Sá heitir Otabek Rajabov og kemur frá Tajikistan. Mikael Leó hafði unnið fyrstu tvo bardaga sína sannfærandi en Rajabov var of sterkur og vann bardagann á uppgjafartaki í annarri lotu. Okkar maður fær brons fyrir sína flottu frammistöðu en Rajabov berst við kappa frá Barein í úrslitabardaganum.
Mikael Leó er að keppa í flokki 18-21 árs og er nýorðinn 18 ára. Þetta voru hans fyrstu bardagar á ferlinum og óhætt að segja að ferillinn fari frábærlega af stað.
Þarna er á ferð mikið efni sem verður gríðarlega spennandi að fylgjast með í framtíðinni.