Lakers menn stunda það að vinna í framlengingu þessa dagana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2021 07:31 Russell Westbrook sækir að körfunni í sigrinum á Miami Heat í nótt. AP/Ashley Landis Gömlu liðsfélagarnir Russell Westbrook og James Harden voru báðir með þrennu í sigrum sinna liða í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Golden State Warriors hélt áfram sigurgöngu sinni og lið Phoenix Suns hefur unnið sex leiki í röð. Kevin Durant skoraði 30 stig og James Harden var með 59. þrennuna á ferlinum þegar Brooklyn Nets vann 123-90 útisigur á Orlandi Magic. Durant hitti úr 11 af 12 skotum sínum í leiknum og Harden var með 17 stig, 11 fráköst og 11 stoðsendingar. Triple-double for The Beard.30 points on 11-12 shooting for KD.Nets rolling on League Pass https://t.co/5QqkBhf1W0 pic.twitter.com/i0dCGnLUu8— NBA (@NBA) November 11, 2021 Fimm leikja sigurganga liðsins endaði á móti Chicago Bulls í leiknum á undan en stórstjörnurnar sáu til þess að liðið komst strax aftur á sigurbraut. LaMarcus Aldridge skoraði 21 stig en hjá Orlando var Terrence Ross stigahæstur með 17 stig. Russ clutch.PJ Tucker slam.Tie game on ESPN. Lakers ball. pic.twitter.com/heZQ6Y1R4K— NBA (@NBA) November 11, 2021 Russell Westbrook var með þrennu þegar Los Angeles Lakers vann Miami Heat í framlengdum leik, 120-117. Westbrook var komin með þrennu fyrir framlengingu en hann endaði með 25 stig, 12 fráköst og 14 stoðsendingar. Þetta var annar sigur Lakers í röð og þeir hafa báðir komið í framlengingu. Lakers lék áfram án LeBron James en Malik Monk kom með 27 stig inn af bekknum og Anthony Davis var með 24 stig og 13 fráköst. Bam Adebayo skoraði 28 stig fyrir Miami auk þess að taka 10 fráköst og stela 6 boltum. Stephen Curry races down the floor at a sprint speed of 16.8 mph as tracked by #NBACourtOptix powered by Microsoft Azure to set up this lob to Gary Payton II! pic.twitter.com/T0yO3upxGZ— NBA (@NBA) November 11, 2021 Andrew Wiggins skoraði 35 stig og Stephen Curry var með 25 stig þegar Golfen State Warriors hélt áfram sigurgöngu sinni með 123-110 sigri á Minnesota Timberwolves. Kevon Looney var með 17 fráköst og 11 stig. Það dugði ekki Timberwolves liðinu að Anthony Edwards skoraði 48 stig í leiknum. Golden State hefur nú unnið tíu af ellefu leikjum sínum í vetur. Phoenix Suns liðið er komið á mikið skrið eftir smá erfiðleika í byrjun tímabilsins og fagnaði sínum sjötta sigri í röð þegar liðið vann 119-109 heimasigur á Portland Trail Blazers. Frank Kaminsky setti nýtt persónulegt met með því að skora 31 stig en tók stöðu Deandre Ayton sem var meiddur. Chris Paul skoraði 21 stig fyrir Phoenix sem hefur nú unnið sjö af tíu leikjum sínum á leiktíðinni. Damian Lillard skoraði 28 stig en það var ekki nóg því Portland liðið tapaði öðrum leiknum í röð og fimmta leiknum af síðustu sjö. CARUSO STEAL.LONZO FULL-COURT LASER.LAVINE 360.SHOWTIME IN CHICAGO pic.twitter.com/C8ViDSoMXG— NBA (@NBA) November 11, 2021 Zach LaVine skoraði 23 stig og Lonzo Ball setti niður sjö af fimmtán þriggja stiga körfum Chicago Bulls þegar liðið vann 117-107 sigur á Dallas Mavericks. Fimm leikmenn Bulls liðsins skoruðu yfir tíu stig og liðið vann sinn annan sigur í röð og þann áttunda í ellefu leikjum á tímabilinu. Kristaps Porzingis skoraði 22 stig fyrir Dallas og Luka Doncic var með 20 stig, 10 stoðsendingar og 8 fráköst. 9 straight from Pat Connaughton to put the game away for the @Bucks! @pconnaughton: 23 PTS, 9 REB, 7 3PM pic.twitter.com/7bf4NDfphU— NBA (@NBA) November 11, 2021 Pat Connaughton var maðurinn á bak við sigur meistara Milwaukee Bucks í Madison Square Garden í New York en hann setti niður þrjá þrista í lokin og endaði með 23 stig í 112-100 sigri Bucks. Bucks missti niður 24 stiga forskot í leiknum en tókst að landa sigrinum í lokin. Jrue Holiday skoraði 18 stig og Giannis Antetokounmpo var með 15 stig. 15 fráköst og 8 stoðsendingar. Hjá New York var Derrick Rose með 22 stig og 7 stoðsendingar. Kyle Kuzma's 4th three of the 4th quarter WINS IT for the @WashWizards! pic.twitter.com/T4MhNm71se— NBA (@NBA) November 11, 2021 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Miami Heat 120-117 (framlenging) Golden State Warriors - Minnesota Timberwolves 123-110 Orlando Magic - Brooklyn Nets 90-123 Chicago Bulls - Dallas Mavericks 117-107 New York Knicks - Milwaukee Bucks 100-112 Boston Celtics - Toronto Raptors 104-88 Phoenix Suns - Portland Trail Blazers 119-109 Denver Nuggets - Indiana Pacers 101-98 San Antonio Spurs - Sacramento Kings 136-117 New Orleans Pelicans - Oklahoma City Thunder 100-108 Memphis Grizzlies - Charlotte Hornets 108-118 Houston Rockets - Detroit Pistons 104-112 Cleveland Cavaliers - Washington Wizards 94-97 NBA Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Sjá meira
Kevin Durant skoraði 30 stig og James Harden var með 59. þrennuna á ferlinum þegar Brooklyn Nets vann 123-90 útisigur á Orlandi Magic. Durant hitti úr 11 af 12 skotum sínum í leiknum og Harden var með 17 stig, 11 fráköst og 11 stoðsendingar. Triple-double for The Beard.30 points on 11-12 shooting for KD.Nets rolling on League Pass https://t.co/5QqkBhf1W0 pic.twitter.com/i0dCGnLUu8— NBA (@NBA) November 11, 2021 Fimm leikja sigurganga liðsins endaði á móti Chicago Bulls í leiknum á undan en stórstjörnurnar sáu til þess að liðið komst strax aftur á sigurbraut. LaMarcus Aldridge skoraði 21 stig en hjá Orlando var Terrence Ross stigahæstur með 17 stig. Russ clutch.PJ Tucker slam.Tie game on ESPN. Lakers ball. pic.twitter.com/heZQ6Y1R4K— NBA (@NBA) November 11, 2021 Russell Westbrook var með þrennu þegar Los Angeles Lakers vann Miami Heat í framlengdum leik, 120-117. Westbrook var komin með þrennu fyrir framlengingu en hann endaði með 25 stig, 12 fráköst og 14 stoðsendingar. Þetta var annar sigur Lakers í röð og þeir hafa báðir komið í framlengingu. Lakers lék áfram án LeBron James en Malik Monk kom með 27 stig inn af bekknum og Anthony Davis var með 24 stig og 13 fráköst. Bam Adebayo skoraði 28 stig fyrir Miami auk þess að taka 10 fráköst og stela 6 boltum. Stephen Curry races down the floor at a sprint speed of 16.8 mph as tracked by #NBACourtOptix powered by Microsoft Azure to set up this lob to Gary Payton II! pic.twitter.com/T0yO3upxGZ— NBA (@NBA) November 11, 2021 Andrew Wiggins skoraði 35 stig og Stephen Curry var með 25 stig þegar Golfen State Warriors hélt áfram sigurgöngu sinni með 123-110 sigri á Minnesota Timberwolves. Kevon Looney var með 17 fráköst og 11 stig. Það dugði ekki Timberwolves liðinu að Anthony Edwards skoraði 48 stig í leiknum. Golden State hefur nú unnið tíu af ellefu leikjum sínum í vetur. Phoenix Suns liðið er komið á mikið skrið eftir smá erfiðleika í byrjun tímabilsins og fagnaði sínum sjötta sigri í röð þegar liðið vann 119-109 heimasigur á Portland Trail Blazers. Frank Kaminsky setti nýtt persónulegt met með því að skora 31 stig en tók stöðu Deandre Ayton sem var meiddur. Chris Paul skoraði 21 stig fyrir Phoenix sem hefur nú unnið sjö af tíu leikjum sínum á leiktíðinni. Damian Lillard skoraði 28 stig en það var ekki nóg því Portland liðið tapaði öðrum leiknum í röð og fimmta leiknum af síðustu sjö. CARUSO STEAL.LONZO FULL-COURT LASER.LAVINE 360.SHOWTIME IN CHICAGO pic.twitter.com/C8ViDSoMXG— NBA (@NBA) November 11, 2021 Zach LaVine skoraði 23 stig og Lonzo Ball setti niður sjö af fimmtán þriggja stiga körfum Chicago Bulls þegar liðið vann 117-107 sigur á Dallas Mavericks. Fimm leikmenn Bulls liðsins skoruðu yfir tíu stig og liðið vann sinn annan sigur í röð og þann áttunda í ellefu leikjum á tímabilinu. Kristaps Porzingis skoraði 22 stig fyrir Dallas og Luka Doncic var með 20 stig, 10 stoðsendingar og 8 fráköst. 9 straight from Pat Connaughton to put the game away for the @Bucks! @pconnaughton: 23 PTS, 9 REB, 7 3PM pic.twitter.com/7bf4NDfphU— NBA (@NBA) November 11, 2021 Pat Connaughton var maðurinn á bak við sigur meistara Milwaukee Bucks í Madison Square Garden í New York en hann setti niður þrjá þrista í lokin og endaði með 23 stig í 112-100 sigri Bucks. Bucks missti niður 24 stiga forskot í leiknum en tókst að landa sigrinum í lokin. Jrue Holiday skoraði 18 stig og Giannis Antetokounmpo var með 15 stig. 15 fráköst og 8 stoðsendingar. Hjá New York var Derrick Rose með 22 stig og 7 stoðsendingar. Kyle Kuzma's 4th three of the 4th quarter WINS IT for the @WashWizards! pic.twitter.com/T4MhNm71se— NBA (@NBA) November 11, 2021 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Miami Heat 120-117 (framlenging) Golden State Warriors - Minnesota Timberwolves 123-110 Orlando Magic - Brooklyn Nets 90-123 Chicago Bulls - Dallas Mavericks 117-107 New York Knicks - Milwaukee Bucks 100-112 Boston Celtics - Toronto Raptors 104-88 Phoenix Suns - Portland Trail Blazers 119-109 Denver Nuggets - Indiana Pacers 101-98 San Antonio Spurs - Sacramento Kings 136-117 New Orleans Pelicans - Oklahoma City Thunder 100-108 Memphis Grizzlies - Charlotte Hornets 108-118 Houston Rockets - Detroit Pistons 104-112 Cleveland Cavaliers - Washington Wizards 94-97
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Miami Heat 120-117 (framlenging) Golden State Warriors - Minnesota Timberwolves 123-110 Orlando Magic - Brooklyn Nets 90-123 Chicago Bulls - Dallas Mavericks 117-107 New York Knicks - Milwaukee Bucks 100-112 Boston Celtics - Toronto Raptors 104-88 Phoenix Suns - Portland Trail Blazers 119-109 Denver Nuggets - Indiana Pacers 101-98 San Antonio Spurs - Sacramento Kings 136-117 New Orleans Pelicans - Oklahoma City Thunder 100-108 Memphis Grizzlies - Charlotte Hornets 108-118 Houston Rockets - Detroit Pistons 104-112 Cleveland Cavaliers - Washington Wizards 94-97
NBA Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Sjá meira