Fundu líkamsleifar og bakpoka Laundrie á sama stað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. október 2021 20:02 Líkamsleifar fundust í morgun nálægt bakpoka í eigu Laundrie. Hans hefur verið leitað í rúman mánuð af lögreglu. Octavio Jones/Getty Líkamsleifar hafa fundist á sama stað og bakpoki Brians Laundrie, unnusta Gabrielle Petito, sem hefur verið leitað í meira en mánuð. Lögreglan hefur leitað Laundrie svo vikum skipti í tengslum við morðið á Petito. Þetta tilkynntu lögregluyfirvöld í Flórída í Bandaríkjunum í dag. Svo virðist sem hluti af líki hafi fundist á Carlton náttúruverndarsvæðinu á svæði sem áður var þakið vatni, en svæðið er fenjasvæði. Enn hefur ekki verið borið kennsl á líkamsleifarnar. Leifarnar fundust nærri bakpoka, sem samkvæmt heimildarmanni NBC News, er talinn tilheyra Laundrie. Foreldrar Laundries beindu Alríkislögreglunni FBI að svæðinu, en þau höfðu verið á ferð um svæðið og gengið fram á bakpokann að sögn Stevens Bertolino, lögmanns Laundrie. „Chris og Roberta Laundrie fóru að Myakkahatchee Creek garðinum í morgun til að leita að Brian,“ sagði Bertolino í yfirlýsingu. „Alríkislögreglan var látin vita af áætlunum foreldra Brians í gærkvöldi og fór svo og hitti Chris og Robertu í morgun. Eftir stutta leit við göngustíg sem Brian gekk oft um fundust hlutir í eigu Brians. Eins og staðan er núna stendur ítarlegri rannsókn lögreglu yfir á svæðinu.“ Myakkahatchee Creek garðurinn er um átta kílómetra norður af heimili Laundrie fjölskyldunnar. Lögreglan hefur undanfarinn rúman mánuð leitað Laundries en lögregla hefur viljað ná tali af Laundrie í tengslum við morðið á kærustu hans, Gabby Petito. Hann ber ekki stöðu grunaðs í málinu en er svokölluð „person of interest“ sem þýðir í raun bara það að lögregla hafi áhuga á tengslum hans við málið. Lík Petito fannst í þjóðgarði í Wyoming 19. september síðastliðinn og úrskurðaði réttarmeinafræðingur að hún hafi verið kyrkt til dauða. Petito og Laundrie voru á ferðalagi um Bandaríkin þegar hún hvarf og sýndu ítarlega frá ferðalagi sínu á samfélagsmiðlum. Laundrie sneri aftur heim til foreldra sinna í Flórída 1. september án Petito. Foreldrar hans hafa lítið viljað tala við lögregluna en greindu þó frá því að sonur þeirra hafi farið í göngu um Carlton náttúruverndarsvæðið 14. september. Síðan þá hefur hans verið leitað af lögreglu. Bandaríkin Erlend sakamál Gabrielle Petito Tengdar fréttir Staðfesta dánarorsök Petito Dánarstjóri í Wyoming-ríki Bandaríkjanna hefur úrskurðað að dánarorsök Gabrielle Petito, ungrar konu sem fannst myrt í ríkinu, lést af völdum kyrkingar. 12. október 2021 21:42 Unnusti Petito ákærður fyrir greiðslukortasvindl Yfirvöld í Wyoming í Bandaríkjunum hafa gefið út ákæru á hendur unnusta Gabrielle Petito, ungrar konu sem fannst myrt þar eftir að hún hvarf á ferðalagi með honum, fyrir að svíkja út fé með greiðslukorti. 24. september 2021 10:52 Alríkislögreglan leitar að unnusta Petito Alríkislögregla Bandaríkjanna hefur óskað eftir aðstoð almennings til að finna unnusta hinnar 22 ára gömlu Gabrielle Petito, sem fannst myrt í þjóðgarði í Wyoming á dögunum. Dánardómstjóri skar um það í gær að Petito hafi verið ráðinn bani. 22. september 2021 23:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Þetta tilkynntu lögregluyfirvöld í Flórída í Bandaríkjunum í dag. Svo virðist sem hluti af líki hafi fundist á Carlton náttúruverndarsvæðinu á svæði sem áður var þakið vatni, en svæðið er fenjasvæði. Enn hefur ekki verið borið kennsl á líkamsleifarnar. Leifarnar fundust nærri bakpoka, sem samkvæmt heimildarmanni NBC News, er talinn tilheyra Laundrie. Foreldrar Laundries beindu Alríkislögreglunni FBI að svæðinu, en þau höfðu verið á ferð um svæðið og gengið fram á bakpokann að sögn Stevens Bertolino, lögmanns Laundrie. „Chris og Roberta Laundrie fóru að Myakkahatchee Creek garðinum í morgun til að leita að Brian,“ sagði Bertolino í yfirlýsingu. „Alríkislögreglan var látin vita af áætlunum foreldra Brians í gærkvöldi og fór svo og hitti Chris og Robertu í morgun. Eftir stutta leit við göngustíg sem Brian gekk oft um fundust hlutir í eigu Brians. Eins og staðan er núna stendur ítarlegri rannsókn lögreglu yfir á svæðinu.“ Myakkahatchee Creek garðurinn er um átta kílómetra norður af heimili Laundrie fjölskyldunnar. Lögreglan hefur undanfarinn rúman mánuð leitað Laundries en lögregla hefur viljað ná tali af Laundrie í tengslum við morðið á kærustu hans, Gabby Petito. Hann ber ekki stöðu grunaðs í málinu en er svokölluð „person of interest“ sem þýðir í raun bara það að lögregla hafi áhuga á tengslum hans við málið. Lík Petito fannst í þjóðgarði í Wyoming 19. september síðastliðinn og úrskurðaði réttarmeinafræðingur að hún hafi verið kyrkt til dauða. Petito og Laundrie voru á ferðalagi um Bandaríkin þegar hún hvarf og sýndu ítarlega frá ferðalagi sínu á samfélagsmiðlum. Laundrie sneri aftur heim til foreldra sinna í Flórída 1. september án Petito. Foreldrar hans hafa lítið viljað tala við lögregluna en greindu þó frá því að sonur þeirra hafi farið í göngu um Carlton náttúruverndarsvæðið 14. september. Síðan þá hefur hans verið leitað af lögreglu.
Bandaríkin Erlend sakamál Gabrielle Petito Tengdar fréttir Staðfesta dánarorsök Petito Dánarstjóri í Wyoming-ríki Bandaríkjanna hefur úrskurðað að dánarorsök Gabrielle Petito, ungrar konu sem fannst myrt í ríkinu, lést af völdum kyrkingar. 12. október 2021 21:42 Unnusti Petito ákærður fyrir greiðslukortasvindl Yfirvöld í Wyoming í Bandaríkjunum hafa gefið út ákæru á hendur unnusta Gabrielle Petito, ungrar konu sem fannst myrt þar eftir að hún hvarf á ferðalagi með honum, fyrir að svíkja út fé með greiðslukorti. 24. september 2021 10:52 Alríkislögreglan leitar að unnusta Petito Alríkislögregla Bandaríkjanna hefur óskað eftir aðstoð almennings til að finna unnusta hinnar 22 ára gömlu Gabrielle Petito, sem fannst myrt í þjóðgarði í Wyoming á dögunum. Dánardómstjóri skar um það í gær að Petito hafi verið ráðinn bani. 22. september 2021 23:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Staðfesta dánarorsök Petito Dánarstjóri í Wyoming-ríki Bandaríkjanna hefur úrskurðað að dánarorsök Gabrielle Petito, ungrar konu sem fannst myrt í ríkinu, lést af völdum kyrkingar. 12. október 2021 21:42
Unnusti Petito ákærður fyrir greiðslukortasvindl Yfirvöld í Wyoming í Bandaríkjunum hafa gefið út ákæru á hendur unnusta Gabrielle Petito, ungrar konu sem fannst myrt þar eftir að hún hvarf á ferðalagi með honum, fyrir að svíkja út fé með greiðslukorti. 24. september 2021 10:52
Alríkislögreglan leitar að unnusta Petito Alríkislögregla Bandaríkjanna hefur óskað eftir aðstoð almennings til að finna unnusta hinnar 22 ára gömlu Gabrielle Petito, sem fannst myrt í þjóðgarði í Wyoming á dögunum. Dánardómstjóri skar um það í gær að Petito hafi verið ráðinn bani. 22. september 2021 23:00