Hljómsveitina skipa Halldór Gunnar Pálsson á gítar, Halldór Smárason á hljómborð, Valdimar Olgeirsson á bassa og Óskar Þormarsson á trommur og slagverk.
Alls verða sjö tónleikar í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð. Síðustu tónleikarnir í þessari tónleikaröð eru á dagskrá næsta fimmtudag. Í þeim sérstaka jólaþætti koma fram Sverrir Bergmann, Sigga Beinteins og leynigestur. Fyrstu fimm tónleikana má sjá HÉR á Vísi.
Tónleikarnir hófust klukkan 20 og má horfa á þá í spilaranum hér fyrir neðan. Tónleikarnir voru teknir upp á Barion Bryggjan og eru sannkallað gull í eyru og augnakonfekt.