Björn Salvador er plötusnúður mánaðarins Tinni Sveinsson skrifar 20. október 2021 15:30 Björn Salvador er á mála hjá Nordic Voyage útgáfunni. Dansþáttur þjóðarinnar, PartyZone, útnefnir plötusnúð mánaðarins í vetur og mun hann setja saman eitt eða fleiri "mixteip" með danstónlist. Hann hefur frjálsar hendur og setur saman sett með tónlist sem hann er með í spilun þá stundina og einkennir hann eða hana tónlistarlega. Í október varð Björn Salvador frá útgáfunni og plötusnúðahópnum Nordic Voyage fyrir valinu. Hann var tíður gestur í PartyZone á árunum 1996 til 2006 og var þá þekktastur undir nafninu DJ Bjössi eða jafnvel Bjössi Brunahani. Eftir að hafa haldið sig til hlés um tíma er hann mættur aftur í danstónlistarsenuna, bæði sem plötusnúður og sem tónlistarmaður. Á síðustu mánuðum hefur Björn gefið út flott efni undir merkjum Nordic Voyage, sem hann og Leon Kemp eru á bak við. Klippa: Party Zone 15. október Kominn heim í PartyZone Björn hreiðraði um sig í heimastúdíóí og tók upp tæplega tveggja klukkustunda sett með fagmannlega handmixaðari blöndu af nýrri tónlist, gamalli klassískri og með eigin tónlist. „Ég fór aðra leið í þessu setti en vanalega, fyrst maður hafði tæpa tvo tíma og er kominn heim í Party Zone. Þetta er blanda af minningum frá því að ég var fyrst að koma fram í þættinum, í bland við mína eigin tónlist, efni frá Nordic Voyage og nýlegri lögum frá frábærum tónlistarmönnum sem hafa fangað athygli mína undanfarin misseri. Þarna eru 90’s smellir frá Basement Jaxx, Carl Craig, Mood II Swing, Maurizio yfir til nútímans í nýja stefnu sem kallast Organic House,“ segir Björn. Björn Salvador, DJ Bjössi eða jafnvel Bjössi brunahani, hefur verið viðloðandi danstónlistarsenuna síðan á tíunda áratugnum. „Ég var búinn að vera að spila í nokkur ár þegar ég kom fyrst fram í PartyZone árið 1996. Ég og æskuvinir mínir, sem vorum að þeyta skífum saman á þessum tíma, fengum okkar tónlistarlega uppeldi í gegnum þáttinn þannig að það hefur alltaf sérstaka þýðingu fyrir mig að spila í honum. Teknóið átti hug minn allan þar til ég fór að fikta við að gera mína eigin tónlist fyrir tíu árum síðan. Með tímanum hef ég mýkst allsvakalega yfir í mun dýpri tóna.“ Björn hefur í nægu að snúast í tónlistinni á næstunni. Á döfinni eru verkefni fyrir útgáfurnar Dialtone, Be Adult, Personal Belongings, Everything will be OK og Nordic Voyage. „Við Leon erum einnig með vikulegan þátt á Proton Radio, þar sem við fáum til okkar góða gesti frá öllum heimsins hornum. Annars vona ég að þið njótið mixins. Það er alltaf heiður og mikil stemming að koma í PartyZone og taka mix. Takk fyrir mig!“ Lagalistinn - Björn Salvador í PartyZone Sasha - Rooms Hosini - Capella DJ Joma - Dele (Bjorn Salvador, Leon S. Kemp, Marta Vidar Remix) Round Two - New Day (Club Vocal Mix) Raphloo - Fugl (Nordic Voyage Recordings) Jakhira - Jökulsárlón (Nordic Voyage Recordings) Nikita Warren - I Need You (Basement Jaxx Bonus Mix) Morttagua - Pallas (Nick Warren & Nicolas Rada Remix) Cocho - Sweet Sunrise On Meiling (Bjorn Salvador Remix) (Nordic Voyage Recordings) Powel - Little Ballerina Calibre - Lost Mood II Swing - All Night Long Jakhira & Bjorn Salvador - Fagradalsfjall Gorje Hewek & Izhevksi - Bonhomie Zone+ - Saturday Luv Condriac & Emann - Hemamea Jonny L - This Time (Carl Craig Mix 2) Navaa & Niko Garcia - Source of Life (Bjorn Salvador & Cold Tones Remix) Julian Rodriguez - From South to North (Bjorn Salvador Remix) (Nordic Voyage Recordings) Beije - Standing Between the Worlds 16B - Secrets Model 500 - Starlight (Maurizo Remix) PartyZone Tengdar fréttir Völdu Andrés plötusnúð mánaðarins Dansþáttur þjóðarinnar, PartyZone, útnefnir plötusnúð mánaðarins í vetur og mun hann setja saman eitt eða fleiri "mixteip" með danstónlist. Hann hefur frjálsar hendur og setur saman sett með tónlist sem hann er með í spilun þá stundina og einkennir hann eða hana tónlistarlega. 10. september 2021 20:00 Nina Kraviz með besta lagið Tónlistarþátturinn PartyZone hefur sett saman lista yfir 30 bestu danstónlistarlög septembermánaðar. Á toppnum trónir hin rússneska Nina Kraviz. 1. október 2021 20:01 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Í október varð Björn Salvador frá útgáfunni og plötusnúðahópnum Nordic Voyage fyrir valinu. Hann var tíður gestur í PartyZone á árunum 1996 til 2006 og var þá þekktastur undir nafninu DJ Bjössi eða jafnvel Bjössi Brunahani. Eftir að hafa haldið sig til hlés um tíma er hann mættur aftur í danstónlistarsenuna, bæði sem plötusnúður og sem tónlistarmaður. Á síðustu mánuðum hefur Björn gefið út flott efni undir merkjum Nordic Voyage, sem hann og Leon Kemp eru á bak við. Klippa: Party Zone 15. október Kominn heim í PartyZone Björn hreiðraði um sig í heimastúdíóí og tók upp tæplega tveggja klukkustunda sett með fagmannlega handmixaðari blöndu af nýrri tónlist, gamalli klassískri og með eigin tónlist. „Ég fór aðra leið í þessu setti en vanalega, fyrst maður hafði tæpa tvo tíma og er kominn heim í Party Zone. Þetta er blanda af minningum frá því að ég var fyrst að koma fram í þættinum, í bland við mína eigin tónlist, efni frá Nordic Voyage og nýlegri lögum frá frábærum tónlistarmönnum sem hafa fangað athygli mína undanfarin misseri. Þarna eru 90’s smellir frá Basement Jaxx, Carl Craig, Mood II Swing, Maurizio yfir til nútímans í nýja stefnu sem kallast Organic House,“ segir Björn. Björn Salvador, DJ Bjössi eða jafnvel Bjössi brunahani, hefur verið viðloðandi danstónlistarsenuna síðan á tíunda áratugnum. „Ég var búinn að vera að spila í nokkur ár þegar ég kom fyrst fram í PartyZone árið 1996. Ég og æskuvinir mínir, sem vorum að þeyta skífum saman á þessum tíma, fengum okkar tónlistarlega uppeldi í gegnum þáttinn þannig að það hefur alltaf sérstaka þýðingu fyrir mig að spila í honum. Teknóið átti hug minn allan þar til ég fór að fikta við að gera mína eigin tónlist fyrir tíu árum síðan. Með tímanum hef ég mýkst allsvakalega yfir í mun dýpri tóna.“ Björn hefur í nægu að snúast í tónlistinni á næstunni. Á döfinni eru verkefni fyrir útgáfurnar Dialtone, Be Adult, Personal Belongings, Everything will be OK og Nordic Voyage. „Við Leon erum einnig með vikulegan þátt á Proton Radio, þar sem við fáum til okkar góða gesti frá öllum heimsins hornum. Annars vona ég að þið njótið mixins. Það er alltaf heiður og mikil stemming að koma í PartyZone og taka mix. Takk fyrir mig!“ Lagalistinn - Björn Salvador í PartyZone Sasha - Rooms Hosini - Capella DJ Joma - Dele (Bjorn Salvador, Leon S. Kemp, Marta Vidar Remix) Round Two - New Day (Club Vocal Mix) Raphloo - Fugl (Nordic Voyage Recordings) Jakhira - Jökulsárlón (Nordic Voyage Recordings) Nikita Warren - I Need You (Basement Jaxx Bonus Mix) Morttagua - Pallas (Nick Warren & Nicolas Rada Remix) Cocho - Sweet Sunrise On Meiling (Bjorn Salvador Remix) (Nordic Voyage Recordings) Powel - Little Ballerina Calibre - Lost Mood II Swing - All Night Long Jakhira & Bjorn Salvador - Fagradalsfjall Gorje Hewek & Izhevksi - Bonhomie Zone+ - Saturday Luv Condriac & Emann - Hemamea Jonny L - This Time (Carl Craig Mix 2) Navaa & Niko Garcia - Source of Life (Bjorn Salvador & Cold Tones Remix) Julian Rodriguez - From South to North (Bjorn Salvador Remix) (Nordic Voyage Recordings) Beije - Standing Between the Worlds 16B - Secrets Model 500 - Starlight (Maurizo Remix)
PartyZone Tengdar fréttir Völdu Andrés plötusnúð mánaðarins Dansþáttur þjóðarinnar, PartyZone, útnefnir plötusnúð mánaðarins í vetur og mun hann setja saman eitt eða fleiri "mixteip" með danstónlist. Hann hefur frjálsar hendur og setur saman sett með tónlist sem hann er með í spilun þá stundina og einkennir hann eða hana tónlistarlega. 10. september 2021 20:00 Nina Kraviz með besta lagið Tónlistarþátturinn PartyZone hefur sett saman lista yfir 30 bestu danstónlistarlög septembermánaðar. Á toppnum trónir hin rússneska Nina Kraviz. 1. október 2021 20:01 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Völdu Andrés plötusnúð mánaðarins Dansþáttur þjóðarinnar, PartyZone, útnefnir plötusnúð mánaðarins í vetur og mun hann setja saman eitt eða fleiri "mixteip" með danstónlist. Hann hefur frjálsar hendur og setur saman sett með tónlist sem hann er með í spilun þá stundina og einkennir hann eða hana tónlistarlega. 10. september 2021 20:00
Nina Kraviz með besta lagið Tónlistarþátturinn PartyZone hefur sett saman lista yfir 30 bestu danstónlistarlög septembermánaðar. Á toppnum trónir hin rússneska Nina Kraviz. 1. október 2021 20:01