Almenningur tapar milljónum í hverjum mánuði vegna svikapósta Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. nóvember 2021 18:31 Guðmundur Arnar Sigmundsson sviðsstjóri Cert-is hjá Fjarskiptastofu.. Vísir/Sigurjón Netglæpamenn ná milljónum af almennum borgurum í hverjum mánuði með svikapóstum að sögn sviðsstjóra hjá Fjarskiptastofu. Nú standi yfir herferðir þar sem glæpamenn nýta sér vörumerki Póstsins og DHL. Netglæpamenn hafa komist yfir tugþúsunda símanúmera og tölvupósta hér á landi og senda fólki reglulega svikapósta í þeim tilgangi að svíkja út fé. Þar er til að mynda er til dæmis beðið um greiðslu fyrir sendingu með því í smella á tengil. Póstflutningafyrirtækinn DHL og Pósturinn vara bæði við slíkum svikapóstum á heimasíðum sínum. Dæmigerðir svikapóstarVísir/Helgi „Undanfarna mánuði hafa verið í gangi herferði þar sem netglæpamenn nýta sér vörumerki póstdreifingarfyrirtækja eins og DHL og Póstsins.“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson sviðsstjóri Cert-is hjá Fjarskiptastofu.. DHL baðst undan viðtali vegna málsins þegar eftir því var óskað en í samtali við framkvæmdastjóra þar kom fram að um verulegt vandamál væri að ræða. Guðmundur segir að falli fólk í gildruna geti það tapað háum fjárhæðum sem erfitt sé að endurheimta. „Fólk getur lent í því að tapa allt frá nokkrum þúsundum króna upp í hundruð þúsunda króna,“ segir hann. Hann segir að tölvuþrjótarnir sendi gríðarlegt magn svikapósta bæði með tölvupóstum og sms skilaboðum. „Herferðirnar ganga út á að senda sem flesta pósta í nafni eins fyrirtækis og svo bíta alltaf einhverjir á agnið. Það má ætla að um tíu manns á dag tapi fjármunum til tölvuþrjóta,“ segir Guðmundur. Pósturinn og DHL vara við svikapóstum á vefsíðu sinni. Vísir/Helgi Hann segir að samanlagt geti upphæðir hlaupið á milljónum króna í hverjum mánuði sem almenningur borgar til slíkra glæpamanna. „ Þetta er svolítið háð þeim herferðum sem eru í gangi og þær hafa verið óvenju stífar núna,“ segir hann. Glæpamennirnir verði sífellt flinkari í að blekkja neytendur. Besta vörnin sé að kynna sér aðferðir þeirra og tilkynna slíka glæpi. „Það hafa ótrúlegustu menn fallið fyrir ótrúlegustu tilraunum til árása og það er engin skömm að því. Við hvetjum fólk og fyrirtæki til að segja frá slíkum árásum þannig náum við best að koma í veg fyrir þetta,“ segir hann. Lögreglumál Efnahagsbrot Pósturinn Netglæpir Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Netglæpamenn hafa komist yfir tugþúsunda símanúmera og tölvupósta hér á landi og senda fólki reglulega svikapósta í þeim tilgangi að svíkja út fé. Þar er til að mynda er til dæmis beðið um greiðslu fyrir sendingu með því í smella á tengil. Póstflutningafyrirtækinn DHL og Pósturinn vara bæði við slíkum svikapóstum á heimasíðum sínum. Dæmigerðir svikapóstarVísir/Helgi „Undanfarna mánuði hafa verið í gangi herferði þar sem netglæpamenn nýta sér vörumerki póstdreifingarfyrirtækja eins og DHL og Póstsins.“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson sviðsstjóri Cert-is hjá Fjarskiptastofu.. DHL baðst undan viðtali vegna málsins þegar eftir því var óskað en í samtali við framkvæmdastjóra þar kom fram að um verulegt vandamál væri að ræða. Guðmundur segir að falli fólk í gildruna geti það tapað háum fjárhæðum sem erfitt sé að endurheimta. „Fólk getur lent í því að tapa allt frá nokkrum þúsundum króna upp í hundruð þúsunda króna,“ segir hann. Hann segir að tölvuþrjótarnir sendi gríðarlegt magn svikapósta bæði með tölvupóstum og sms skilaboðum. „Herferðirnar ganga út á að senda sem flesta pósta í nafni eins fyrirtækis og svo bíta alltaf einhverjir á agnið. Það má ætla að um tíu manns á dag tapi fjármunum til tölvuþrjóta,“ segir Guðmundur. Pósturinn og DHL vara við svikapóstum á vefsíðu sinni. Vísir/Helgi Hann segir að samanlagt geti upphæðir hlaupið á milljónum króna í hverjum mánuði sem almenningur borgar til slíkra glæpamanna. „ Þetta er svolítið háð þeim herferðum sem eru í gangi og þær hafa verið óvenju stífar núna,“ segir hann. Glæpamennirnir verði sífellt flinkari í að blekkja neytendur. Besta vörnin sé að kynna sér aðferðir þeirra og tilkynna slíka glæpi. „Það hafa ótrúlegustu menn fallið fyrir ótrúlegustu tilraunum til árása og það er engin skömm að því. Við hvetjum fólk og fyrirtæki til að segja frá slíkum árásum þannig náum við best að koma í veg fyrir þetta,“ segir hann.
Lögreglumál Efnahagsbrot Pósturinn Netglæpir Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira