Varaformaður Kennarasambands Íslands: Staðgengill eða eitthvað meira? Simon Cramer Larsen skrifar 11. desember 2021 18:00 Að fara með samningsrétt um kjör og kaup félagsmanna sambandsins er eitt af helstu hlutverkum KÍ. Formanni og varaformanni ber að bjóða aðildarfélögum aðstoð og sérfræðiþekkingu hvað kjara- og réttindamál varðar en þeir þurfa að virða sjálfstæði aðildarfélaganna því samkvæmt lögum er það hlutverk aðildarfélaganna að gera og semja um kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna sinna. Vissulega getur stjórn KÍ ályktað um kjaramál ef þörf er á og hér geta formaður og varaformaður komið með innlegg í umræðuna. Formaður og varaformaður KÍ koma þess vegna ekki beinlínis að kjarasamningagerð einstakra aðildarfélaga nema það sé sérstaklega kallað eftir því. Enn fremur kemur fram í 21. grein laga Kennarasambandsins að „varaformaður KÍ er staðgengill formanns“. Ein spurning sem ég hef fengið nýlega er „hvað gerir varaformaður í rauninni, ef hann er skilgreindur sem staðgengill samkvæmt lögum KÍ?“ „Varaformaður er ekki aðeins staðgengill formanns.“ Varaformaður KÍ er formaður skólamálaráðs og hefur yfirumsjón með stefnumörkun KÍ á sviði skólamála. Á sama tíma sér hann um að sinna samskiptum við skólasamfélagið, ráðuneyti, sveitarfélögin, og ýmsar stofnanir auk þess að annast tengsl við erlend systursamtök í Evrópu. Einnig er varaformaður rödd kennara í ýmsum nefndum og starfshópum. Hér eru aðeins nokkur dæmi en þau lýsa því hversu víðtæk aðkoma varaformanns að málefnum kennara er; hann er til dæmis fulltrúi KÍ í starfshópi um menntun nemenda með annað móðurmál en íslensku, hann er rödd kennara í samráðshópi KÍ, BHM og BSRB, hann er einnig fulltrúi kennara í Kennararáði, og hann veitir líka ráðgjöf í ráðgjafanefnd um fjölgun kennara. „Hlutverk varaformanns er þýðingarmikið fyrir hagsmuni kennara á öllum skólastigum og því má það ekki takmarkast við að vera aðeins staðgengill, það er svo miklu meira.“ Það er verkefni varaformannsins að sækjast eftir tækifærum og að koma af stað verkefnum sem hafa áhrif og efla skóla- og menntamál stéttarinnar. Hann þarf að hlúa vel að skóla- og menntamálum með grasrótina sér að baki, núna og til framtíðar, því þannig komum við sem stétt til með að vera framsækin næstu árin. Einnig er það verkefni hans að ýta undir aukið samstarf félaganna innan Kennarasambandsins og að vera sáttasemjari sem sér til þess að mál séu til lykta leidd. Fyrir utan að vera atvinna varaformanns eiga skóla- og menntamál að vera helstu áhugamál hans. Sá sem kemur til með að vera varaformaður KÍ þarf að hafa brennandi áhuga á því að valdefla kennarastéttina, tryggja að á rödd allra kennara sé hlustað og að ákvarðanir er varða mál stéttarinnar séu teknar með kennara í ráðum. Viðkomandi þarf að hafa vellíðan kennara að leiðarljósi og hugsa í lausnum. Samstarf varaformanns við aðildarfélögin verður að vera náið þar sem í því felast lausnir sem eru öllum kennurum til bóta. Til þess að skólasamfélagið nái árangri er ekki nóg að hlustað verði á það, það þarf að ráðast í markvissar og lausnamiðaðar aðgerðir. Sérfræðingar kennarastéttarinnar – kennarar – verða að vera hlutaðeigandi aðilar í þessum aðgerðum með varaformann í fremstu röð. „Ég vil ekki vera varaformaður sem er aðeins staðgengill.“ Fái ég umboð og traust félagsfólks þá ætla ég að vinna hörðum höndum að valdeflingu stéttarinnar. Ég vil vinna markvisst að því að halda skólamálum okkar í brennidepli, ná áheyrn stjórnvalda, tryggja að „skólamál séu alltaf okkar mál“ og að engin umræða um málefni kennara fari fram án aðkomu okkar. Ég mun leggja til að við sem komum að mennta- og skólamálum tökum þetta mikilvæga samtal um hvernig við getum mótað að nýju samfélagssáttmála um menntun á Íslandi. Mennta- og skólamál verða í nánustu framtíð tvískipt milli ráðuneyta – þess vegna er mikilvægt að við í sameiningu tryggjum samhengi milli skólanna og skólastiganna og höldum þessari mikilvægu heildarsýn yfir okkar mennta- og skólamál. Ég hef svo mikla trú á Kennarasambandinu og kennarastéttinni á Íslandi. Þess vegna vil ég setja krafta mína í vinnu í þágu allra kennara og stjórnenda og í nánu samstarfi með nýjum formanni vinna að málefnum okkar – núna og til framtíðar. Með von um stuðning. Höfundur er framhaldsskólakennari, formaður skólamálanefndar FF og frambjóðandi til embættis varaformanns Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Að fara með samningsrétt um kjör og kaup félagsmanna sambandsins er eitt af helstu hlutverkum KÍ. Formanni og varaformanni ber að bjóða aðildarfélögum aðstoð og sérfræðiþekkingu hvað kjara- og réttindamál varðar en þeir þurfa að virða sjálfstæði aðildarfélaganna því samkvæmt lögum er það hlutverk aðildarfélaganna að gera og semja um kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna sinna. Vissulega getur stjórn KÍ ályktað um kjaramál ef þörf er á og hér geta formaður og varaformaður komið með innlegg í umræðuna. Formaður og varaformaður KÍ koma þess vegna ekki beinlínis að kjarasamningagerð einstakra aðildarfélaga nema það sé sérstaklega kallað eftir því. Enn fremur kemur fram í 21. grein laga Kennarasambandsins að „varaformaður KÍ er staðgengill formanns“. Ein spurning sem ég hef fengið nýlega er „hvað gerir varaformaður í rauninni, ef hann er skilgreindur sem staðgengill samkvæmt lögum KÍ?“ „Varaformaður er ekki aðeins staðgengill formanns.“ Varaformaður KÍ er formaður skólamálaráðs og hefur yfirumsjón með stefnumörkun KÍ á sviði skólamála. Á sama tíma sér hann um að sinna samskiptum við skólasamfélagið, ráðuneyti, sveitarfélögin, og ýmsar stofnanir auk þess að annast tengsl við erlend systursamtök í Evrópu. Einnig er varaformaður rödd kennara í ýmsum nefndum og starfshópum. Hér eru aðeins nokkur dæmi en þau lýsa því hversu víðtæk aðkoma varaformanns að málefnum kennara er; hann er til dæmis fulltrúi KÍ í starfshópi um menntun nemenda með annað móðurmál en íslensku, hann er rödd kennara í samráðshópi KÍ, BHM og BSRB, hann er einnig fulltrúi kennara í Kennararáði, og hann veitir líka ráðgjöf í ráðgjafanefnd um fjölgun kennara. „Hlutverk varaformanns er þýðingarmikið fyrir hagsmuni kennara á öllum skólastigum og því má það ekki takmarkast við að vera aðeins staðgengill, það er svo miklu meira.“ Það er verkefni varaformannsins að sækjast eftir tækifærum og að koma af stað verkefnum sem hafa áhrif og efla skóla- og menntamál stéttarinnar. Hann þarf að hlúa vel að skóla- og menntamálum með grasrótina sér að baki, núna og til framtíðar, því þannig komum við sem stétt til með að vera framsækin næstu árin. Einnig er það verkefni hans að ýta undir aukið samstarf félaganna innan Kennarasambandsins og að vera sáttasemjari sem sér til þess að mál séu til lykta leidd. Fyrir utan að vera atvinna varaformanns eiga skóla- og menntamál að vera helstu áhugamál hans. Sá sem kemur til með að vera varaformaður KÍ þarf að hafa brennandi áhuga á því að valdefla kennarastéttina, tryggja að á rödd allra kennara sé hlustað og að ákvarðanir er varða mál stéttarinnar séu teknar með kennara í ráðum. Viðkomandi þarf að hafa vellíðan kennara að leiðarljósi og hugsa í lausnum. Samstarf varaformanns við aðildarfélögin verður að vera náið þar sem í því felast lausnir sem eru öllum kennurum til bóta. Til þess að skólasamfélagið nái árangri er ekki nóg að hlustað verði á það, það þarf að ráðast í markvissar og lausnamiðaðar aðgerðir. Sérfræðingar kennarastéttarinnar – kennarar – verða að vera hlutaðeigandi aðilar í þessum aðgerðum með varaformann í fremstu röð. „Ég vil ekki vera varaformaður sem er aðeins staðgengill.“ Fái ég umboð og traust félagsfólks þá ætla ég að vinna hörðum höndum að valdeflingu stéttarinnar. Ég vil vinna markvisst að því að halda skólamálum okkar í brennidepli, ná áheyrn stjórnvalda, tryggja að „skólamál séu alltaf okkar mál“ og að engin umræða um málefni kennara fari fram án aðkomu okkar. Ég mun leggja til að við sem komum að mennta- og skólamálum tökum þetta mikilvæga samtal um hvernig við getum mótað að nýju samfélagssáttmála um menntun á Íslandi. Mennta- og skólamál verða í nánustu framtíð tvískipt milli ráðuneyta – þess vegna er mikilvægt að við í sameiningu tryggjum samhengi milli skólanna og skólastiganna og höldum þessari mikilvægu heildarsýn yfir okkar mennta- og skólamál. Ég hef svo mikla trú á Kennarasambandinu og kennarastéttinni á Íslandi. Þess vegna vil ég setja krafta mína í vinnu í þágu allra kennara og stjórnenda og í nánu samstarfi með nýjum formanni vinna að málefnum okkar – núna og til framtíðar. Með von um stuðning. Höfundur er framhaldsskólakennari, formaður skólamálanefndar FF og frambjóðandi til embættis varaformanns Kennarasambands Íslands.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun