Fyrr í dag var það staðfest að leikur Manchester United og Brighton á laugardaginn myndi ekki fara fram, og nú í kvöld var ákveðið að fresta fjórum leikjum til viðbótar.
Það eru viðureignir Southampton og Brentford, Watford og Crystal Palce, West Ham og Norwich og Everton og Leicester.
Þá var leikjum Brentford og Manchester United, Burnley og Watford og Leicester og Tottenham í miðri viku einnig frestað.
Thomas Frank, knattspyrnustjóri Brentford, kallaði eftir því í gær að öllum leikjum helgarinnar yrði frestað til að gefa félögunum tækifæri á að ráða niðurlögum veirunnar innan liðanna. Hingað til hefur enska úrvalsdeildin verið treg til, en nú gæti farið svo að fleiri leikir verði látnir bíða betri tíma.
Half of the weekend's Premier League fixtures are off after four more games were postponed because of Covid outbreaks https://t.co/RMxNeqMY7k
— BBC News (UK) (@BBCNews) December 16, 2021