Nina Kraviz með besta lag mánaðarins Tinni Sveinsson skrifar 1. október 2021 20:01 Nina Kraviz á sviði á tónlistarhátíðinni Coachella árið 2019. Frazer Harrison/Getty Images Tónlistarþátturinn PartyZone hefur sett saman lista yfir 30 bestu danstónlistarlög septembermánaðar. Á toppnum trónir hin rússneska Nina Kraviz. Nina Kraviz er hlustendum PartyZone að góðu kunn en hún hefur verið með vinsælustu tónlistarmönnum danstónlistarsenunnar síðastliðinn áratug. Lagið sem trónir á toppi PartyZone listans þennan mánuðinn heitir Skyscrapers og er endurhljóðblöndun gerð af hinum þýska Solomun. Nýr þáttur af PartyZone fer í loftið hér á Vísi á föstudögum og er hann síðan aðgengilegur á helstu hlaðvarpsveitum og á Mixcloud-rás þáttarins. „PartyZone listinn fyrir september er mál málanna í þætti vikunnar. Sem fyrr grömsum við í plötukössunum hjá íslenskum plötusnúðum og skoðum allt það helsta sem er að koma út eða er að trylla á dansgólfunum þessa dagana,“ segir Helgi Már Bjarnason, einn umsjónarmanna þáttarins en hægt er að hlusta á hann hér fyrir neðan. Klippa: Party Zone listinn fyrir september Djúpt og lágskýjað stöff „Listinn er troðfullur af funheitri tónlist úr öllum áttum. Það er komið haust í tónlistina, djúpt og lágskýjað stöff í bland við þétta og klúbbavæna tónlist. Þó má þarna finna einstaka lög fyrir sundlaugabakka. Gorgon City, Disclosure, Kraak & Smaak og Sofia Kourtesis hafa verið að gefa út flott efni á þessu ári. Gamlar hetjur eins og Áme, NY hetjurnar David Morales og og Louie Vega, DJ Spinna og Laurent Garnier koma síðan sterkar inn með lög eða endurhljóðblandanir. Í þriðja sæti listans er geggjað remix af gamla Rósenberg trans slagaranum Age of Love (1992). Þá má finna eitt íslenskt lag á listanum að þessu sinni en það er ný endurhljóðblöndun af gömlu teknólagi frá Exos frá 1999 sem heitir Áttfalt,“ segir Helgi ennfremur. Hér má renna yfir listann í heild sinni. Lag ársins 2001 Í þættinum er að finna dagskrárliðinn Múmía kvöldsins, sem er gömul klassík úr danstónlistinni. Að þessu sinni var PartyZone listinn fyrir nákvæmlega 20 árum skoðaður en þar sat á toppnum lag sem átti síðar eftir að vera topplagið á árslista þáttarins 2001. Norsku kapparnir í Royksopp voru sjóðheitir á þessum tíma og er umrætt lag endurhljóðblöndun þeirra af laginu Please Stay með Mekon og 80s söngvaranum Marc Almond. Hægt er að hlusta á það hér fyrir neðan. PartyZone Tengdar fréttir Völdu Andrés plötusnúð mánaðarins Dansþáttur þjóðarinnar, PartyZone, útnefnir plötusnúð mánaðarins í vetur og mun hann setja saman eitt eða fleiri "mixteip" með danstónlist. Hann hefur frjálsar hendur og setur saman sett með tónlist sem hann er með í spilun þá stundina og einkennir hann eða hana tónlistarlega. 10. september 2021 20:00 Halda kúlinu þrátt fyrir vinsældir PartyZone gaf út vikulegan þátt sinn í hádeginu í dag. Þar er kynntur til leiks topplisti fyrir ágúst. 27. ágúst 2021 21:00 Símon Fknhndsm með yfirtöku í nýjasta þætti PartyZone Í nýjasta þætti PartyZone er Símon Fknhndsm, einn öflugasti plötusnúður landsins og einn stjórnenda þáttarins, með DJ takeover og spilar og hljóðblandar sína uppáhalds tónlist. 24. ágúst 2021 17:50 Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Nina Kraviz er hlustendum PartyZone að góðu kunn en hún hefur verið með vinsælustu tónlistarmönnum danstónlistarsenunnar síðastliðinn áratug. Lagið sem trónir á toppi PartyZone listans þennan mánuðinn heitir Skyscrapers og er endurhljóðblöndun gerð af hinum þýska Solomun. Nýr þáttur af PartyZone fer í loftið hér á Vísi á föstudögum og er hann síðan aðgengilegur á helstu hlaðvarpsveitum og á Mixcloud-rás þáttarins. „PartyZone listinn fyrir september er mál málanna í þætti vikunnar. Sem fyrr grömsum við í plötukössunum hjá íslenskum plötusnúðum og skoðum allt það helsta sem er að koma út eða er að trylla á dansgólfunum þessa dagana,“ segir Helgi Már Bjarnason, einn umsjónarmanna þáttarins en hægt er að hlusta á hann hér fyrir neðan. Klippa: Party Zone listinn fyrir september Djúpt og lágskýjað stöff „Listinn er troðfullur af funheitri tónlist úr öllum áttum. Það er komið haust í tónlistina, djúpt og lágskýjað stöff í bland við þétta og klúbbavæna tónlist. Þó má þarna finna einstaka lög fyrir sundlaugabakka. Gorgon City, Disclosure, Kraak & Smaak og Sofia Kourtesis hafa verið að gefa út flott efni á þessu ári. Gamlar hetjur eins og Áme, NY hetjurnar David Morales og og Louie Vega, DJ Spinna og Laurent Garnier koma síðan sterkar inn með lög eða endurhljóðblandanir. Í þriðja sæti listans er geggjað remix af gamla Rósenberg trans slagaranum Age of Love (1992). Þá má finna eitt íslenskt lag á listanum að þessu sinni en það er ný endurhljóðblöndun af gömlu teknólagi frá Exos frá 1999 sem heitir Áttfalt,“ segir Helgi ennfremur. Hér má renna yfir listann í heild sinni. Lag ársins 2001 Í þættinum er að finna dagskrárliðinn Múmía kvöldsins, sem er gömul klassík úr danstónlistinni. Að þessu sinni var PartyZone listinn fyrir nákvæmlega 20 árum skoðaður en þar sat á toppnum lag sem átti síðar eftir að vera topplagið á árslista þáttarins 2001. Norsku kapparnir í Royksopp voru sjóðheitir á þessum tíma og er umrætt lag endurhljóðblöndun þeirra af laginu Please Stay með Mekon og 80s söngvaranum Marc Almond. Hægt er að hlusta á það hér fyrir neðan.
PartyZone Tengdar fréttir Völdu Andrés plötusnúð mánaðarins Dansþáttur þjóðarinnar, PartyZone, útnefnir plötusnúð mánaðarins í vetur og mun hann setja saman eitt eða fleiri "mixteip" með danstónlist. Hann hefur frjálsar hendur og setur saman sett með tónlist sem hann er með í spilun þá stundina og einkennir hann eða hana tónlistarlega. 10. september 2021 20:00 Halda kúlinu þrátt fyrir vinsældir PartyZone gaf út vikulegan þátt sinn í hádeginu í dag. Þar er kynntur til leiks topplisti fyrir ágúst. 27. ágúst 2021 21:00 Símon Fknhndsm með yfirtöku í nýjasta þætti PartyZone Í nýjasta þætti PartyZone er Símon Fknhndsm, einn öflugasti plötusnúður landsins og einn stjórnenda þáttarins, með DJ takeover og spilar og hljóðblandar sína uppáhalds tónlist. 24. ágúst 2021 17:50 Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Völdu Andrés plötusnúð mánaðarins Dansþáttur þjóðarinnar, PartyZone, útnefnir plötusnúð mánaðarins í vetur og mun hann setja saman eitt eða fleiri "mixteip" með danstónlist. Hann hefur frjálsar hendur og setur saman sett með tónlist sem hann er með í spilun þá stundina og einkennir hann eða hana tónlistarlega. 10. september 2021 20:00
Halda kúlinu þrátt fyrir vinsældir PartyZone gaf út vikulegan þátt sinn í hádeginu í dag. Þar er kynntur til leiks topplisti fyrir ágúst. 27. ágúst 2021 21:00
Símon Fknhndsm með yfirtöku í nýjasta þætti PartyZone Í nýjasta þætti PartyZone er Símon Fknhndsm, einn öflugasti plötusnúður landsins og einn stjórnenda þáttarins, með DJ takeover og spilar og hljóðblandar sína uppáhalds tónlist. 24. ágúst 2021 17:50