Þingsætum flokks Pútíns fækkar miðað við fyrstu tölur Árni Sæberg skrifar 19. september 2021 21:35 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Alexei Druzhinin Þegar tíu prósent atkvæða í rússnesku þingkosningunum hafa verið talin er Sameinað Rússland, flokkur Vladimírs Pútín, með 38 prósent atkvæða. Í síðustu kosningum hlaut flokkurinn 54 prósent atkvæða. Þingkosningar í Rússlandi eru tvískiptar, annars vegar eru listakosningar þar sem 225 þingsæti eru í boði og hins vegar einstaklingskosningar sem skera úr um hverjir fá hin 225 þingsætin. Sameinað Rússland er með 38 prósent atkvæða í listakosningunum og 130 sæti í einstaklingskosningunum ef tekið er mið af fyrstu tölum. Því er óvíst hvort flokkur Pútíns muni ná þeim 66 prósentum þingsæta sem þarf til að geta breytt stjórnarskrá landsins. Samkvæmt frétt AP er vald til stjórnarskrárbreytinga gríðarlega mikilvægt ætli Pútín sér að halda völdum lengur en til 2024. Sósíalistar sækja í sig veðrið Sósíalistaflokkur Rússlands mun að öllu óbreyttu vera næststærsti flokkurinn á rússneska þinginu með 25 prósent atkvæða. Í kosningunum árið 2016 hlutu sósíalistar einungis þrettán prósent atkvæða. Andstæðingar bannaðir og grunur um kosningasvindl Í aðdraganda kosninganna tilkynntu rússnesk yfirvöld að öll samtök tengd Alexei Navalní væru öfgasamtök og þeim væri því meinað að bjóða sig fram til þings. Navalní hefur um árabil verið einn helsti andstæðingur Pútíns en hann dúsar nú í fangelsi. Þá hafa tilkynningar um kosningasvindl borist í stríðum straumum allt frá upphafi kosninganna á föstudagsmorgun. Til að mynda hafa kjósendur sagt fjölmiðlum í Rússlandi að vinnuveitendur þeirra hefðu skipað þeim að kjósa. Rússland Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira
Þingkosningar í Rússlandi eru tvískiptar, annars vegar eru listakosningar þar sem 225 þingsæti eru í boði og hins vegar einstaklingskosningar sem skera úr um hverjir fá hin 225 þingsætin. Sameinað Rússland er með 38 prósent atkvæða í listakosningunum og 130 sæti í einstaklingskosningunum ef tekið er mið af fyrstu tölum. Því er óvíst hvort flokkur Pútíns muni ná þeim 66 prósentum þingsæta sem þarf til að geta breytt stjórnarskrá landsins. Samkvæmt frétt AP er vald til stjórnarskrárbreytinga gríðarlega mikilvægt ætli Pútín sér að halda völdum lengur en til 2024. Sósíalistar sækja í sig veðrið Sósíalistaflokkur Rússlands mun að öllu óbreyttu vera næststærsti flokkurinn á rússneska þinginu með 25 prósent atkvæða. Í kosningunum árið 2016 hlutu sósíalistar einungis þrettán prósent atkvæða. Andstæðingar bannaðir og grunur um kosningasvindl Í aðdraganda kosninganna tilkynntu rússnesk yfirvöld að öll samtök tengd Alexei Navalní væru öfgasamtök og þeim væri því meinað að bjóða sig fram til þings. Navalní hefur um árabil verið einn helsti andstæðingur Pútíns en hann dúsar nú í fangelsi. Þá hafa tilkynningar um kosningasvindl borist í stríðum straumum allt frá upphafi kosninganna á föstudagsmorgun. Til að mynda hafa kjósendur sagt fjölmiðlum í Rússlandi að vinnuveitendur þeirra hefðu skipað þeim að kjósa.
Rússland Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira