Örebro og Häcken unnu Íslendingaslagina Valur Páll Eiríksson skrifar 4. september 2021 15:31 Diljá Ýr Zomers spilaði fyrri hálfleikinn með Hacken í dag sem gefur ekkert eftir í titilbaráttunni. Göteborgs Posten/Vísir Tveir Íslendingaslagir voru á dagskrá í úrvalsdeild kvenna í fótbolta í Svíþjóð í dag. Toppliðin tvö í deildinni gefa lítið eftir og þá urðu úrslit dagsins Kristianstad og Hammarby hliðstæð í Evrópubaráttunni. Diljá Ýr Zomers var í byrjunarliði Häcken sem vann 1-0 útisigur á Piteå. Diljá var tekin út af í hálfleik í stöðunni 0-0 en hin danska Mille Gejl skoraði eina mark leiksins á 48. mínútu. Hlín Eiríksdóttir byrjaði hjá Piteå en fór af velli á 78. mínútu. Häcken sækir áfram að toppliði Rosengård í toppbaráttunni en sex stig aðskilja liðin. Rosengård, sem Glódís Perla Viggósdóttir lék með fyrr á tímabilinu fyrir skipti sín til Bayern Munchen í Þýskalandi, vann 3-0 sigur á AIK í dag. Hallbera Gísladóttir spilaði fyrstu 59 mínúturnar fyrir AIK. Rosengård er með 41 stig á toppnum en Häcken er með 35 stig í öðru sæti. Annar Íslendingaslagur var í deildinni í dag. Wilma Ohman skoraði eina markið er Örebro vann botnlið Växsjö 1-0. Berglind Rós Ágústsdóttir spilaði allan leikinn fyrir Örebro en Cecilía Rán Rúnarsdóttir var allan leikinn á bekknum. Andrea Mist Pálsdóttir spilaði allan leikinn fyrir Växsjö. Växsjö á enn eftir að vinna leik í deildinni og fátt virðist geta komið í veg fyrir fall liðsins. Aðeins eitt lið fellur í ár en Växsjö er með fjögur stig á botninum, sjö frá Piteå, liði Hlínar. AIK er þar fyrir ofan með 13 stig. Sigur Örebro skaut liðinu upp í 17 stig í 9. sæti. Í fjórða leik dagsins tapaði Eskiltuna 1-0 fyrir Vittsjö. Það gefur Íslendingaliðum Kristianstad og Hammarby tækifæri til að sækja að liðinu í baráttunni um Evrópusæti. Þrjú efstu sætin gefa sæti í Meistaradeildinni að ári en Eskiltuna er með 25 stig í þriðja sæti. Hammarby, lið Berglind Bjargar Þorvaldsdóttur, og Kristianstad, lið Sveindísar Jane Jónsdóttur og Sifjar Atladóttur, þjálfað af Elísabetu Gunnarsdóttur, eru bæði með 21 stig þar fyrir neðan. Kristianstad og Hammarby mætast innbyrðis á morgun í mikilvægum leik í Evrópubaráttunni. Leikurinn hefst klukkan 12:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Sænski boltinn Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Sjá meira
Diljá Ýr Zomers var í byrjunarliði Häcken sem vann 1-0 útisigur á Piteå. Diljá var tekin út af í hálfleik í stöðunni 0-0 en hin danska Mille Gejl skoraði eina mark leiksins á 48. mínútu. Hlín Eiríksdóttir byrjaði hjá Piteå en fór af velli á 78. mínútu. Häcken sækir áfram að toppliði Rosengård í toppbaráttunni en sex stig aðskilja liðin. Rosengård, sem Glódís Perla Viggósdóttir lék með fyrr á tímabilinu fyrir skipti sín til Bayern Munchen í Þýskalandi, vann 3-0 sigur á AIK í dag. Hallbera Gísladóttir spilaði fyrstu 59 mínúturnar fyrir AIK. Rosengård er með 41 stig á toppnum en Häcken er með 35 stig í öðru sæti. Annar Íslendingaslagur var í deildinni í dag. Wilma Ohman skoraði eina markið er Örebro vann botnlið Växsjö 1-0. Berglind Rós Ágústsdóttir spilaði allan leikinn fyrir Örebro en Cecilía Rán Rúnarsdóttir var allan leikinn á bekknum. Andrea Mist Pálsdóttir spilaði allan leikinn fyrir Växsjö. Växsjö á enn eftir að vinna leik í deildinni og fátt virðist geta komið í veg fyrir fall liðsins. Aðeins eitt lið fellur í ár en Växsjö er með fjögur stig á botninum, sjö frá Piteå, liði Hlínar. AIK er þar fyrir ofan með 13 stig. Sigur Örebro skaut liðinu upp í 17 stig í 9. sæti. Í fjórða leik dagsins tapaði Eskiltuna 1-0 fyrir Vittsjö. Það gefur Íslendingaliðum Kristianstad og Hammarby tækifæri til að sækja að liðinu í baráttunni um Evrópusæti. Þrjú efstu sætin gefa sæti í Meistaradeildinni að ári en Eskiltuna er með 25 stig í þriðja sæti. Hammarby, lið Berglind Bjargar Þorvaldsdóttur, og Kristianstad, lið Sveindísar Jane Jónsdóttur og Sifjar Atladóttur, þjálfað af Elísabetu Gunnarsdóttur, eru bæði með 21 stig þar fyrir neðan. Kristianstad og Hammarby mætast innbyrðis á morgun í mikilvægum leik í Evrópubaráttunni. Leikurinn hefst klukkan 12:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Sænski boltinn Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Sjá meira