Kennarar höfum hátt! Davíð Sól Pálsson skrifar 17. október 2021 14:31 Umræðan hefur verið í gangi í samfélaginu undafarna daga með því að hafa leikskóla opna allan ársins hring og jafnvel allan sólarhringinn. Ég skil að vaktavinnufólk þurfi að eiga stað þar sem öryggi barna þeirra er gætt. Einnig felst í því að það séu ákveðin mannréttindi að berjast fyrir því að vaktavinnu fólk sem er oftast láglaunað og erfitt að finna pössun að nóttu til eigi verndarstað fyrir börnin sín. En svo kemur líka inn á þetta að það er val að eignast barn. Samfélagið í dag gerir sér ekki grein fyrir því að það er ekki sjálfgefið að eiga barn. Það fylgja margar skyldur og auðvitað á samfélagið að gera það sem er þægilegast og best fyrir fjölskyldur. En margir misnota stöðu sína og börn eiga alltaf að vera í umsjá foreldris nema eitthvað annað kemur í ljós. Fullorðnir velja að eignast barn og þá ber þeim skylda að sinna barninu sínu; að það fái gott uppeldi, menntun, mat, þak yfir höfuð og að Barnasáttmálanum sé fylgt eftir. Við búum í samfélagi þar sem það kemur til móts við einstaklinga, æðislegt að það eru leikskólar í boði sem eru opnir á daginn og eru partur af skólakerfinu svo börnin fá að dafna, þroskast og mennta sig. Enda þarf fimm ára háskólanám til þess að fá kennararéttindi. Því megum við alls ekki vanmeta það góða starf sem er í boði nú þegar. Kennarastarf hefur verið lengi vanmetið, oft eru laun ekki í takt við mikilvægi þess starfs. Á Covid tímum þá fann landinn vel fyrir því hversu mikilvægir leikskólar voru. Það var ekki hægt að loka leikskólum því þá myndi heilbrigðiskerfið enda í molum. Meira álag og aukin mannekla er því miður algengt í skólum í dag. Faglærðir kennarar gefast upp að lokum og finna sér eitthvað annað að gera því þeir fá kulnun í starfi. Faglærðir leikskólakennarar eru mikilvægir fyrir leikskólana og það væri mikill missir ef þeir hættu starfi sínu og færu að gera eitthvað annað. Það væri tap fyrir samfélagið. Þótt auðvitað megi ekki vanmeta getu ófaglærðs starfsfólks sem vinnur í leikskólum og sinnir góðu starfi þá á samt alltaf að vera hvatning að mennta sig. Vandamálið sem ríkir í dag er að fólk vill ekki mennta sig sem leikskólakennarar, þótt það hafi unnið á leikskóla mjög lengi, vegna þess að laun eru ekki í takt við álag og erfiða vinnu sem felst í því. Það vill enginn hækka um 10.000 kr fyrir sömu vinnu, en hins vegar væri fólk meira tilbúið að hækka um 100.000-150.000 kr fyrir meira álag og ábyrgð. Því skiptir máli að við metum starf út frá mikilvægi þess og náminu. Það er ekki sjálfgefið að vera í fimm ár í háskóla og fá þau laun sem nú eru. Því má aftur snúa sér að umræðunni með því að hafa leikskóla opina allan sólarhringinn og allan ársins hring. Þá ertu að vanmeta getu og stöðu leikskólakennara. Þá eru þau ekki lengur kennarar heldur sinna ummönnun eða pössun. Leikskóli er skólakerfi og það má ekki gleyma að það eru kennarar sem vinna á leikskóla. Það má vel hugsa sér að koma upp öðru kerfi sem myndi þá koma til móts við alla, vaktavinnufólk t.d., en við þurfum að gæta þess að það heyri ekki undir leikskólakerfið. Það er nú þegar erfitt að fara að kenna börnum eftir klukkan 15:00 og börn, eins og við fullorðna fólkið, hafa ekki úthald að vera í skóla allan daginn. Því styð ég að það þurfi að koma með annað úrræði og hafa annað val fyrir fólk sem vinnur vaktavinnu og er einstætt. Leikskóli er ekki lausnin á því vandamáli og það mun bara búa til annað vandamál með því að leysa eitt. Kennarar hafa verið meðvirkir með því sem hefur verið að gerast varðandi starf þeirra, álagið eykst og launin ekki en samt erum við alltaf tilbúin að koma til móts við alla. Við sem kennarar ættum að hætta þessari meðvirkni og ættum að fá námið okkar og starf metið eins og það er í raun. Ef við berum okkur saman við önnur störf fólk sem er svipað lengi í háskóla þá eru sálfræði og lögfræði greinar sem eru góðar til samanburðar. Næstu kynslóðir eru framtíð Íslands og ég held að það ættu allir vera búnir að kynna sér að leikskóli er ekki staður þar sem börn eru í pössun eða gæslu því foreldrarnir hafa ekkert annað val. Leikskóli er fyrsta menntastig og þar fer menntun í gangi sem börn fá hvergi annars staðar. Félagsfærni, samskiptahæfni, vinatengsl, sjálfsöryggi, málörvun, kurteisi, mannasiði og fleira sem ég gæti talið upp. En ótrúlegt en satt þá er einmitt þessi þekking vanmetin í samfélaginu og svo lengi sem þú ert ekki með góða einkunn og getur sýnt getu þína í ákveðnum málum þá er öllum sama. Er það samfélag sem við viljum búa í? Er hamingja, sjálfsöryggi og að vera góð manneskja ekki meira en nóg? Berum virðingu fyrir kennurum, menntun þeirra og starfi. Höfundur er deildarstjóri á leikskóla og er að klára meistaranám í leikskólamenntun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Umræðan hefur verið í gangi í samfélaginu undafarna daga með því að hafa leikskóla opna allan ársins hring og jafnvel allan sólarhringinn. Ég skil að vaktavinnufólk þurfi að eiga stað þar sem öryggi barna þeirra er gætt. Einnig felst í því að það séu ákveðin mannréttindi að berjast fyrir því að vaktavinnu fólk sem er oftast láglaunað og erfitt að finna pössun að nóttu til eigi verndarstað fyrir börnin sín. En svo kemur líka inn á þetta að það er val að eignast barn. Samfélagið í dag gerir sér ekki grein fyrir því að það er ekki sjálfgefið að eiga barn. Það fylgja margar skyldur og auðvitað á samfélagið að gera það sem er þægilegast og best fyrir fjölskyldur. En margir misnota stöðu sína og börn eiga alltaf að vera í umsjá foreldris nema eitthvað annað kemur í ljós. Fullorðnir velja að eignast barn og þá ber þeim skylda að sinna barninu sínu; að það fái gott uppeldi, menntun, mat, þak yfir höfuð og að Barnasáttmálanum sé fylgt eftir. Við búum í samfélagi þar sem það kemur til móts við einstaklinga, æðislegt að það eru leikskólar í boði sem eru opnir á daginn og eru partur af skólakerfinu svo börnin fá að dafna, þroskast og mennta sig. Enda þarf fimm ára háskólanám til þess að fá kennararéttindi. Því megum við alls ekki vanmeta það góða starf sem er í boði nú þegar. Kennarastarf hefur verið lengi vanmetið, oft eru laun ekki í takt við mikilvægi þess starfs. Á Covid tímum þá fann landinn vel fyrir því hversu mikilvægir leikskólar voru. Það var ekki hægt að loka leikskólum því þá myndi heilbrigðiskerfið enda í molum. Meira álag og aukin mannekla er því miður algengt í skólum í dag. Faglærðir kennarar gefast upp að lokum og finna sér eitthvað annað að gera því þeir fá kulnun í starfi. Faglærðir leikskólakennarar eru mikilvægir fyrir leikskólana og það væri mikill missir ef þeir hættu starfi sínu og færu að gera eitthvað annað. Það væri tap fyrir samfélagið. Þótt auðvitað megi ekki vanmeta getu ófaglærðs starfsfólks sem vinnur í leikskólum og sinnir góðu starfi þá á samt alltaf að vera hvatning að mennta sig. Vandamálið sem ríkir í dag er að fólk vill ekki mennta sig sem leikskólakennarar, þótt það hafi unnið á leikskóla mjög lengi, vegna þess að laun eru ekki í takt við álag og erfiða vinnu sem felst í því. Það vill enginn hækka um 10.000 kr fyrir sömu vinnu, en hins vegar væri fólk meira tilbúið að hækka um 100.000-150.000 kr fyrir meira álag og ábyrgð. Því skiptir máli að við metum starf út frá mikilvægi þess og náminu. Það er ekki sjálfgefið að vera í fimm ár í háskóla og fá þau laun sem nú eru. Því má aftur snúa sér að umræðunni með því að hafa leikskóla opina allan sólarhringinn og allan ársins hring. Þá ertu að vanmeta getu og stöðu leikskólakennara. Þá eru þau ekki lengur kennarar heldur sinna ummönnun eða pössun. Leikskóli er skólakerfi og það má ekki gleyma að það eru kennarar sem vinna á leikskóla. Það má vel hugsa sér að koma upp öðru kerfi sem myndi þá koma til móts við alla, vaktavinnufólk t.d., en við þurfum að gæta þess að það heyri ekki undir leikskólakerfið. Það er nú þegar erfitt að fara að kenna börnum eftir klukkan 15:00 og börn, eins og við fullorðna fólkið, hafa ekki úthald að vera í skóla allan daginn. Því styð ég að það þurfi að koma með annað úrræði og hafa annað val fyrir fólk sem vinnur vaktavinnu og er einstætt. Leikskóli er ekki lausnin á því vandamáli og það mun bara búa til annað vandamál með því að leysa eitt. Kennarar hafa verið meðvirkir með því sem hefur verið að gerast varðandi starf þeirra, álagið eykst og launin ekki en samt erum við alltaf tilbúin að koma til móts við alla. Við sem kennarar ættum að hætta þessari meðvirkni og ættum að fá námið okkar og starf metið eins og það er í raun. Ef við berum okkur saman við önnur störf fólk sem er svipað lengi í háskóla þá eru sálfræði og lögfræði greinar sem eru góðar til samanburðar. Næstu kynslóðir eru framtíð Íslands og ég held að það ættu allir vera búnir að kynna sér að leikskóli er ekki staður þar sem börn eru í pössun eða gæslu því foreldrarnir hafa ekkert annað val. Leikskóli er fyrsta menntastig og þar fer menntun í gangi sem börn fá hvergi annars staðar. Félagsfærni, samskiptahæfni, vinatengsl, sjálfsöryggi, málörvun, kurteisi, mannasiði og fleira sem ég gæti talið upp. En ótrúlegt en satt þá er einmitt þessi þekking vanmetin í samfélaginu og svo lengi sem þú ert ekki með góða einkunn og getur sýnt getu þína í ákveðnum málum þá er öllum sama. Er það samfélag sem við viljum búa í? Er hamingja, sjálfsöryggi og að vera góð manneskja ekki meira en nóg? Berum virðingu fyrir kennurum, menntun þeirra og starfi. Höfundur er deildarstjóri á leikskóla og er að klára meistaranám í leikskólamenntun.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun