Ef úrslit kosninga væru í samræmi við niðurstöður könnunarinnar væri ríkisstjórnin fallin og næði inn 31 þingmanni. Samkvæmt niðurstöðunum fengju Vinstri græn 12,1% fylgi, Samfylkingin 13,0%, Píratar 11,8% og Sósíalistaflokkurinn 8,6%. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 20,3% og Miðflokkurinn með 4,6%.
Hækkun Framsóknar og Viðreisnar, sem sást í könnun MMR og Morgunblaðsins í síðustu viku gengur að miklu leyti til baka en Framsókn mælist nú með 12,7% og Viðreisn 10,7%.
Samkvæmt niðurstöðunum fengi Flokkur fólksins 5,6% fylgi og Sósíalistaflokkurinn 8,6% en það er næsthæsta mæling flokksins frá upphafi.
Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn fékk 0,47% og Ábyrg framtíð 0,27%. Könnunin var gerð dagana 15. til 17. september og tóku 1.102 afstöðu til stjórnmálaflokkanna.