Sjálfbær nýting auðlinda hafsins Svandís Svavarsdóttir skrifar 25. janúar 2022 13:30 Ólíkt því sem tíðkast hjá mörgum öðrum þjóðum eru fiskistofnar við Ísland í góðu ásigkomulagi. Nýting þeirra flestra er vottuð af alþjóðlegum aðilum sem sjálfbær og verðmætasköpunin hefur aukist mjög frá því sem áður var. Mikið verk er ennþá óunnið bæði að því er varðar umgengni sjávar, eldsneytisnotkun og nýtingu þess sjávarfangs sem aflað er en ekki síður þau sjónarmið er lúta að samfélagslegri sátt um það fyrirkomulag sem nú ríkir. Orkuskipti í sjávarútvegi Líklega er engin atvinnugrein á Íslandi eins útsett fyrir áhrifum loftslagsbreytinga eins og sjávarútvegur. Súrnun sjávar og breytingar á fiskigengd geta haft ófyrirséðar afleiðingar fyrir greinina og þar með hagsmuni Íslands í heild sinni. Í ljósi þessa og stærðar sjávarútvegsins í íslensku hagkerfi getur framlag sjávarútvegsins skipt miklu máli til þess að Ísland nái markmiðum sínum í loftslagsmálum. Síðasta sumar gáfu stjórnvöld og hagsmunaaðilar í sjávarútvegi út yfirlýsingu þar sem stefnt er að 50% samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda vegna olíunotkunar frá árinu 2005 til ársins 2030. Markmiðið er metnaðarfullt í ljósi þess að olíunotkun í sjávarútvegi hefur dregist mikið saman á síðustu áratugum vegna hagræðingar í flotanum, aukinnar tækni við smíði skipa, hönnun veiðarfæra og búnaðar sem miða að því að draga úr orkunotkun samhliða því að auka nýtingu og verðmæti sjávarafurða. Unnið er að enn frekari lausnum á bættri orkunotkun og orkuskiptum í sjávarútvegi m.a. til að stór fiskiskip geti keyrt á rafeldsneyti á höfum úti. Samninga er þörf um deilistofna Um árabil hefur reynst þrautin þyngri að ná samningum milli strandríkja Norður-Atlantshafsins um nýtingu deilistofna, á borð við síld, makríl og kolmunna. Fyrir liggur að sóknin í stofnana er í sumum tilvikum langt umfram vísindalega ráðgjöf og getur þannig vart talist annað en ósjálfbær. Stærð þessara stofna og umhverfisáhrif ráða mestu um göngur þeirra í íslenska lögsögu og þá í leiðinni hversu auðvelt er að ná til þeirra. Það er mikilvægt að semja um nýtingu deilistofna með það að markmiði að tryggja sjálfbæra nýtingu þeirra og með hagsmuni Íslands í huga. Sú krafa verður æ háværari að böndum verði komið á þessi mál og samningar náist og að því verður unnið af kappi. Krafan um sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda er sjálfsögð og eðlileg og kemur ekki bara frá almenningi sem lætur sig málefni hafsins varða, heldur í vaxandi mæli frá verslunarkeðjum, neytendum og samtökum þeirra. Skilvirkt eftirlit með sjávarútvegi Mikil verðmætaaukning hefur orðið í sjávarútvegi á undanförnum áratugum og er mun meiri en aukning veiðiheimilda. Hvert kílógramm af þorski sem veitt er úr sjó við Ísland er nú um þrefalt verðmætara en fyrir 40 árum. Aðalástæðan er bætt nýting afla með aukinni tækni. Vottun íslenskra sjávarafurða hefur svo auðveldað sölu og markaðssetningu á sjávarafurðum um heim allann. Þótt við Íslendingar séum óvön að spyrja eftir MSC-vottuðum fiski þá er slík vottun oft á tíðum forsenda þess að neytendur úti í hinum stóra heimi kaupi fisk og að stórar verslanakeðjur vilji yfirhöfuð selja fisk. Í þessum vottunum, sem byggja á orðspori íslensks sjávarútvegs liggja gríðarlega mikil verðmæti. Þannig er nauðsynlegt að halda áfram að þróa eftirlit með auðlindinni með þeim hætti að þessi góða staða sé tryggð til frambúðar. Vísindaleg ráðgjöf er hornsteinn sjálfbærar nýtingar Með réttu hefur verið gagnrýnt hversu erfitt hefur verið fyrir nýja aðila að hasla sér völl í sjávarútvegi. Nýliðun hefur verið afar lítil á meðan samþjöppun hefur aukist og útgerðir stækkað. Meðal annars hefur það verið gagnrýnt fyrir að hafa gert nýliðun erfiða og leitt til samþjöppunar í sjávarútvegi. Einmitt vegna þessa barðist Vinstrihreyfingin – grænt framboð fyrir því að koma strandveiðikerfinu á í núverandi mynd á árinu 2009. Kerfið var hugsað til þess að gefa þeim sem ekki hafa veiðiheimildir möguleika á því að reyna fyrir sér í sjávarútvegi og auðvelda nýliðun. Veiðarnar væru undir sömu lögmál sett og aðrar veiðar, að fiskistofnar yrðu nýttir á ábyrgan hátt. Kerfið hefur tekið breytingum á þeim þrettán árum sem það hefur verið við lýði, en grundvallaratriði þess eru eins og í upphafi. Hluta þeirra heimilda sem ríkið tekur til sín til atvinnu- og byggðaverkefna er ráðstafað í strandveiðar. Afgangur þeirra fer í önnur verkefni sem hafa flest það markmið að styðja við sjávarbyggðir, t.d. með byggðakvótum til viðkvæmra sjávarbyggða. Það sem ríkið hefur til að ráðstafa til atvinnu- og byggðaverkefna er tiltekið hlutfalli af heildaraflamarki, sem breytist í takt við ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar. Mörg hundruð aðilar stundar strandveiðar á hverju ári og landa afla sínum allt í kringum landið. Talsverð nýliðun hefur orðið á þessum árum og því óhætt að segja að markmiðin með strandveiðunum hafa náð fram að ganga að nokkru leyti. Það er því mikilvægt að halda áfram að þróa og treysta strandveiðar og festa þær frekar í sessi. Minna til skiptanna í ár en vonir stóðu til Í sumar þegar Hafrannsóknarstofnun gaf út sína veiðiráðgjöf var niðurstaðan sú að lækka hámarksafla í þorski um 13%, úr 254 þús. tonnum í 220 þús. tonn. Þannig varð talsvert minna til skiptanna í ár en vonir stóðu til, auk þess sem skiptimarkaðir fyrir loðnu gáfu minna en áður. Ráðstöfun aflaheimilda er að sjálfsögðu í samræmi við vísindalega ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar. Síðustu tólf ár hafa u.þ.b. 3,4% af aflamarki í þorski verið ráðstafað til strandveiða, á fiskveiðiárinu 2021/2022 er þetta hlutfall 3,8% m.v. núverandi ráðstöfun. Þar með er ekki sagan öll. Skiptimarkaðir í nokkrum öðrum tegundum eiga eftir að eiga sér stað nú á útmánuðum; í þorski í Barentshafi, kolmunna, norsk-íslenskri síld og í makríl. Þó að ómögulegt sé að spá því nákvæmlega hversu mikið muni fást af þorski í skiptum fyrir aðrar tegundir er ljóst að það mun skapast svigrúm til þess að bæta inn í strandveiðipottinn eins og undanfarin ár. Þannig mun heildarmagn sem rennur í strandveiðipottinn að öllum líkindum aukast síðar í vor. Mikilvægi strandveiða Eins og að framan greinir bíða mörg stór verkefni úrslausna á næstu árum í þessum málaflokki. Mikilvægast af öllu er þó að halda áfram að byggja upp fiskistofna við landið og huga vel að vistkerfi hafsins. Það er ekki aðeins mikilvægt fyrir fiskistofnana sjálfa heldur einnig fyrir sjávarbyggðir og samfélagið allt. Þetta er einfalt; það sem er gott fyrir fiskistofnana er gott fyrir okkur öll. Ég mun sem ráðherra sjávarútvegsmála hvergi hvika frá því að fylgja vísindalegri ráðgjöf um nýtingu fiskistofna og að þeir verði nýttir með sjálfbærum hætti enda er það forsenda þess að aflaheimildir geti aukist í framtíðinni. Það er ekki síður ásetningur minn að efla frekar atvinnu og byggð í landinu eins og kveðið er á um í markmiðum laga um stjórn fiskveiða. Strandveiðar skipta þar miklu máli og því mikilvægt að standa áfram vörð um þær. Höfundur er sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Orkuskipti Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Ólíkt því sem tíðkast hjá mörgum öðrum þjóðum eru fiskistofnar við Ísland í góðu ásigkomulagi. Nýting þeirra flestra er vottuð af alþjóðlegum aðilum sem sjálfbær og verðmætasköpunin hefur aukist mjög frá því sem áður var. Mikið verk er ennþá óunnið bæði að því er varðar umgengni sjávar, eldsneytisnotkun og nýtingu þess sjávarfangs sem aflað er en ekki síður þau sjónarmið er lúta að samfélagslegri sátt um það fyrirkomulag sem nú ríkir. Orkuskipti í sjávarútvegi Líklega er engin atvinnugrein á Íslandi eins útsett fyrir áhrifum loftslagsbreytinga eins og sjávarútvegur. Súrnun sjávar og breytingar á fiskigengd geta haft ófyrirséðar afleiðingar fyrir greinina og þar með hagsmuni Íslands í heild sinni. Í ljósi þessa og stærðar sjávarútvegsins í íslensku hagkerfi getur framlag sjávarútvegsins skipt miklu máli til þess að Ísland nái markmiðum sínum í loftslagsmálum. Síðasta sumar gáfu stjórnvöld og hagsmunaaðilar í sjávarútvegi út yfirlýsingu þar sem stefnt er að 50% samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda vegna olíunotkunar frá árinu 2005 til ársins 2030. Markmiðið er metnaðarfullt í ljósi þess að olíunotkun í sjávarútvegi hefur dregist mikið saman á síðustu áratugum vegna hagræðingar í flotanum, aukinnar tækni við smíði skipa, hönnun veiðarfæra og búnaðar sem miða að því að draga úr orkunotkun samhliða því að auka nýtingu og verðmæti sjávarafurða. Unnið er að enn frekari lausnum á bættri orkunotkun og orkuskiptum í sjávarútvegi m.a. til að stór fiskiskip geti keyrt á rafeldsneyti á höfum úti. Samninga er þörf um deilistofna Um árabil hefur reynst þrautin þyngri að ná samningum milli strandríkja Norður-Atlantshafsins um nýtingu deilistofna, á borð við síld, makríl og kolmunna. Fyrir liggur að sóknin í stofnana er í sumum tilvikum langt umfram vísindalega ráðgjöf og getur þannig vart talist annað en ósjálfbær. Stærð þessara stofna og umhverfisáhrif ráða mestu um göngur þeirra í íslenska lögsögu og þá í leiðinni hversu auðvelt er að ná til þeirra. Það er mikilvægt að semja um nýtingu deilistofna með það að markmiði að tryggja sjálfbæra nýtingu þeirra og með hagsmuni Íslands í huga. Sú krafa verður æ háværari að böndum verði komið á þessi mál og samningar náist og að því verður unnið af kappi. Krafan um sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda er sjálfsögð og eðlileg og kemur ekki bara frá almenningi sem lætur sig málefni hafsins varða, heldur í vaxandi mæli frá verslunarkeðjum, neytendum og samtökum þeirra. Skilvirkt eftirlit með sjávarútvegi Mikil verðmætaaukning hefur orðið í sjávarútvegi á undanförnum áratugum og er mun meiri en aukning veiðiheimilda. Hvert kílógramm af þorski sem veitt er úr sjó við Ísland er nú um þrefalt verðmætara en fyrir 40 árum. Aðalástæðan er bætt nýting afla með aukinni tækni. Vottun íslenskra sjávarafurða hefur svo auðveldað sölu og markaðssetningu á sjávarafurðum um heim allann. Þótt við Íslendingar séum óvön að spyrja eftir MSC-vottuðum fiski þá er slík vottun oft á tíðum forsenda þess að neytendur úti í hinum stóra heimi kaupi fisk og að stórar verslanakeðjur vilji yfirhöfuð selja fisk. Í þessum vottunum, sem byggja á orðspori íslensks sjávarútvegs liggja gríðarlega mikil verðmæti. Þannig er nauðsynlegt að halda áfram að þróa eftirlit með auðlindinni með þeim hætti að þessi góða staða sé tryggð til frambúðar. Vísindaleg ráðgjöf er hornsteinn sjálfbærar nýtingar Með réttu hefur verið gagnrýnt hversu erfitt hefur verið fyrir nýja aðila að hasla sér völl í sjávarútvegi. Nýliðun hefur verið afar lítil á meðan samþjöppun hefur aukist og útgerðir stækkað. Meðal annars hefur það verið gagnrýnt fyrir að hafa gert nýliðun erfiða og leitt til samþjöppunar í sjávarútvegi. Einmitt vegna þessa barðist Vinstrihreyfingin – grænt framboð fyrir því að koma strandveiðikerfinu á í núverandi mynd á árinu 2009. Kerfið var hugsað til þess að gefa þeim sem ekki hafa veiðiheimildir möguleika á því að reyna fyrir sér í sjávarútvegi og auðvelda nýliðun. Veiðarnar væru undir sömu lögmál sett og aðrar veiðar, að fiskistofnar yrðu nýttir á ábyrgan hátt. Kerfið hefur tekið breytingum á þeim þrettán árum sem það hefur verið við lýði, en grundvallaratriði þess eru eins og í upphafi. Hluta þeirra heimilda sem ríkið tekur til sín til atvinnu- og byggðaverkefna er ráðstafað í strandveiðar. Afgangur þeirra fer í önnur verkefni sem hafa flest það markmið að styðja við sjávarbyggðir, t.d. með byggðakvótum til viðkvæmra sjávarbyggða. Það sem ríkið hefur til að ráðstafa til atvinnu- og byggðaverkefna er tiltekið hlutfalli af heildaraflamarki, sem breytist í takt við ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar. Mörg hundruð aðilar stundar strandveiðar á hverju ári og landa afla sínum allt í kringum landið. Talsverð nýliðun hefur orðið á þessum árum og því óhætt að segja að markmiðin með strandveiðunum hafa náð fram að ganga að nokkru leyti. Það er því mikilvægt að halda áfram að þróa og treysta strandveiðar og festa þær frekar í sessi. Minna til skiptanna í ár en vonir stóðu til Í sumar þegar Hafrannsóknarstofnun gaf út sína veiðiráðgjöf var niðurstaðan sú að lækka hámarksafla í þorski um 13%, úr 254 þús. tonnum í 220 þús. tonn. Þannig varð talsvert minna til skiptanna í ár en vonir stóðu til, auk þess sem skiptimarkaðir fyrir loðnu gáfu minna en áður. Ráðstöfun aflaheimilda er að sjálfsögðu í samræmi við vísindalega ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar. Síðustu tólf ár hafa u.þ.b. 3,4% af aflamarki í þorski verið ráðstafað til strandveiða, á fiskveiðiárinu 2021/2022 er þetta hlutfall 3,8% m.v. núverandi ráðstöfun. Þar með er ekki sagan öll. Skiptimarkaðir í nokkrum öðrum tegundum eiga eftir að eiga sér stað nú á útmánuðum; í þorski í Barentshafi, kolmunna, norsk-íslenskri síld og í makríl. Þó að ómögulegt sé að spá því nákvæmlega hversu mikið muni fást af þorski í skiptum fyrir aðrar tegundir er ljóst að það mun skapast svigrúm til þess að bæta inn í strandveiðipottinn eins og undanfarin ár. Þannig mun heildarmagn sem rennur í strandveiðipottinn að öllum líkindum aukast síðar í vor. Mikilvægi strandveiða Eins og að framan greinir bíða mörg stór verkefni úrslausna á næstu árum í þessum málaflokki. Mikilvægast af öllu er þó að halda áfram að byggja upp fiskistofna við landið og huga vel að vistkerfi hafsins. Það er ekki aðeins mikilvægt fyrir fiskistofnana sjálfa heldur einnig fyrir sjávarbyggðir og samfélagið allt. Þetta er einfalt; það sem er gott fyrir fiskistofnana er gott fyrir okkur öll. Ég mun sem ráðherra sjávarútvegsmála hvergi hvika frá því að fylgja vísindalegri ráðgjöf um nýtingu fiskistofna og að þeir verði nýttir með sjálfbærum hætti enda er það forsenda þess að aflaheimildir geti aukist í framtíðinni. Það er ekki síður ásetningur minn að efla frekar atvinnu og byggð í landinu eins og kveðið er á um í markmiðum laga um stjórn fiskveiða. Strandveiðar skipta þar miklu máli og því mikilvægt að standa áfram vörð um þær. Höfundur er sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun