Tæknirisarnir keppast um athygli í næstu viku Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2021 14:45 Þrjú fyrirtæki og þrjár kynningar í næstu viku. EPA Nóg verður um að vera fyrir aðdáendur nýrra tækja í næstu viku. Stærstu tæknirisar heimsins eru allir að fara að kynna ný tæki, tól og hugbúnað þrjá daga í röð. Apple byrjar á mánudaginn í næstu viku. Þá heldur fyrirtækið kynningu sem nefnist Unleashed. Greg Joswiak, markaðsstjóri Apple opinberaði kynninguna á Twitter í gær. The Verge segir að Apple muni væntanlega kynna nýjar tölvur og mögulega ný heyrnartól. Unleashed! These next six days are going to speed by. #AppleEvent pic.twitter.com/0ops2bVPvl— Greg Joswiak (@gregjoz) October 12, 2021 Google ætlar að kynna nýja Pixel-farsíma á þriðjudaginn í næstu viku. Fyrirtækið opinberaði nýverið tilvist Pixel 5A og Pixel 6 en svo virðist sem starfsmenn Google hafi meira um á að segja. Kynning Google kallas Pixel Fall Launch og hefur fyrirtækið gert sérstaka síðu fyrir það. Upplýsingum um búnað beggja símana hefur þegar verið lekið á netið. Gizmodo fór yfir þær upplýsingar og þar á meðal það að símarnir eiga báðir að vera með 50 mp aðalmyndavélar. Samsung, tæknirisinn frá Suður-Kóreu, boðaði svo í nótt til kynningar á miðvikudaginn í næstu viku. Sú kynning ber titilinn Galaxy Unpacked Part 2, eins og sjá má í kynningunni hér að ofan. Nokkur óvissa ríkir meðal tækniblaðamanna ytra sem eru ekki vissir um hvað til standi að sýna á kynningu Samsung. Ólíklegt þyki að nýir símar verði kynntir og með tilliti til „part 2“ hluta nafns kynningarinnar þykir tækniblaðamönnum líklegra að Samsung ætli að kynna nýjungar í tengslum við tæki sem eru þegar í sölu. Mögulega verði nýir litir síma kynntir og breytingar á hugbúnaði í símum Samsung. Uppfært: Fyrri fyrirsögn fréttarinnar var Tæknirisarnir keppast eitthvað næstu viku. Þetta var vinnutitill sem hefur verið breytt. Tækni Apple Google Samsung Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Apple byrjar á mánudaginn í næstu viku. Þá heldur fyrirtækið kynningu sem nefnist Unleashed. Greg Joswiak, markaðsstjóri Apple opinberaði kynninguna á Twitter í gær. The Verge segir að Apple muni væntanlega kynna nýjar tölvur og mögulega ný heyrnartól. Unleashed! These next six days are going to speed by. #AppleEvent pic.twitter.com/0ops2bVPvl— Greg Joswiak (@gregjoz) October 12, 2021 Google ætlar að kynna nýja Pixel-farsíma á þriðjudaginn í næstu viku. Fyrirtækið opinberaði nýverið tilvist Pixel 5A og Pixel 6 en svo virðist sem starfsmenn Google hafi meira um á að segja. Kynning Google kallas Pixel Fall Launch og hefur fyrirtækið gert sérstaka síðu fyrir það. Upplýsingum um búnað beggja símana hefur þegar verið lekið á netið. Gizmodo fór yfir þær upplýsingar og þar á meðal það að símarnir eiga báðir að vera með 50 mp aðalmyndavélar. Samsung, tæknirisinn frá Suður-Kóreu, boðaði svo í nótt til kynningar á miðvikudaginn í næstu viku. Sú kynning ber titilinn Galaxy Unpacked Part 2, eins og sjá má í kynningunni hér að ofan. Nokkur óvissa ríkir meðal tækniblaðamanna ytra sem eru ekki vissir um hvað til standi að sýna á kynningu Samsung. Ólíklegt þyki að nýir símar verði kynntir og með tilliti til „part 2“ hluta nafns kynningarinnar þykir tækniblaðamönnum líklegra að Samsung ætli að kynna nýjungar í tengslum við tæki sem eru þegar í sölu. Mögulega verði nýir litir síma kynntir og breytingar á hugbúnaði í símum Samsung. Uppfært: Fyrri fyrirsögn fréttarinnar var Tæknirisarnir keppast eitthvað næstu viku. Þetta var vinnutitill sem hefur verið breytt.
Tækni Apple Google Samsung Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira