Fullveldi og lýðræði haldast í hendur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 24. september 2021 22:45 Til þessa hafa talsmenn þess að Ísland gangi í Evrópusambandið viljað telja okkur Íslendingum trú um að við inngöngu í sambandið myndu kjörnir fulltrúar okkar hafa heilmikið um þær ákvarðanir að segja sem teknar væru innan þess og snertu hagsmuni lands og þjóðar. Reyndar var hér áður fyrr ósjaldan látið eins og fulltrúar okkar myndu geta ráðið nánast öllu sem þeir vildu þar á bæ kæmi til inngöngu okkar í það. Hins vegar hefur þessi málflutningur breytzt í grundvallatatriðum í gegnum tíðina. Þannig var fyrst lengi vel talað um að Ísland þyrfti að ganga í Evrópusambandið til þess að hafa þar áhrif. Talsvert er hins vegar síðan nær alfarið var hætt að ræða málin á þeim nótum og í stað þess látið nægja að tala um að Íslendingar þyrftu að eiga sæti við borðið þó engin trygging sé vitanlega fyrir því að hlustað yrði á þann sem þar sæti. Vert er að hafa í huga í þessu sambandi að möguleikar ríkja á að hafa áhrif innan Evrópusambandsins hafa fyrst og fremst, og í vaxandi mæli, farið eftir því hversu fjölmenn þau eru. Þar hafa fjölmennustu ríkin eðli málsins samkvæmt verið í lykilhlutverki og enn fremur styrkt stöðu sína í þeim efnum undanfarin ár, einkum á kostnað fámennustu ríkjanna. Ekki sízt þar sem einróma samþykki heyrir nær sögunni til. Komi sem minnst að regluverkinu Hins vegar kvað við talsvert nýjan tón í aðsendri grein eftir Dóru Sif Tynes, formanns samtakanna Já Ísland og frambjóðanda Viðreisnar, á Vísir.is fyrr í vikunni þar sem kom fram sú skoðun að æskilegt væri að kjörnir fulltrúar Íslendinga hefðu sem minnsta aðkomu að því regluverki Evrópusambandsins sem tekið er upp hér á landi í gegnum aðild landsins að EES-samningnum og tæki gildi ef við gengjum í sambandið. Helzt mátti raunar ætla af lestri greinarinnar að Ísland væri einhvers konar einræðisríki þar sem þeir sem færu með stjórnartaumana gerðu það án lýðræðislegs umboðs frá kjósendum. Talaði greinarhöfundur þannig annars vegar um fullveldi þeirra sem réðu og hins vegar um fullveldi einstaklinganna. Fullveldið er hins vegar vitanlega þjóðarinnar og það hverjir stjórna landinu hverju sinni ræðst af niðurstöðum kosninga. Þær ákvarðanir sem teknar eru á vettvangi Evrópusambandsins geta hentað hagsmunum okkar Íslendinga ágætlega en þær geta hæglega að sama skapi hentað hagsmunum okkar illa og jafnvel mjög illa eins og dæmin sýna. Nægir sennilega að nefna í því sambandi meingallaða tilskipun sambandsins um innistæðutryggingar. Hvað eiga Íslendingar að gera ef ákvarðanir Evrópusambandsins skaða hagsmuni þjóðarinnar? Kemur ekki sérlega mikið á óvart Við Íslendingar höfum valdið til þess að reka þá sem stjórna landinu í kosningum. Þó verulegt vald hafi raunar þegar verið framselt til Evrópusambandsins, beint og óbeint, í gegnum aðild Íslands að EES-samningnum og sem sér ekki fyrir endann á. Við getum hins vegar ekki rekið embættismenn sambandsins og stjórnmálamenn fjölmennari ríkja þess sem taka fyrst og fremst þær ákvarðanir sem teknar eru þar á bæ. Grundvallarmunur er á því að halda því fram að kjörnir fulltrúar okkar Íslendinga myndu hafa mikil áhrif innan Evrópusambandsins og því að æskilegt sé að þeir komi sem minnst að ákvörðunum þess. Sá breytti málflutningur þarf hins vegar ekki að koma á óvart í ljósi þess að jafnt og þétt hefur verið þrengt að möguleikum fámennustu ríkjanna innan Evrópusambandsins á undanförnum árum til þess að hafa áhrif innan þess. Fullveldi og lýðræði þjóðarinnar eru einfaldlega sitt hvor hliðin á sama peningi. Hvaða gagn er í raun að lýðræðinu ef valdið til þess að taka ákvarðanir um mál þjóðarinnar hefur að meira eða minna leyti verið framselt til embættis- og stjórnmálamanna sem íslenzkir kjósendur hafa ekkert yfir að segja? Það er ekki að ástæðulausu að barizt var fyrir því í sjálfstæðisbaráttunni að færa valdið yfir íslenzkum málum inn í landið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Til þessa hafa talsmenn þess að Ísland gangi í Evrópusambandið viljað telja okkur Íslendingum trú um að við inngöngu í sambandið myndu kjörnir fulltrúar okkar hafa heilmikið um þær ákvarðanir að segja sem teknar væru innan þess og snertu hagsmuni lands og þjóðar. Reyndar var hér áður fyrr ósjaldan látið eins og fulltrúar okkar myndu geta ráðið nánast öllu sem þeir vildu þar á bæ kæmi til inngöngu okkar í það. Hins vegar hefur þessi málflutningur breytzt í grundvallatatriðum í gegnum tíðina. Þannig var fyrst lengi vel talað um að Ísland þyrfti að ganga í Evrópusambandið til þess að hafa þar áhrif. Talsvert er hins vegar síðan nær alfarið var hætt að ræða málin á þeim nótum og í stað þess látið nægja að tala um að Íslendingar þyrftu að eiga sæti við borðið þó engin trygging sé vitanlega fyrir því að hlustað yrði á þann sem þar sæti. Vert er að hafa í huga í þessu sambandi að möguleikar ríkja á að hafa áhrif innan Evrópusambandsins hafa fyrst og fremst, og í vaxandi mæli, farið eftir því hversu fjölmenn þau eru. Þar hafa fjölmennustu ríkin eðli málsins samkvæmt verið í lykilhlutverki og enn fremur styrkt stöðu sína í þeim efnum undanfarin ár, einkum á kostnað fámennustu ríkjanna. Ekki sízt þar sem einróma samþykki heyrir nær sögunni til. Komi sem minnst að regluverkinu Hins vegar kvað við talsvert nýjan tón í aðsendri grein eftir Dóru Sif Tynes, formanns samtakanna Já Ísland og frambjóðanda Viðreisnar, á Vísir.is fyrr í vikunni þar sem kom fram sú skoðun að æskilegt væri að kjörnir fulltrúar Íslendinga hefðu sem minnsta aðkomu að því regluverki Evrópusambandsins sem tekið er upp hér á landi í gegnum aðild landsins að EES-samningnum og tæki gildi ef við gengjum í sambandið. Helzt mátti raunar ætla af lestri greinarinnar að Ísland væri einhvers konar einræðisríki þar sem þeir sem færu með stjórnartaumana gerðu það án lýðræðislegs umboðs frá kjósendum. Talaði greinarhöfundur þannig annars vegar um fullveldi þeirra sem réðu og hins vegar um fullveldi einstaklinganna. Fullveldið er hins vegar vitanlega þjóðarinnar og það hverjir stjórna landinu hverju sinni ræðst af niðurstöðum kosninga. Þær ákvarðanir sem teknar eru á vettvangi Evrópusambandsins geta hentað hagsmunum okkar Íslendinga ágætlega en þær geta hæglega að sama skapi hentað hagsmunum okkar illa og jafnvel mjög illa eins og dæmin sýna. Nægir sennilega að nefna í því sambandi meingallaða tilskipun sambandsins um innistæðutryggingar. Hvað eiga Íslendingar að gera ef ákvarðanir Evrópusambandsins skaða hagsmuni þjóðarinnar? Kemur ekki sérlega mikið á óvart Við Íslendingar höfum valdið til þess að reka þá sem stjórna landinu í kosningum. Þó verulegt vald hafi raunar þegar verið framselt til Evrópusambandsins, beint og óbeint, í gegnum aðild Íslands að EES-samningnum og sem sér ekki fyrir endann á. Við getum hins vegar ekki rekið embættismenn sambandsins og stjórnmálamenn fjölmennari ríkja þess sem taka fyrst og fremst þær ákvarðanir sem teknar eru þar á bæ. Grundvallarmunur er á því að halda því fram að kjörnir fulltrúar okkar Íslendinga myndu hafa mikil áhrif innan Evrópusambandsins og því að æskilegt sé að þeir komi sem minnst að ákvörðunum þess. Sá breytti málflutningur þarf hins vegar ekki að koma á óvart í ljósi þess að jafnt og þétt hefur verið þrengt að möguleikum fámennustu ríkjanna innan Evrópusambandsins á undanförnum árum til þess að hafa áhrif innan þess. Fullveldi og lýðræði þjóðarinnar eru einfaldlega sitt hvor hliðin á sama peningi. Hvaða gagn er í raun að lýðræðinu ef valdið til þess að taka ákvarðanir um mál þjóðarinnar hefur að meira eða minna leyti verið framselt til embættis- og stjórnmálamanna sem íslenzkir kjósendur hafa ekkert yfir að segja? Það er ekki að ástæðulausu að barizt var fyrir því í sjálfstæðisbaráttunni að færa valdið yfir íslenzkum málum inn í landið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði).
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun