Bátur dagsins er allur Eiður Þór Árnason skrifar 9. nóvember 2021 15:49 Breytingar hafa verið gerðar á matseðli Subway. Getty/Justin Sullivan Bátur dagsins á Subway heyrir nú sögunni til og ekki er lengur hægt að kaupa stakan bát dagsins á sérstöku tilboðsverði. Þess í stað býður samlokurisinn nú upp á svokallaða máltíð dagsins sem inniheldur bát ásamt gosi og meðlæti. Sverrir Berg Steinarsson, framkvæmdastjóri Subway á Íslandi, segir að breytingin sé hluti af áframhaldandi þróun á vöruframboði skyndibitakeðjunnar. Stutt er frá því að Domino‘s hækkaði verð á sínu víðfræga þriðjudagstilboði en Sverrir segir að þessi breyting sé ekki gerð til að bregðast við kostnaðarhækkunum. „Það hafa verið einhverjar verðbreytingar í gangi til að bregðast við verðhækkunum í umhverfinu en þetta var fyrst og fremst gert til þess að koma með betri vöru. Við erum alveg klár á því að það gerist eiginlega ekki betra en þúsund kall fyrir máltíð.“ Þúsaldartilboð í nýjum búningi Með breytingunni verður ekki lengur hægt að kaupa stakan sex tommu bát dagsins á 699 krónur eða tólf tommu á 1.169 krónur. Þess í stað borga viðskiptavinir 999 eða 1.399 krónur og fá þess í stað miðstærð af gosi og smáköku eða snakkpoka. Áður var bauð Subway upp á svonefnt Þúsaldartilboð sem innihélt bát dagsins, gos og meðlæti á 1.100 og 1.500 krónur og má því segja að skyndibitakeðjan hafi lækkað verðið á því tilboði. Sverrir bendir á að reglulega hafi verið gerðar breytingar á vöruframboði þessarar næststærstu skyndibitakeðju landsins og til að mynda hafi bátur dagsins eitt sinn verið bátur vikunnar og þar áður bátur mánaðarins. Ekki sé loku fyrir það skotið að hagsýnir neytendur geti síðar fengið stakan bát dagsins á ný. Matur Verðlag Neytendur Veitingastaðir Mest lesið Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Sverrir Berg Steinarsson, framkvæmdastjóri Subway á Íslandi, segir að breytingin sé hluti af áframhaldandi þróun á vöruframboði skyndibitakeðjunnar. Stutt er frá því að Domino‘s hækkaði verð á sínu víðfræga þriðjudagstilboði en Sverrir segir að þessi breyting sé ekki gerð til að bregðast við kostnaðarhækkunum. „Það hafa verið einhverjar verðbreytingar í gangi til að bregðast við verðhækkunum í umhverfinu en þetta var fyrst og fremst gert til þess að koma með betri vöru. Við erum alveg klár á því að það gerist eiginlega ekki betra en þúsund kall fyrir máltíð.“ Þúsaldartilboð í nýjum búningi Með breytingunni verður ekki lengur hægt að kaupa stakan sex tommu bát dagsins á 699 krónur eða tólf tommu á 1.169 krónur. Þess í stað borga viðskiptavinir 999 eða 1.399 krónur og fá þess í stað miðstærð af gosi og smáköku eða snakkpoka. Áður var bauð Subway upp á svonefnt Þúsaldartilboð sem innihélt bát dagsins, gos og meðlæti á 1.100 og 1.500 krónur og má því segja að skyndibitakeðjan hafi lækkað verðið á því tilboði. Sverrir bendir á að reglulega hafi verið gerðar breytingar á vöruframboði þessarar næststærstu skyndibitakeðju landsins og til að mynda hafi bátur dagsins eitt sinn verið bátur vikunnar og þar áður bátur mánaðarins. Ekki sé loku fyrir það skotið að hagsýnir neytendur geti síðar fengið stakan bát dagsins á ný.
Matur Verðlag Neytendur Veitingastaðir Mest lesið Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira