Rússar gera umfangsmikla töluvárás í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2021 13:15 Tölvuþrjótarnir eru að reyna að nota stóran gagnagrunn stolinna lykilorða til að komast inn í skýþjónustu Microsoft. Getty Sérfræðingar Microsoft og aðrir netöryggissérfræðingar vestanhafs segja Leyniþjónustu Rússlands standa fyrir umfangsmikilli netárás á Bandaríkin. Rússneskir tölvuþrjótar séu að reyna að brjóta sér leið inn í tölvukerfið þúsunda stofnan, fyrirtækja og hugveita í Bandaríkjunum. Árásin beinist gegn skýþjónustu Microsoft og hefur fyrirtækið varað forsvarsmenn rúmlega sex hundruð stofnana og fyrirtækja við um það bil 23 þúsund tilraunum til að komast inn í kerfi þeirra. New York Times segir bandaríska embættismenn hafa staðfest að árásin standi yfir. Microsoft hefur ekki sagt hvort árásin sé vel heppnuð. Tölvuþrjótar þessir eru sagðir vera á vegum SVR (áður KGB) og hafa þeir margsinnis áður verið bendlaðir við tölvuárásir sem þessar. Meðal annars brutu tölvuþrjótar stofnunarinnar sér leið inn í tölvukerfi Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna 2016 og stóðu við SolarWinds árásina, sem var gríðarstór. Í SolarWinds árásinni komust tölvuþrjótarnir inn í kerfi fyrirtækis sem selur stofnunum og fyrirtækjum hugbúnaðartól til að stjórna tölvukerfum. Því tóli breyttu þeir svo þrjótarnir öðluðust aðgang að fjölda tölvukerfa án þess að nokkur yrði þess var. Sjá einnig: Ráðgjafi vissi af og varaði við hættunni á tölvuárás Að þessu sinni eru tölvuþrjótarnir rússnesku sagðir beita stórum gagnagrunni stolinna lykilorða til að reyna að komast inn í skýþjónustu Microsoft. Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, rak tíu rússneska erindreka úr landi í apríl og beitti refsiaðgerðum gegn 32 einstaklingum og fyrirtækjum í Rússlandi. Það var meðal annars gert vegna tölvuárása Rússa í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Vísa tíu Rússum úr landi og beita refsiaðgerðum Embættismenn Í Bandaríkjunum segjast vera að spýta í lófana varðandi tölvuárásir sem þessar. Sérstaklega með tilliti til fjölgunar gagnagíslatökuárása, sem eru margar gerðar af rússneskum tölvuþrjótum. Ríkisstjórn Bidens hefur lagt til aðgerðir til að gera árásir sem þessar mun erfiðari. Bandaríkin Rússland Tölvuárásir Microsoft Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Sjá meira
Árásin beinist gegn skýþjónustu Microsoft og hefur fyrirtækið varað forsvarsmenn rúmlega sex hundruð stofnana og fyrirtækja við um það bil 23 þúsund tilraunum til að komast inn í kerfi þeirra. New York Times segir bandaríska embættismenn hafa staðfest að árásin standi yfir. Microsoft hefur ekki sagt hvort árásin sé vel heppnuð. Tölvuþrjótar þessir eru sagðir vera á vegum SVR (áður KGB) og hafa þeir margsinnis áður verið bendlaðir við tölvuárásir sem þessar. Meðal annars brutu tölvuþrjótar stofnunarinnar sér leið inn í tölvukerfi Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna 2016 og stóðu við SolarWinds árásina, sem var gríðarstór. Í SolarWinds árásinni komust tölvuþrjótarnir inn í kerfi fyrirtækis sem selur stofnunum og fyrirtækjum hugbúnaðartól til að stjórna tölvukerfum. Því tóli breyttu þeir svo þrjótarnir öðluðust aðgang að fjölda tölvukerfa án þess að nokkur yrði þess var. Sjá einnig: Ráðgjafi vissi af og varaði við hættunni á tölvuárás Að þessu sinni eru tölvuþrjótarnir rússnesku sagðir beita stórum gagnagrunni stolinna lykilorða til að reyna að komast inn í skýþjónustu Microsoft. Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, rak tíu rússneska erindreka úr landi í apríl og beitti refsiaðgerðum gegn 32 einstaklingum og fyrirtækjum í Rússlandi. Það var meðal annars gert vegna tölvuárása Rússa í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Vísa tíu Rússum úr landi og beita refsiaðgerðum Embættismenn Í Bandaríkjunum segjast vera að spýta í lófana varðandi tölvuárásir sem þessar. Sérstaklega með tilliti til fjölgunar gagnagíslatökuárása, sem eru margar gerðar af rússneskum tölvuþrjótum. Ríkisstjórn Bidens hefur lagt til aðgerðir til að gera árásir sem þessar mun erfiðari.
Bandaríkin Rússland Tölvuárásir Microsoft Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Sjá meira