Ratcliffe: „Ég mun ekki kaupa meira land“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. september 2021 11:35 Fréttastofa ræddi við Ratcliffe sem var kominn til landsins til að sitja málþing á vegum verkefnis síns um villta laxastofninn. vísir/sigurjón Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe mun ekki sækjast eftir því að kaupa meira land á Íslandi þó það sé að hans sögn fullkominn staður fyrir verkefni hans til að styrkja stofn Atlantshafslaxins. Hann segist ekki vilja fá Íslendinga upp á móti sér. Ratcliffe heldur úti Verndarsvæði laxa á Norðausturlandi, verkefni sem hófst árið 2019 og er ætlað að styðja við íslenska laxastofninn. Málþing á vegum verkefnisins hefur farið fram síðustu tvo daga og er Ratcliffe á meðal gesta. Fréttastofa náði tali af honum á málþinginu. Á eitt prósent alls Íslands Ratcliffe hefur undanfarin ár fest kaup á jörðum og veiðiréttindum á Norðausturlandi. Þær jarðir sem Ratcliffe á hlut í nú þegar eru ríflega 100 þúsund hektarar, eða um 1 prósent af öllu landsvæði Íslands. En mun hann sækjast eftir meira landi á næstunni? „Nei, ég mun ekki kaupa meira land því að Íslendingar eru auðvitað búnir að breyta lögum sínum núna. Ég ætla ekki að brjóta lögin og ég vil ekki gera Íslendinga ósátta. Ég hef alls engan áhuga á því," segir Ratcliffe og vísar þar í tiltölulega nýsamþykkt lög sem banna jarðakaup erlendra aðila nema með ströngum undantekningum. Hann segir landið þó einstakt og fullkominn stað fyrir verkefni sitt, sem snýr að því að styrkja stofn Norður-Atlantshafslaxins. Ratcliffe var svartsýnn á framtíð laxastofnsins þegar fréttastofa ræddi við hann í gær: „Þið eruð afar fá miðað við hve landið er í raun stórt. Og umhverfið ykkar er stórkostlegt," segir Ratcliffe. Hann dásamar þá vistkerfi landsins, litla mengun og það hve strjálbýlt landið er. Þrátt fyrir að hann sé hættur landkaupum sínum mun hann halda verkefni sínu og uppbyggingu á Norðausturlandi áfram. „Þetta gæti verið síðasti staðurinn þar sem Norður-Atlantshafslaxinn getur lifað af. Við værum því mjög til í að fá að halda áfram með verkefnið," segir Jim Ratcliffe. Vopnafjörður Lax Dýr Umhverfismál Íslandsvinir Jarðakaup útlendinga Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Sjá meira
Ratcliffe heldur úti Verndarsvæði laxa á Norðausturlandi, verkefni sem hófst árið 2019 og er ætlað að styðja við íslenska laxastofninn. Málþing á vegum verkefnisins hefur farið fram síðustu tvo daga og er Ratcliffe á meðal gesta. Fréttastofa náði tali af honum á málþinginu. Á eitt prósent alls Íslands Ratcliffe hefur undanfarin ár fest kaup á jörðum og veiðiréttindum á Norðausturlandi. Þær jarðir sem Ratcliffe á hlut í nú þegar eru ríflega 100 þúsund hektarar, eða um 1 prósent af öllu landsvæði Íslands. En mun hann sækjast eftir meira landi á næstunni? „Nei, ég mun ekki kaupa meira land því að Íslendingar eru auðvitað búnir að breyta lögum sínum núna. Ég ætla ekki að brjóta lögin og ég vil ekki gera Íslendinga ósátta. Ég hef alls engan áhuga á því," segir Ratcliffe og vísar þar í tiltölulega nýsamþykkt lög sem banna jarðakaup erlendra aðila nema með ströngum undantekningum. Hann segir landið þó einstakt og fullkominn stað fyrir verkefni sitt, sem snýr að því að styrkja stofn Norður-Atlantshafslaxins. Ratcliffe var svartsýnn á framtíð laxastofnsins þegar fréttastofa ræddi við hann í gær: „Þið eruð afar fá miðað við hve landið er í raun stórt. Og umhverfið ykkar er stórkostlegt," segir Ratcliffe. Hann dásamar þá vistkerfi landsins, litla mengun og það hve strjálbýlt landið er. Þrátt fyrir að hann sé hættur landkaupum sínum mun hann halda verkefni sínu og uppbyggingu á Norðausturlandi áfram. „Þetta gæti verið síðasti staðurinn þar sem Norður-Atlantshafslaxinn getur lifað af. Við værum því mjög til í að fá að halda áfram með verkefnið," segir Jim Ratcliffe.
Vopnafjörður Lax Dýr Umhverfismál Íslandsvinir Jarðakaup útlendinga Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Sjá meira