sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, frambjóðandi Pírata, að ekki þyrfti að virkja meira á Íslandi til að ná árangri í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Vísaði hún þar reyndar ranglega til forstjóra Landsvirkjunar máli sínu til stuðnings. Tiltók hún svo sérstaklega að það væri tímaspursmál hvenær eitt eða fleiri álver á Íslandi myndi loka og lét í það skína að þá myndu Íslendingar vera á grænni grein í orku- og loftslagsmálum. Þessi afstaða Pírata og fleiri flokka á vinstri vængnum lýsir annað hvort talsverðu skilningsleysi á eðli vandans sem við er að glíma á alþjóðavísu í loftslagsmálum eða, sem verra væri, vítaverðu áhugaleysi Pírata og fleiri á að takast raunverulega á við þetta hnattræna hættuástand með alvöru aðgerðum. Hvað þýðir lokun álvers á Íslandi? Reiknað hefur verið út að álver á Íslandi sem framleiðir 360 þúsund tonn af áli á ári sparar heiminum 3,7 milljón tonna losun af CO2 ár hvert miðað við heimsmeðaltalið en 4,8 milljón tonn af losun á ári færist starfsemin til Kína. Af hverju skiptir þetta máli? Jú, heildarlosun á ábyrgð íslenskra stjórnvalda sem loftslagsáætlun þess nær til er 2,9 milljón tonn á ári. Það væru því mjög vondar fréttir fyrir heiminn ef álver lokaði á Íslandi. Því starfsemin mun færast annað sama hvað úthrópunum vinstri manna á Íslandi líður og vera knúið mengandi orkugjöfum en ekki með grænni orku hér á Íslandi. Jákvæðar tilfærslur í loftslagsbókhaldi Íslands leysa ekki vandann. Það er eins og að ætla að læknast af hita með því einu að mæla einhvern annan heilbrigðan. Nær væri að líta svo á að heildarlosun á ábyrgð íslenskra stjórnvalda ætti að aukast um 3,7-4,8 milljón tonn á ári ef álver lokaði á Íslandi af því Íslendingar væru þar með ekki að leggja sitt af mörkun með heimsbyggðinni í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Það þarf að virkja græna orku Loftslagsmál og orkumál verða ekki skilin að. Til að draga umtalsvert úr losun CO2 á heimsvísu þarf að hverfa frá jarðefnaeldsneyti og taka upp umhverfisvænni orkugjafa. Stefna Sjálfstæðisflokksins er að Íslandi taki forystu í orkuskiptum með því að nýta græna innlenda orku. Orkuskipti ná ekki einungis til bifreiða hér innanlands heldur einnig samgangna í lofti og til sjós og kalla þar með á lausnir eins og framleiðslu á rafeldsneyti, til dæmis vetni ofl. Heimurinn kallar á lausnir í loftslagsmálum og þess vegna felast tækifæri í því að ná tökum á framleiðslu vetnis á Íslandi og flytja það út til annarra landa sem skipta þá út mengandi orkugjöfum. Framlag Íslands til að draga úr útblæstri og losun á heimsvísu getur þannig stóraukist og haft verulega þýðingu samhliða efnahagslegum ávinningi um land allt. Það er stórundarlegt að flokkur eins og Vinstri græn, sem kenna sig mikið við umhverfisvernd, hafi ekki skoðað eða rætt afstöðu sína til vetnisframleiðslu á Íslandi í ljósi þess hvað það getur skipt miklu máli í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Til að framleiða vetni og ráðast í orkuskipti hér innanlands þarf græna orku. Hún er til en hana þarf að virkja með eins umhverfisvænum og hagkvæmum hætti og kostur er. Réttast væri að við mat á umhverfisáhrifum virkjana í rammaáætlun verði horft til loftslagsáhrifa af nýtingu grænnar orku. Vinstriflokkar á villigötum Píratar, Vinstri græn og fleiri flokkar vinstrihreyfingarinnar tala hátt um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum en fyrir þeim vakir eitthvað allt annað en árangur í loftslagsmálum. Stefna þeirra er sú að það megi ekki virkja heldur eigi að draga úr neyslu með boðum og bönnum, leggja á skatta og auka miðstýringu. Þeir vilja frekar algjörlega ósnerta náttúru á Íslandi í stað þess að bregðast við aðsteðjandi hættu fyrir mannkynið sem felst í loftslagsbreytingum af mannvöldum um allan heim. Þeirra stefna er röng því hún hefur enga raunverulega þýðingu í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Höfundur skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Björn Einarsson Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Umhverfismál Orkumál Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Í leiðtogaumræðum á RÚV þann 31. ágúst sl. sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, frambjóðandi Pírata, að ekki þyrfti að virkja meira á Íslandi til að ná árangri í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Vísaði hún þar reyndar ranglega til forstjóra Landsvirkjunar máli sínu til stuðnings. Tiltók hún svo sérstaklega að það væri tímaspursmál hvenær eitt eða fleiri álver á Íslandi myndi loka og lét í það skína að þá myndu Íslendingar vera á grænni grein í orku- og loftslagsmálum. Þessi afstaða Pírata og fleiri flokka á vinstri vængnum lýsir annað hvort talsverðu skilningsleysi á eðli vandans sem við er að glíma á alþjóðavísu í loftslagsmálum eða, sem verra væri, vítaverðu áhugaleysi Pírata og fleiri á að takast raunverulega á við þetta hnattræna hættuástand með alvöru aðgerðum. Hvað þýðir lokun álvers á Íslandi? Reiknað hefur verið út að álver á Íslandi sem framleiðir 360 þúsund tonn af áli á ári sparar heiminum 3,7 milljón tonna losun af CO2 ár hvert miðað við heimsmeðaltalið en 4,8 milljón tonn af losun á ári færist starfsemin til Kína. Af hverju skiptir þetta máli? Jú, heildarlosun á ábyrgð íslenskra stjórnvalda sem loftslagsáætlun þess nær til er 2,9 milljón tonn á ári. Það væru því mjög vondar fréttir fyrir heiminn ef álver lokaði á Íslandi. Því starfsemin mun færast annað sama hvað úthrópunum vinstri manna á Íslandi líður og vera knúið mengandi orkugjöfum en ekki með grænni orku hér á Íslandi. Jákvæðar tilfærslur í loftslagsbókhaldi Íslands leysa ekki vandann. Það er eins og að ætla að læknast af hita með því einu að mæla einhvern annan heilbrigðan. Nær væri að líta svo á að heildarlosun á ábyrgð íslenskra stjórnvalda ætti að aukast um 3,7-4,8 milljón tonn á ári ef álver lokaði á Íslandi af því Íslendingar væru þar með ekki að leggja sitt af mörkun með heimsbyggðinni í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Það þarf að virkja græna orku Loftslagsmál og orkumál verða ekki skilin að. Til að draga umtalsvert úr losun CO2 á heimsvísu þarf að hverfa frá jarðefnaeldsneyti og taka upp umhverfisvænni orkugjafa. Stefna Sjálfstæðisflokksins er að Íslandi taki forystu í orkuskiptum með því að nýta græna innlenda orku. Orkuskipti ná ekki einungis til bifreiða hér innanlands heldur einnig samgangna í lofti og til sjós og kalla þar með á lausnir eins og framleiðslu á rafeldsneyti, til dæmis vetni ofl. Heimurinn kallar á lausnir í loftslagsmálum og þess vegna felast tækifæri í því að ná tökum á framleiðslu vetnis á Íslandi og flytja það út til annarra landa sem skipta þá út mengandi orkugjöfum. Framlag Íslands til að draga úr útblæstri og losun á heimsvísu getur þannig stóraukist og haft verulega þýðingu samhliða efnahagslegum ávinningi um land allt. Það er stórundarlegt að flokkur eins og Vinstri græn, sem kenna sig mikið við umhverfisvernd, hafi ekki skoðað eða rætt afstöðu sína til vetnisframleiðslu á Íslandi í ljósi þess hvað það getur skipt miklu máli í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Til að framleiða vetni og ráðast í orkuskipti hér innanlands þarf græna orku. Hún er til en hana þarf að virkja með eins umhverfisvænum og hagkvæmum hætti og kostur er. Réttast væri að við mat á umhverfisáhrifum virkjana í rammaáætlun verði horft til loftslagsáhrifa af nýtingu grænnar orku. Vinstriflokkar á villigötum Píratar, Vinstri græn og fleiri flokkar vinstrihreyfingarinnar tala hátt um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum en fyrir þeim vakir eitthvað allt annað en árangur í loftslagsmálum. Stefna þeirra er sú að það megi ekki virkja heldur eigi að draga úr neyslu með boðum og bönnum, leggja á skatta og auka miðstýringu. Þeir vilja frekar algjörlega ósnerta náttúru á Íslandi í stað þess að bregðast við aðsteðjandi hættu fyrir mannkynið sem felst í loftslagsbreytingum af mannvöldum um allan heim. Þeirra stefna er röng því hún hefur enga raunverulega þýðingu í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Höfundur skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun