Ríkjandi heimsmeistarinn Lewis Hamilton verður annar í rásröðinni, en hans besti hringur var aðeins 0,038 sekúndum hægari en besti hringur Verstappen í tímatökunum í dag.
Verstappen og Hamilton eru lang efstir í stigakeppni ökuþóra, tæpum 90 stigum á undan næstu mönnum. Hamilton trónir á toppnum eins og er með 202,5 stig, þremur stigum meira en Verstappen í öðru sætinu.
Max Verstappen á því ágætis möguelika á því að hrifsa efsta sætið í stígakeppni ökuþóra með sigri á heimavelli á morgun.