Leikskólakennarar fjórðungur starfsmanna leikskóla Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. nóvember 2021 09:26 Vísir/Rakel Í desember 2020 voru 1.628 leikskólakennarar starfandi í leikskólum á Íslandi en það jafngildir 25,7 prósentum starfsfólks sem starfa við uppeldi og menntun leikskólabarna. Um 1.227 starfsmenn sem starfa við uppeldi og menntun leikskólabarna hafa lokið annarri uppeldismenntun, til dæmis grunnskólakennaranámi, þroskaþjálfun, diplómanámi í leikskólafræðum eða leikskólaliðanámi. Töluverð fjölgun hefur orðið í þessum hóp síðustu ár, að því er fram kemur á vef Hagstofunnar. Um 55 prósent starfsmanna leikskóla var ófaglærður. Starfsmenn leikskóla í desember árið 2020 voru 6.777 talsins og hafði fjölgað um 5,7 prósent frá fyrr ári. Leikskólabörnum fjölgaði um 0,7 prósent. Stöðugildi voru 5.898 og hafði fjölgað um 5 prósent. Eftirfarandi kemur einnig fram á vef Hagstofunnar: Minni starfsmannavelta Starfsmannavelta í leikskólum á milli áranna 2019 og 2020 var 20% og hefur ekki verið minni frá því að Hagstofan hóf að birta gögn um starfsfólk í leikskólum árið 1999. Eru þá bornir saman þeir starfsmenn sem störfuðu í leikskólum þann 1. desember 2019 og voru enn við störf á sama tíma árið 2020. Undanfarin ár hefur starfsmannaveltan verið 23-27% á milli ára. Fleiri eldri leikskólakennarar Tæplega fimmtungur leikskólakennara (18,5%) var 60 ára og eldri og hafði leikskólakennurum á þessum aldri fjölgað meira en leikskólakennurum í yngri aldurshópunum. Tæpur fimmtungur leikskólakennara var undir fertugu (19,2%) en rúm 62% leikskólakennara voru á aldrinum 40-59 ára. Sé horft til allra starfsmanna leikskóla voru leikskólakennarar meira en helmingur allra starfsmanna leikskóla sem voru 60 ára og eldri en þeir voru innan við fimmtungur starfsfólks á aldrinum 30-39 ára og enn lægra hlutfall yngra starfsfólks. Aldrei hafa fleiri karlar starfað á leikskólum Karlkyns starfsmenn í leikskólum voru 546 í desember 2020, eða 8,1% starfsfólks, og hafa aldrei verið fleiri. Karlkyns starfsmönnum fjölgaði um 18,2% frá desember 2019. 261 leikskóli starfandi Í desember 2020 var 261 leikskóli starfandi sem er fjölgun um þrjá frá fyrra ári. Sveitarfélögin ráku 217 leikskóla en 44 leikskólar voru reknir af öðrum aðilum. Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Sjá meira
Um 1.227 starfsmenn sem starfa við uppeldi og menntun leikskólabarna hafa lokið annarri uppeldismenntun, til dæmis grunnskólakennaranámi, þroskaþjálfun, diplómanámi í leikskólafræðum eða leikskólaliðanámi. Töluverð fjölgun hefur orðið í þessum hóp síðustu ár, að því er fram kemur á vef Hagstofunnar. Um 55 prósent starfsmanna leikskóla var ófaglærður. Starfsmenn leikskóla í desember árið 2020 voru 6.777 talsins og hafði fjölgað um 5,7 prósent frá fyrr ári. Leikskólabörnum fjölgaði um 0,7 prósent. Stöðugildi voru 5.898 og hafði fjölgað um 5 prósent. Eftirfarandi kemur einnig fram á vef Hagstofunnar: Minni starfsmannavelta Starfsmannavelta í leikskólum á milli áranna 2019 og 2020 var 20% og hefur ekki verið minni frá því að Hagstofan hóf að birta gögn um starfsfólk í leikskólum árið 1999. Eru þá bornir saman þeir starfsmenn sem störfuðu í leikskólum þann 1. desember 2019 og voru enn við störf á sama tíma árið 2020. Undanfarin ár hefur starfsmannaveltan verið 23-27% á milli ára. Fleiri eldri leikskólakennarar Tæplega fimmtungur leikskólakennara (18,5%) var 60 ára og eldri og hafði leikskólakennurum á þessum aldri fjölgað meira en leikskólakennurum í yngri aldurshópunum. Tæpur fimmtungur leikskólakennara var undir fertugu (19,2%) en rúm 62% leikskólakennara voru á aldrinum 40-59 ára. Sé horft til allra starfsmanna leikskóla voru leikskólakennarar meira en helmingur allra starfsmanna leikskóla sem voru 60 ára og eldri en þeir voru innan við fimmtungur starfsfólks á aldrinum 30-39 ára og enn lægra hlutfall yngra starfsfólks. Aldrei hafa fleiri karlar starfað á leikskólum Karlkyns starfsmenn í leikskólum voru 546 í desember 2020, eða 8,1% starfsfólks, og hafa aldrei verið fleiri. Karlkyns starfsmönnum fjölgaði um 18,2% frá desember 2019. 261 leikskóli starfandi Í desember 2020 var 261 leikskóli starfandi sem er fjölgun um þrjá frá fyrra ári. Sveitarfélögin ráku 217 leikskóla en 44 leikskólar voru reknir af öðrum aðilum.
Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Sjá meira