Landstjóri Barbados, Sandra Mason, verður því hér eftir forseti Barbados og þjóðhöfðingi þessa nýja lýðveldis.
Mikil fagnaðarlæti brutust út í höfuðborginni Bridgetown, þar sem áfanganum var fagnað við hátíðlega athöfn. Á meðal gesta voru Karl Bretaprins og söngkonan Rihanna, sem á ættir sínar að rekja til eyjunnar.
Bretaprins óskaði landinu velfarnaðar á vegferð sinni en ítrekaði að áfram verði náin tengsl á milli bresku krúnunnar og Barbados, enda hyggjast eyjarskeggjar vera áfram innan breska samveldisins, þótt tengsl við krúnuna hafi verið rofin.
