Hundraðasti sigur Hamilton í hádramatískum Rússlandskappakstri Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. september 2021 13:56 Lewis Hamilton kemur í mark í Rússlandi við mikinn fögnuð liðsfélaga sinna. Lars Baron - Formula 1/Formula 1 via Getty Images Breski ökuþórinn Lewis Hamilton vann sinn hundraðasta sigur á ferlinum þegar að keppt var í formúlu 1 í Rússlandi í dag. Lando Norris var fremstur lengst af, en rigning á lokahringjunum varð honum að falli. Norris var á ráspól í fyrsta skipti á ferlinum þegar ræst var í Sochi í Rússlandi í dag. Hamilton var fjórði og hans helsti keppinautur um heimsmeistaratitilinn, Max Verstappen, tók út refsingu og ræsti aftastur. Hamilton fór ekki nógu vel af stað og féll niður í sjöunda sæti í upphafi keppni. Carlos Sainz á Ferrrari tók forystuna af Lando Norris, en Norris kom sér fljótlega aftur í fremsta sæti. Breski heimsmeistarinn vann upp sæti hægt og bítandi, og á sama tíma vann Verstappen sig hratt upp listann. Þegar um fimm hingir voru eftir var Norris fremstur, Hamilton annar og Verstappen kominn í þriðja og seinasta verðlaunasætið. Þegar þarna var komið við sögu fór að rigna, og liðin þurftu því að taka snögga ákvörðun um það hvort að skynsamlegt væri að fara inn á þjónustusvæði til að setja regndekkin undir, eða að halda áfram á þeim dekkjum sem þeir voru á og vona það besta. Hamilton og Verstappen skiptu um dekk á meðan að Norris hélt ótrauður áfram. Það reyndust þó vera dýrkeypt mistök fyrir Norris, en á næstu mínútum bætti mikið í rigningu og hann réð ekkert við bílinn. Verstappen og Hamilton sóttu hratt að Norris og fóru að lokum nokkuð auðveldlega fram úr honum. Lewis Hamilton kom fyrstur í mark, en þetta var hundraðasti sigur hans á ferlinum í formúlu 1. Hann er jafnframt fyristi ökumaðurinn í sögu formúlu 1 til að vinna hundrað keppnir. HISTORY!!! 💯@LewisHamilton becomes the first F1 driver ever to reach 100 wins 👏👏👏#RussianGP #F1 pic.twitter.com/AK5cCAaxpe— Formula 1 (@F1) September 26, 2021 Með sigrinum tekur hann forystuna í stigakeppni ökuþóra og er nú tveimur stigum fyrir ofan Max Vertappen sem kom annar í mark. Norris, sem sá í hyllingum sinn fyrsta sigur á ferlinum, féll alla leið niður í sjöunda sæti, en það var Carlos Sainz sem að hrifsaði til sín þriðja sætið og komst því á verðlaunapall. Formúla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira
Norris var á ráspól í fyrsta skipti á ferlinum þegar ræst var í Sochi í Rússlandi í dag. Hamilton var fjórði og hans helsti keppinautur um heimsmeistaratitilinn, Max Verstappen, tók út refsingu og ræsti aftastur. Hamilton fór ekki nógu vel af stað og féll niður í sjöunda sæti í upphafi keppni. Carlos Sainz á Ferrrari tók forystuna af Lando Norris, en Norris kom sér fljótlega aftur í fremsta sæti. Breski heimsmeistarinn vann upp sæti hægt og bítandi, og á sama tíma vann Verstappen sig hratt upp listann. Þegar um fimm hingir voru eftir var Norris fremstur, Hamilton annar og Verstappen kominn í þriðja og seinasta verðlaunasætið. Þegar þarna var komið við sögu fór að rigna, og liðin þurftu því að taka snögga ákvörðun um það hvort að skynsamlegt væri að fara inn á þjónustusvæði til að setja regndekkin undir, eða að halda áfram á þeim dekkjum sem þeir voru á og vona það besta. Hamilton og Verstappen skiptu um dekk á meðan að Norris hélt ótrauður áfram. Það reyndust þó vera dýrkeypt mistök fyrir Norris, en á næstu mínútum bætti mikið í rigningu og hann réð ekkert við bílinn. Verstappen og Hamilton sóttu hratt að Norris og fóru að lokum nokkuð auðveldlega fram úr honum. Lewis Hamilton kom fyrstur í mark, en þetta var hundraðasti sigur hans á ferlinum í formúlu 1. Hann er jafnframt fyristi ökumaðurinn í sögu formúlu 1 til að vinna hundrað keppnir. HISTORY!!! 💯@LewisHamilton becomes the first F1 driver ever to reach 100 wins 👏👏👏#RussianGP #F1 pic.twitter.com/AK5cCAaxpe— Formula 1 (@F1) September 26, 2021 Með sigrinum tekur hann forystuna í stigakeppni ökuþóra og er nú tveimur stigum fyrir ofan Max Vertappen sem kom annar í mark. Norris, sem sá í hyllingum sinn fyrsta sigur á ferlinum, féll alla leið niður í sjöunda sæti, en það var Carlos Sainz sem að hrifsaði til sín þriðja sætið og komst því á verðlaunapall.
Formúla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira