Oddvitaáskorunin: Flutti ein til útlanda án þess að kunna orð í tungumálinu Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2021 21:01 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Þórdís Kolbrún Reykjfjörð Gylfadóttir leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi í kosningunum. „Ég er fædd og uppalin á Akranesi en ættuð frá Vestfjörðum. Gift Hjalta mínum Sigvaldasyni Mogensen lögmanni og við eigum tvö yndisleg börn, Marvin Gylfa (2012) og Kristínu Fjólu (2016). Pabbi minn er iðnaðarmaður og rekur fyrirtæki uppi á Grundartanga og mamma mín er sjúkraliði.“ „Uppeldið var ástríkt og þau hafa stutt mig í öllu. Leiðarstefið var í grunninn að gera það sem þarf til að standa á eigin fótum, vera sjálfstæð og að eðlilegt sé að hafa þurfi fyrir hlutunum. Ég á þrjá dásamlega bræður og marga góða vini, æfði sund í 10 ár, er stúdent frá Fjölbrautaskóla Vesturlands Akranesi og var í skiptinámi á vegum AFS í Vínarborg einn vetur. Ég lauk BA og ML prófi í lögfræði frá HR og stundaði Erasmus-skiptinám við Universität Salzburg. Eftir að hafa starfað meðal annars sem framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins, stundakennari í stjórnskipunarrétti við lagadeild HR og aðstoðarmaður Ólafar Nordal innanríkisráðherra sóttist ég eftir þingsæti haustið 2016. Ég hef verið ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra síðan í janúar 2017 og dómsmálaráðherra frá mars til september 2019. Ég hlaut kjör til Alþingis fyrir Norðvesturkjördæmi 2016 og var kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins 2018.“ Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Rauðasandur og Ásbyrgi. Hvað færðu þér í bragðaref? Jarðarber, bláber og daim. Uppáhalds bók? Bókaþjófurinn. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Elstu lögin með Spice Girls. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Á Egilsstöðum. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Við hjónin fórum í tímabærar framkvæmdir á heimilinu okkar sem hefur gert heimilið meira að okkar. Hvað tekur þú í bekk? Ekki hugmynd. En ég syndi hratt. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Borða sjaldan morgunmat en þegar ég geri það bursta ég á eftir. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Láta nýjar hugmyndir verða að veruleika í sprotafyrirtæki með meiriháttar frumkvöðlum. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Jæja, fer ekki að verða kominn tími til að keyra annað prógram hérna? Uppáhalds tónlistarmaður? Beyoncé. Besti fimmaurabrandarinn? Fimm maurar gengu inn á bar. - Það er besti fimmmaurabrandarinn. Annars er Ólafur Teitur vinur minn og samstarfsmaður svo virkur í fimmaurunum að það er erfitt að velja. Ein sterkasta minningin úr æsku? Morgnarnir þegar mamma var á morgunvakt á sjúkrahúsinu og skutlaði mér til ömmu Dísu neðar í götunni þar sem ég skreið upp í til hennar þangað til ég fór í leikskólann. Að spila við ömmu og horfa með henni á hundinn Rex. Svo eru sterkar minningar ferðirnar í Hnífsdal að heimsækja ömmu og afa í Holti, leikvöllurinn fyrir aftan hús sérstaklega. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Engin ein fyrirmynd en ég tek margt gott frá mörgu góðu fólki. Besta íslenska Eurovision-lagið? Hvað með það? með Daða og gagnamagninu. Besta frí sem þú hefur farið í? Ferð um Ítalíu sem maðurinn minn skipulagði. Uppáhalds þynnkumatur? Just Wing it vængir og eplasvali. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Þrisvar sinnum, ólík náttúruundur og áfangastaðir í hvert skipti. Litli bróðir minn flýgur yfir gosstöðvarnar, ég á þá ferð eftir. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Hann sagði að ég væri drekinn. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Flytja ein til útlanda án þess að kunna orð í tungumálinu, standa á eigin fótum, ferðast og fara út fyrir þægindarammann var uppáhalds þótt það hljómi ekki flippað. Rómantískasta uppátækið? Það er okkar. Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykjfjörð Gylfadóttir leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi í kosningunum. „Ég er fædd og uppalin á Akranesi en ættuð frá Vestfjörðum. Gift Hjalta mínum Sigvaldasyni Mogensen lögmanni og við eigum tvö yndisleg börn, Marvin Gylfa (2012) og Kristínu Fjólu (2016). Pabbi minn er iðnaðarmaður og rekur fyrirtæki uppi á Grundartanga og mamma mín er sjúkraliði.“ „Uppeldið var ástríkt og þau hafa stutt mig í öllu. Leiðarstefið var í grunninn að gera það sem þarf til að standa á eigin fótum, vera sjálfstæð og að eðlilegt sé að hafa þurfi fyrir hlutunum. Ég á þrjá dásamlega bræður og marga góða vini, æfði sund í 10 ár, er stúdent frá Fjölbrautaskóla Vesturlands Akranesi og var í skiptinámi á vegum AFS í Vínarborg einn vetur. Ég lauk BA og ML prófi í lögfræði frá HR og stundaði Erasmus-skiptinám við Universität Salzburg. Eftir að hafa starfað meðal annars sem framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins, stundakennari í stjórnskipunarrétti við lagadeild HR og aðstoðarmaður Ólafar Nordal innanríkisráðherra sóttist ég eftir þingsæti haustið 2016. Ég hef verið ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra síðan í janúar 2017 og dómsmálaráðherra frá mars til september 2019. Ég hlaut kjör til Alþingis fyrir Norðvesturkjördæmi 2016 og var kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins 2018.“ Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Rauðasandur og Ásbyrgi. Hvað færðu þér í bragðaref? Jarðarber, bláber og daim. Uppáhalds bók? Bókaþjófurinn. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Elstu lögin með Spice Girls. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Á Egilsstöðum. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Við hjónin fórum í tímabærar framkvæmdir á heimilinu okkar sem hefur gert heimilið meira að okkar. Hvað tekur þú í bekk? Ekki hugmynd. En ég syndi hratt. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Borða sjaldan morgunmat en þegar ég geri það bursta ég á eftir. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Láta nýjar hugmyndir verða að veruleika í sprotafyrirtæki með meiriháttar frumkvöðlum. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Jæja, fer ekki að verða kominn tími til að keyra annað prógram hérna? Uppáhalds tónlistarmaður? Beyoncé. Besti fimmaurabrandarinn? Fimm maurar gengu inn á bar. - Það er besti fimmmaurabrandarinn. Annars er Ólafur Teitur vinur minn og samstarfsmaður svo virkur í fimmaurunum að það er erfitt að velja. Ein sterkasta minningin úr æsku? Morgnarnir þegar mamma var á morgunvakt á sjúkrahúsinu og skutlaði mér til ömmu Dísu neðar í götunni þar sem ég skreið upp í til hennar þangað til ég fór í leikskólann. Að spila við ömmu og horfa með henni á hundinn Rex. Svo eru sterkar minningar ferðirnar í Hnífsdal að heimsækja ömmu og afa í Holti, leikvöllurinn fyrir aftan hús sérstaklega. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Engin ein fyrirmynd en ég tek margt gott frá mörgu góðu fólki. Besta íslenska Eurovision-lagið? Hvað með það? með Daða og gagnamagninu. Besta frí sem þú hefur farið í? Ferð um Ítalíu sem maðurinn minn skipulagði. Uppáhalds þynnkumatur? Just Wing it vængir og eplasvali. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Þrisvar sinnum, ólík náttúruundur og áfangastaðir í hvert skipti. Litli bróðir minn flýgur yfir gosstöðvarnar, ég á þá ferð eftir. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Hann sagði að ég væri drekinn. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Flytja ein til útlanda án þess að kunna orð í tungumálinu, standa á eigin fótum, ferðast og fara út fyrir þægindarammann var uppáhalds þótt það hljómi ekki flippað. Rómantískasta uppátækið? Það er okkar.
Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira