Allt að 50 til 100 prósenta verðmunur á jólasteikinni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. desember 2021 22:40 Fólk þarf greinilega að hugsa sig tvisvar um áður en það kaupir í jólamatinn. Mikill verðmunur er á jólasteikinni þetta árið og munur á hæsta og lægsta kílóverði hátíðarkjöts oft á milli 50 til 100 prósent. Þetta kemur fram í nýrri verðkönnun verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands, ASÍ, sem gerð var í gær, miðvikudaginn 15. desember. Mikill verðmunur er á einstaka vörum og í öllum vöruflokkum samkvæmt tilkynningu ASÍ en munurinn var mestur á grænmeti og ávöxtum, kjöti og sætindum. Bónus kom best út í könnuninni með lægsta verðið í hundrað tilfellum af 154 en Hagkaup oftast með hæsta verðið, eða í 55 tilfellum. Þá var Bónus með lægsta meðalverðið í könnuninni en Iceland með hæsta meðalverðið. Á eftir Bónus, með lægsta verðið, kom Fjarðarkaup, sem var með lægst verð í 19 tilfellum, og svo Krónan, í 18 tilfellum. Hagkaup var oftast með hæsta verðið í könnuninni en Iceland næstoftast, í 41 tilfelli. Sé horft á meðalverð var Iceland hins vegar með hæst meðalverð. Þar á eftir, í meðalverðinu, er Kjörbúðin, með næst hæsta meðalverðið og þriðja hæsta meðalverðið var að finna í Hagkaup. Fram kemur í tilkynningu ASÍ að hafa beri í huga að mismargar vörur hafi verið til í hverri verslun. Í Fjarðarkaupum fengust flestar vörur, 149 af 154 en í Kjörbúðinni hafi fengist fæstar vörur, 99 af 152. Talsverður verðmunur var á hinum ýmsu kjötvörum. Til að mynda var munur á hæsta og lægsta kílóverði af úrbeinuðum birkireyktum hangikjötsframparti frá SS 51% eða 1.520 kr. Hæst var verðið í Nettó, 4.499 kr. en lægst í Bónus, 2.979 kr. Verðmunurinn á úrbeinuðu birkireyktu hangikjötslæri frá sama framleiðanda var enn meiri, 45% eða 1.795 kr. Verðið var lægst hjá Bónus, 3.995 kr/kg en hæst hjá Heimkaupum, 5.790 kr/kg. Mestur prósentumunur í kjötvörum var á kílóverði af frosnum kalkúni. Munurinn nam 124% og var lægst í krónunni, 893 kr en hæst hjá Heimkaupum, 1.999 kr. Jól Matur Neytendur Verslun Verðlag Tengdar fréttir Miklar verðhækkanir á jólamat Samkvæmt nýrri könnun ASÍ hefur matvara hækkað mjög í verði milli ára. 23. desember 2020 11:52 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri verðkönnun verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands, ASÍ, sem gerð var í gær, miðvikudaginn 15. desember. Mikill verðmunur er á einstaka vörum og í öllum vöruflokkum samkvæmt tilkynningu ASÍ en munurinn var mestur á grænmeti og ávöxtum, kjöti og sætindum. Bónus kom best út í könnuninni með lægsta verðið í hundrað tilfellum af 154 en Hagkaup oftast með hæsta verðið, eða í 55 tilfellum. Þá var Bónus með lægsta meðalverðið í könnuninni en Iceland með hæsta meðalverðið. Á eftir Bónus, með lægsta verðið, kom Fjarðarkaup, sem var með lægst verð í 19 tilfellum, og svo Krónan, í 18 tilfellum. Hagkaup var oftast með hæsta verðið í könnuninni en Iceland næstoftast, í 41 tilfelli. Sé horft á meðalverð var Iceland hins vegar með hæst meðalverð. Þar á eftir, í meðalverðinu, er Kjörbúðin, með næst hæsta meðalverðið og þriðja hæsta meðalverðið var að finna í Hagkaup. Fram kemur í tilkynningu ASÍ að hafa beri í huga að mismargar vörur hafi verið til í hverri verslun. Í Fjarðarkaupum fengust flestar vörur, 149 af 154 en í Kjörbúðinni hafi fengist fæstar vörur, 99 af 152. Talsverður verðmunur var á hinum ýmsu kjötvörum. Til að mynda var munur á hæsta og lægsta kílóverði af úrbeinuðum birkireyktum hangikjötsframparti frá SS 51% eða 1.520 kr. Hæst var verðið í Nettó, 4.499 kr. en lægst í Bónus, 2.979 kr. Verðmunurinn á úrbeinuðu birkireyktu hangikjötslæri frá sama framleiðanda var enn meiri, 45% eða 1.795 kr. Verðið var lægst hjá Bónus, 3.995 kr/kg en hæst hjá Heimkaupum, 5.790 kr/kg. Mestur prósentumunur í kjötvörum var á kílóverði af frosnum kalkúni. Munurinn nam 124% og var lægst í krónunni, 893 kr en hæst hjá Heimkaupum, 1.999 kr.
Jól Matur Neytendur Verslun Verðlag Tengdar fréttir Miklar verðhækkanir á jólamat Samkvæmt nýrri könnun ASÍ hefur matvara hækkað mjög í verði milli ára. 23. desember 2020 11:52 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira
Miklar verðhækkanir á jólamat Samkvæmt nýrri könnun ASÍ hefur matvara hækkað mjög í verði milli ára. 23. desember 2020 11:52