Á sama tíma og sóttvarnaaðgerðir verða að öllum líkindum óbreyttar hér á landi fram yfir áramót skipuðu dönsk stjórnvöld leikhúsum, kvikmyndahúsum, skemmtigörðum og ráðstefnumiðstöðvum að slá í lás í dag.
Guðmundur Felix er loks kominn heim í fyrsta skipti frá því græddar voru á hann hendur fyrstum manna og segir lífið dásamlegt.
Innviðaráðherra segir óheppilegt að bæjarfélagið Vogar ætli eitt sveitarfélaga á Reykjanesi að rjúfa samstöðu annarra um lagningu Suðurnesjalínu tvö. Og við sáum myndir frá fyrstu björgunaraðgerðunum þar sem nýja varðskipið Freyja var í lykilhlutverki.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.