Talsverð umræða fór af stað í gær þegar fylgjendur söngkonunnar tóku eftir því að búið væri að loka reikningnum.
Britney róaði hins vegar taugar aðdáenda sinna og tilkynnti á Twitter að hún hafi ákveðið að slökkva á Instagram á meðan hún fagnar trúlofun sinni. Hún snúi þó brátt aftur.
Don t worry folks just taking a little break from social media to celebrate my engagement !!!! I ll be back soon
— Britney Spears (@britneyspears) September 14, 2021
Britney Spears og Sam Asghari tilkynntu um trúlofun sína fyrr í vikunni, en þau hafa nú verið saman í fimm ár.
Lögmaður Spears, Mathew Rosengart, staðfestir einnig í samtali við Page Six að Spears hafi ákveðið að taka hlé frá samfélagsmiðlum.
Heimildarmaður síðunnar segir að Spears sé með þessu að senda sterk skilaboð, en söngkonan hefur mikið verið í fréttum síðustu misserin þar sem hún sækist eftir að losna undan forræði föður síns.
„Hún er hamingjusöm og á frábærum stað. Þögnin gefur verið öflug og sendir öflug skilaboð. Þetta var hennar ákvörðun,“ er haft eftir heimildarmanni með innsýn í líf söngkonunnar.