Haaland var 21 árs og 129 daga gamall þegar hann kom inn á sem varamaður fyrir Borussia Dortmund í 3-1 sigri liðsins í gær.
Haaland hefur verið að glíma við meiðsli að undarnförnu en það kom ekki í veg fyrir það að Norðmaðurinn skoraði þriðja og seinasta mark Dortmund.
Þar með varð hann yngsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar til að skora 50 mörk í deildinni.
Ekki nóg með það að Haaland er yngsti leimaðurinn til að skora 540 mörk, heldur hefur enginn gert það í færri leikjum en Norðmaðurinn. Haaland hefur einungis spilað 50 leiki í þýsku úrvalsdeildinni og skorað í þeim þessi 50 mörk.
Erling Haaland is now:
— GOAL (@goal) November 27, 2021
💨 The fastest player to reach 50 Bundesliga goals
👶 The youngest player to reach 50 Bundesliga goals pic.twitter.com/51G49j83dB