Hlutabréf bóluefnaframleiðenda hríðféllu eftir tilkynningu um nýtt Covid-lyf í pilluformi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. október 2021 10:00 Svona líta pillurnar út. Merck & Co/AP Hlutabréf í lyfjafyrirtækjunum Moderna og BioNTech hríðféllu á mörkuðum í gær eftir að tilkynnt var um árangur nýs veirulyfs í pilluformi gegn Covid-19. Bandaríska lyfjafyrirtækið Merck tilkynnti í gær jákvæðar niðurstöður vegna rannsókna á lyfinu Molnupiravir, veirulyfi sem ætlað er gegn Covid-19 og er í pilluformi. Niðurstöðurnar reyndust svo jákvæðar að mælt var með því að stöðva rannsóknina og hyggst Merck sækja um markaðsleyfi eins fljótt og auðið er. Fari lyfið, sem nefnt er eftir Mjölni, hamri þrumuguðsins Þórs, markar það þáttaskil í baráttunni gegn Covid-19, þar sem öll þau veirulyf sem sýnt hefur verið fram á að það gagnist gegn Covid-19 eru gefin í æð. Sem áður segir er Molnupiravir í pilluformi. Í frétt Reuters segir að fjárfestar hafi tekið vel í tíðindin en hlutabréf Merck hækkuðu um 8,4 prósent fyrir lok dags í gær. Hlutabréf framleiðenda bóluefna tóku hins vegar í sumum tilfellum dýfu. Hlutabréf Moderna lækkuðu um 11,4 prósent og hlutabréf BioNTech, samstarfsfyrirtæki Pfizer, lækkaði um tæp sjö prósent. Hlutabréf Pfizer lækkuðu hins vegar aðeins lítillega, eða um 0,2 prósent. Hafa skal þó í huga að lækkanirnar í gær blikna í samanburði við þær hækkanir sem orðið hafa á hlutabréfaverði Moderna og BioNtech á árinu. Hlutabréf Moderna hafa hækkað í verði um 220 prósent á árinu, BioNtech um tæp 200 prósent. Í frétt Reuters er haft eftir greinendum á markaði að þeir telji að hið nýja lyf geti leitt til þess að hræðsla við Covid-19 minnki og færri munu því þá bólusetningu, sem muni setja pressu á hlutabréfaverð bóluefnaframleiðenda. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Bandaríska lyfjafyrirtækið Merck tilkynnti í gær jákvæðar niðurstöður vegna rannsókna á lyfinu Molnupiravir, veirulyfi sem ætlað er gegn Covid-19 og er í pilluformi. Niðurstöðurnar reyndust svo jákvæðar að mælt var með því að stöðva rannsóknina og hyggst Merck sækja um markaðsleyfi eins fljótt og auðið er. Fari lyfið, sem nefnt er eftir Mjölni, hamri þrumuguðsins Þórs, markar það þáttaskil í baráttunni gegn Covid-19, þar sem öll þau veirulyf sem sýnt hefur verið fram á að það gagnist gegn Covid-19 eru gefin í æð. Sem áður segir er Molnupiravir í pilluformi. Í frétt Reuters segir að fjárfestar hafi tekið vel í tíðindin en hlutabréf Merck hækkuðu um 8,4 prósent fyrir lok dags í gær. Hlutabréf framleiðenda bóluefna tóku hins vegar í sumum tilfellum dýfu. Hlutabréf Moderna lækkuðu um 11,4 prósent og hlutabréf BioNTech, samstarfsfyrirtæki Pfizer, lækkaði um tæp sjö prósent. Hlutabréf Pfizer lækkuðu hins vegar aðeins lítillega, eða um 0,2 prósent. Hafa skal þó í huga að lækkanirnar í gær blikna í samanburði við þær hækkanir sem orðið hafa á hlutabréfaverði Moderna og BioNtech á árinu. Hlutabréf Moderna hafa hækkað í verði um 220 prósent á árinu, BioNtech um tæp 200 prósent. Í frétt Reuters er haft eftir greinendum á markaði að þeir telji að hið nýja lyf geti leitt til þess að hræðsla við Covid-19 minnki og færri munu því þá bólusetningu, sem muni setja pressu á hlutabréfaverð bóluefnaframleiðenda.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira