Gates hafi verið ráðlagt að láta af óviðeigandi tölvupóstsamskiptum Árni Sæberg skrifar 18. október 2021 21:56 Bill Gates er sagður hafa átt í kynferðislegum samskiptum við starfsmann Microsoft. Getty Images Yfirmenn hjá Microsoft eru sagðir hafa ráðlagt Bill Gates að hætta kynferðislegum tölvupóstsamskiptum við kvenkyns starfsmann fyrirtækisins árið 2008. Árið 2020 tilkynnti Bill Gates að hann myndi segja sig úr stjórn tæknirisans Microsoft í þeim tilgangi að einbeita sér að góðgerðarstarfsemi sinni. Hann hafði áður látið af daglegum störfum innan fyrirtækisins árið 2018. Fljótlega eftir afsögnina greindi Wall Street Journal frá því að Gates hefði í raun hætt vegna þess að rannsókn væri hafin innan fyrirtækisins á meintu ástarsambandi hans við verkfræðing sem starfaði hjá Microsoft. New York Times hafði áður greint frá því að Gates hefði verið þekktur fyrir að reyna við konur sem störfuðu hjá Microsoft og góðgerðastofnun þeirra Melindu Gates, þáverandi konu hans. Hjónin skildu fyrr á þessu ári. Samskiptin hafi verið kynferðislegs eðlis Í nýlegri grein Wall Street Journal segir að stjórnendur Microsoft hafi komist á snoðir um óviðeigandi tölvupóstsamskipti milli Gates og kvenkyns starfsmanns fyrirtækisins árið 2008, rúmum áratug áður en hann sagði sig frá stjórninni og skildi við eiginkonu sína. Gates er sagður hafa stigið í vænginn við konuna og átt í kynferðislegum samskiptum við hana í tölvupósti. Þá segir að stjórnendurnir Brad Smith, þáverandi yfirlögmaður, og Lisa Brummel, þáverandi mannauðsstjóri, hafi ráðlagt Gates að láta af samskiptunum. Hann hafi fallist á að þau væru ekki skynsamleg og samþykkt að binda enda á þau. Talsmaður Microsoft vísar fréttaflutningnum til föðurhúsanna í samtali við The Guardian. „Þessar fullyrðingar eru falskir, endurnýttir orðrómar frá heimildarmönnum sem hafa enga beina vitneskju, og í sumum tilvika hagsmunaárekstra,“ segir talsmaðurinn. Bandaríkin Microsoft Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Sjá meira
Árið 2020 tilkynnti Bill Gates að hann myndi segja sig úr stjórn tæknirisans Microsoft í þeim tilgangi að einbeita sér að góðgerðarstarfsemi sinni. Hann hafði áður látið af daglegum störfum innan fyrirtækisins árið 2018. Fljótlega eftir afsögnina greindi Wall Street Journal frá því að Gates hefði í raun hætt vegna þess að rannsókn væri hafin innan fyrirtækisins á meintu ástarsambandi hans við verkfræðing sem starfaði hjá Microsoft. New York Times hafði áður greint frá því að Gates hefði verið þekktur fyrir að reyna við konur sem störfuðu hjá Microsoft og góðgerðastofnun þeirra Melindu Gates, þáverandi konu hans. Hjónin skildu fyrr á þessu ári. Samskiptin hafi verið kynferðislegs eðlis Í nýlegri grein Wall Street Journal segir að stjórnendur Microsoft hafi komist á snoðir um óviðeigandi tölvupóstsamskipti milli Gates og kvenkyns starfsmanns fyrirtækisins árið 2008, rúmum áratug áður en hann sagði sig frá stjórninni og skildi við eiginkonu sína. Gates er sagður hafa stigið í vænginn við konuna og átt í kynferðislegum samskiptum við hana í tölvupósti. Þá segir að stjórnendurnir Brad Smith, þáverandi yfirlögmaður, og Lisa Brummel, þáverandi mannauðsstjóri, hafi ráðlagt Gates að láta af samskiptunum. Hann hafi fallist á að þau væru ekki skynsamleg og samþykkt að binda enda á þau. Talsmaður Microsoft vísar fréttaflutningnum til föðurhúsanna í samtali við The Guardian. „Þessar fullyrðingar eru falskir, endurnýttir orðrómar frá heimildarmönnum sem hafa enga beina vitneskju, og í sumum tilvika hagsmunaárekstra,“ segir talsmaðurinn.
Bandaríkin Microsoft Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Sjá meira