Segja málningarauglýsingar Múrbúðarinnar ekki villandi eftir kvörtun Húsasmiðjunnar Atli Ísleifsson skrifar 9. september 2021 07:00 Borið var saman málningarverð á Íslandi og Danmörku í auglýsingu Múrbúðarinnar sem var efni umkvörtunarinnar. Neytendastofa hyggst ekki grípa til aðgerða eftir kvörtun Húsasmiðjunnar vegna auglýsingar Múrbúðarinnar þar sem verð á málningu sem var til sölu í Múrbúðinni var borið saman við verð á annarri málningu í sölu í Danmörku og hjá Húsasmiðjunni á Íslandi. Í umræddri auglýsingu Múrbúðarinnar, sem birt var á Facebook, var verið auglýsa Colorex Vagans 7 málningu og verð borið saman við verð á Lady Vegg 10 málningu sem er í sölu í Húsasmiðjunni. Í ákvörðun Neytendastofu kemur fram að það hafi verið mat Húsasmiðjunnar að auglýsing Múrbúðarinnar og þær fullyrðingar sem þar hafi komið fram væru villandi og að um ólögmæta samanburðarauglýsingu væri að ræða. Þá hafi Húsasmiðjan talið að auglýsingin bryti í bága við fyrri ákvörðun Neytendastofu þar sem Múrbúðinni hafði verið bannað að stunda ákveðna viðskiptahætti, einnig eftir kvörtun frá Húsasmiðjunni. Í því máli hafði Neytendastofa fallist á rök Húsasmiðjunnar um að Múrbúðin hafi verið með villandi samanburðarauglýsingar á Facebook-síðu sinni þar sem verð á málningu var borinn saman. „Verð á málningu beggja verslana hér á landi væri borið saman við verð á málningu erlendis með almennum hætti án skýringa og án þess að fram kæmi hvaða lönd hafi verið átt við með „í útlöndum“. Af gögnum málsins var ráðið að borið væri saman verð í mismunandi löndum sem talið var villandi gagnvart neytendum,“ sagði um ákvörðun Neytendastofu sem birt var í febrúar síðastliðinn. Ekki villandi samanburður Í svörum Múrbúðarinnar vegna kvörtunar Húsasmiðjunnar nú kom fram að kvörtun Húsasmiðjunnar væri hafnað og að það væri mat félagsins að auglýsingin uppfyllti öll skilyrði laga, bæði um samanburð á verði hér á landi og í Danmörku. „Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að samanburðurinn væri ekki villandi eða óréttmætur enda skýrt tekið fram í auglýsingunni að borið sé saman verð í Danmörku annars vegar og á Íslandi hins vegar. Auk þess taldi Neytendastofa að um sambærilegar vörur væri að ræða, þ.e. vörurnar fullnægi sömu þörfum og séu staðgönguvörur við hvor aðra.“ Neytendastofa féllst því ekki á að Múrbúðin hafi brotið gegn fyrri ákvörðun Neytendastofu og telur því ekki vera tilefni til aðgerða af hálfu stofnunarinnar í málinu. Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Mest lesið Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Sækja á sjötta milljarð króna Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Viðskipti innlent Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Sjá meira
Í umræddri auglýsingu Múrbúðarinnar, sem birt var á Facebook, var verið auglýsa Colorex Vagans 7 málningu og verð borið saman við verð á Lady Vegg 10 málningu sem er í sölu í Húsasmiðjunni. Í ákvörðun Neytendastofu kemur fram að það hafi verið mat Húsasmiðjunnar að auglýsing Múrbúðarinnar og þær fullyrðingar sem þar hafi komið fram væru villandi og að um ólögmæta samanburðarauglýsingu væri að ræða. Þá hafi Húsasmiðjan talið að auglýsingin bryti í bága við fyrri ákvörðun Neytendastofu þar sem Múrbúðinni hafði verið bannað að stunda ákveðna viðskiptahætti, einnig eftir kvörtun frá Húsasmiðjunni. Í því máli hafði Neytendastofa fallist á rök Húsasmiðjunnar um að Múrbúðin hafi verið með villandi samanburðarauglýsingar á Facebook-síðu sinni þar sem verð á málningu var borinn saman. „Verð á málningu beggja verslana hér á landi væri borið saman við verð á málningu erlendis með almennum hætti án skýringa og án þess að fram kæmi hvaða lönd hafi verið átt við með „í útlöndum“. Af gögnum málsins var ráðið að borið væri saman verð í mismunandi löndum sem talið var villandi gagnvart neytendum,“ sagði um ákvörðun Neytendastofu sem birt var í febrúar síðastliðinn. Ekki villandi samanburður Í svörum Múrbúðarinnar vegna kvörtunar Húsasmiðjunnar nú kom fram að kvörtun Húsasmiðjunnar væri hafnað og að það væri mat félagsins að auglýsingin uppfyllti öll skilyrði laga, bæði um samanburð á verði hér á landi og í Danmörku. „Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að samanburðurinn væri ekki villandi eða óréttmætur enda skýrt tekið fram í auglýsingunni að borið sé saman verð í Danmörku annars vegar og á Íslandi hins vegar. Auk þess taldi Neytendastofa að um sambærilegar vörur væri að ræða, þ.e. vörurnar fullnægi sömu þörfum og séu staðgönguvörur við hvor aðra.“ Neytendastofa féllst því ekki á að Múrbúðin hafi brotið gegn fyrri ákvörðun Neytendastofu og telur því ekki vera tilefni til aðgerða af hálfu stofnunarinnar í málinu.
Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Mest lesið Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Sækja á sjötta milljarð króna Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Viðskipti innlent Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Sjá meira